Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Ávöxt­un af út­leigu íbúð­ar­hús­næð­is er lág og fer lækk­andi

Ávöxtun af útleigu 2ja og 3ja herbergja íbúða í Reykjavík var um 6% á síðasta ári og ávöxtunin þar er lægri en víða annars staðar á landinu. Ávöxtunarkrafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf til átta ára hefur legið á milli 4,5% og 5,2% það sem af er ári.
22. ágúst 2017

Samantekt

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6% milli júní og júlí. Vísitalan er nú 1,4% hærri en fyrir 3 mánuðum síðan en hefur hækkað um 12% sé horft 12 mánuði aftur í tímann. Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012.

Umræða um húsaleigu fer yfirleitt fram út frá sjónarhóli leigjandans, þ.e. með því að skoða verðþróun. Hin hliðin, sem minna er rædd, er staða leigusalans, þ.e. arðsemi þess að leigja út íbúðarhúsnæði. Þjóðskrá birtir reglulega tölur um ársávöxtun leiguhúsnæðis þar sem ávöxtun er reiknuð sem hlutfall af ársleigu m.v. upplýsingar úr þinglýstum leigusamningum og fasteignamati íbúða. Síðustu tölur um þetta eru um tímabilið júlí 2016 til júlí 2017 og byggir úrvinnslan á um 5.200 nýjum samningum sem þinglýst var á því tímabili ásamt fasteignamati ársins 2018.

Í útreikningum Þjóðskrár er ekki tekið tillit til kostnaðar við fjármögnun, viðhald eða umsýslu og því er raunveruleg ávöxtun af útleigu lægri sem þeim kostnaði nemur. Hér er fasteignamat notað sem nálgun á markaðsvirði, en líklegt er að þar sé oft um vanmat að ræða á þeim svæðum þar sem sá markaður er hvað virkastur.

Töluverður munur er á ávöxtun húsaleigu milli svæða á höfuðborgarsvæðinu og bæja utan þess. Fasteignamat er jafnan töluvert lægra úti á landi og ávöxtunin því að öðru jöfnu hærri eftir því sem fasteignamat er lægra. Séu landsvæði borin saman má sjá að ávöxtun útleigu er mun betri úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Ávöxtun af útleigu batnaði yfirleitt fram til 2013-14 en hefur lækkað nær allsstaðar á síðustu tveimur tímabilum.

Ávöxtun af útleigu 2ja og 3ja herbergja íbúða í Reykjavík var um 6% á síðasta ári og greinilegt er að ávöxtunin þar er lægri en víða annars staðar. Eins og áður segir eru þessar ávöxtunartölur Þjóðskrár ófullkomnar og í rauninni einungis hægt að nota þær til þess að bera saman svæði og meta þróun yfir tíma. Það er því augljóst að raunveruleg ávöxtun af útleigu húsnæðis er mun lægri en tölurnar frá Þjóðskrá sýna .

Ávöxtunarkrafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf til átta ára hefur legið á milli 4,5% og 5,2% það sem af er ári. Í því tilviki er um áhættulitla fjárfestingu að ræða. Í samanburði við þá ávöxtun er varla hægt að segja að áhættuþóknunin fyrir að leigja út húsnæði í stað þess að fjárfesta í ríkisskuldabréfum sé há þegar tekið er tillit til þess að ávöxtun útleigunnar þarf einnig að standa straum af tilfallandi kostnaði við rekstur og viðhald húsnæðisins. Yrði reynt að meta þann kostnað væri ávöxtun af útleigu íbúðarhúsnæðis væntanlega vel undir ávöxtun ríkisskuldabréfa hjá mörgum þeirra sem leigja út. Sú staða gildir einkum um höfuðborgarsvæðið. Arðurinn af útleigu húsnæðis hefur þó farið batnandi miðað við ríkisskuldabréf á síðustu árum. Á árunum 2011 og 2012 var um svipaða ávöxtun að ræða, en á síðasta tímabili er munurinn orðinn vel yfir 2 prósentustig.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Ávöxtun af útleigu íbúðarhúsnæðis er lág og fer lækkandi

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.