Hag­sjá: Fast­eigna­verð í hverf­um – litl­ar breyt­ing­ar milli 2016 og 2017

Á árinu 2017 var hæsta meðalverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu í miðborginni um 530 þús. kr. á m2 sem er um 7% hærra verð en á næsta hverfi. Næst dýrasta hverfið var Teigar og Tún og í þriðja sæti Melar og Hagar.
23. apríl 2018

Fjögur dýrustu hverfin eru því í Reykjavík og þar á eftir kemur Sjáland í 5. sæti. Seltjarnarnes er í 8. sæti og Lindir í 10. sæti. Af 10 dýrustu hverfunum á höfuðborgarsvæðinu eru því 7 í Reykjavík. Ódýrustu hverfin 2017 voru Vangar og Álfaskeið í Hafnarfirði og Selja- og Húsahverfi í Reykjavík.

Miðborgin var einnig dýrust 2016 , en þá voru Seltjarnarnes og Sjáland í næstu sætum. Þarnæst komu Melar og Hagar og Teigar og Tún. Vangar og Álfaskeið voru einnig ódýrustu hverfin 2016 og þar á eftir komu Hraun í Hafnarfirði og Húsahverfi.

Mesta verðhækkun milli 2016 og 2017 var í Lindahverfi í Kópavogi, eða 28%, sem er um 9 prósentustigum yfir meðalhækkun. Verðið hækkaði síðan um 27% á Vöngum og í Bergum í Hafnarfirði og síðan komu Vogar og Hraunbær. Langminnsta verðhækkunin var á Seltjarnarnesi, eða 4%. Þetta útskýrist væntanlega af því að mikið af dýrum nýjum eignum voru seldar á árunum fyrir 2017 og var slíkum viðskiptum lokið á árinu 2017. Næst minnsta hækkunin var í Grandahverfi, eða 9%, og í Sjálandshverfi, miðborg og Akrahverfi, eða 13%. Árið á undan voru hækkanir langmestar á Seltjarnarnesi og þar á eftir í Selja- og Hólahverfi. Minnstu hækkanirnar þá voru í Húsahverfi, Hraunum og Ökrum.

Miðborgin hefur lengi verið dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu og Vangar og Álfaskeið í Hafnarfirði og Seljahverfi oft verið ódýrust. Sé litið á þróun hæsta og lægsta verðs á svæðinu allt frá árinu 1990 hefur hæsta verð 7,6-faldast og lægsta verð 7,2-faldast. Sé hins vegar litið á þróunina frá aldamótum hefur hæsta verð 3,3-faldast og lægsta verð 2,7-faldast.

Almennt má segja að munur á milli dýrasta og ódýrasta hverfis hafi minnkað eilítið á tímabilinu frá 1990-2000 en síðan aukist mikið frá árinu 2000 fram til 2014. Frá árinu 2014 hefur sú þróun hins vegar snúist við og munur á hæsta og lægsta verði minnkað töluvert á þeim tíma.

Eitt af því sem hefur einkennt þetta tímabil er framboðsskortur sem valdið hefur miklum verðhækkunum. Ætla má að eftirspurnin hafi leitað út til jaðra svæðisins og því valdið auknum verðhækkunum þar. Verðhækkanir hafa því orðið á stærra svæði en gerist þegar meira jafnvægi er á markaðnum. Verð í eftirsóttustu hverfunum var þar að auki orðið mjög hátt, sem aftur vísar eftirspurninni út í ódýrari hverfi, sem þá hækka meira en ella.

Staðan á fasteignamarkaðnum hvað dýrustu og ódýrustu hverfin varðar breyttist því ekki mikið á milli áranna 2016 og 2017. Miðborgin heldur áfram sterkri stöðu sinni sem dýrasta hverfið, þrátt fyrir að verðhækkanir þar séu nú orðnar minni en víða annars staðar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fasteignaverð stendur í stað – lækkun á sérbýli (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
26. nóv. 2024
Rólegri taktur á íbúðamarkaði?
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
Seðlabanki Íslands
25. nóv. 2024
Vikubyrjun 25. nóvember 2024
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku, í takt við væntingar. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgumælingu nóvembermánaðar en við eigum von á að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Á föstudag, þegar Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga, kemur svo í ljós hvernig hagvöxtur þróaðist á þriðja ársfjórðungi.
Paprika
19. nóv. 2024
Mun verðbólga húrrast niður næstu mánuði? 
Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir. 
Greiðsla
18. nóv. 2024
Vikubyrjun 18. nóvember 2024
Við gerum ráð fyrir því að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,50 prósentustig á miðvikudaginn. Verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs fóru fram í síðustu viku, en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 5,1% niður í 4,5%. Tæplega 5% fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í október í ár en í fyrra og kortavelta þeirra hér á landi jókst um 5,4% miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga jókst um 6,8% að raunvirði á milli ára í október.
14. nóv. 2024
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í næstu viku
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.
Epli
14. nóv. 2024
Spáum 4,5% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13% á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga koma til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar á næsta ári.
Selfoss
11. nóv. 2024
Vikubyrjun 11. nóvember 2024
Skráð atvinnuleysi hækkaði lítillega á milli ára í október og halli á vöruskiptajöfnuði jókst aðeins. Hagstofan birti þjóðhagsspá og bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuðu vexti. Í vikunni fáum við gögn um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um veltu greiðslukorta. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni heldur áfram.
Flutningaskip
8. nóv. 2024
Hægir á vexti vöruskiptahallans
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur