Samantekt
Þjónustuútflutningur nam 131,5 ma.kr. á fyrsta fjórðungi ársins og jókst hann um 7,4 ma.kr. eða 6% milli ára. Þjónustuinnflutningur nam hins vegar 99 ma.kr. og jókst um 16,1 ma.kr. eða 19,4%. Afgangur af þjónustujöfnuði nam því 32,6 ma.kr. og dróst saman um 8,7 ma.kr. eða 21,1%. Þetta er engu að síður annar mesti afgangur af þjónustujöfnuði sem mælst hefur.
Ferðaþjónustan stendur á bak við aukinn útflutning
Eins og verið hefur síðustu ár bar vöxtur ferðaþjónustu uppi heildaraukningu í þjónustuútflutningi. Útflutningur ferðaþjónustu skiptist í annars vegar þjónustuliðina ferðalög og hins vegar farþegaflutninga. Ferðalög, sem mæla útgjöld erlendra ferðamanna hér á landi utan kaupa þeirra á flugþjónustu innlendra flugfélaga, jukust um 4,3 ma.kr. eða 7,4% milli ára. Sú upphæð skýrir um 58% af heildaraukningu þjónustuútflutnings milli ára. Farþegaflutningar jukust hins vegar einungis um 700 m.kr. eða um 2,1% og skýra 9,3% af heildaraukningu þjónustuútflutnings. Samanlagt skýrir útflutningur ferðaþjónustu því 67% af heildaraukningu þjónustuútflutnings.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Ferðalög standa á bak við aukinn inn- og útflutning þjónustu (PDF)









