Fjár­mál rík­is­sjóðs að taka á sig mynd

Skv. fjárlagafrumvarpinu mun afkoma ríkissjóðs batna um u.þ.b. 120 ma.kr. milli áranna 2021 og 2022 og verða neikvæð um 169 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs næstu árin, allt fram til 2026, en hann verður þó töluvert minni en reiknað var með í gildandi fjármálaáætlun. Það er því ekki verið að boða niðurskurð í frumvarpinu, frekar má segja að stefnt sé að mjúkri lendingu sé litið til áranna fram til 2026.
Alþingi við Austurvöll
2. desember 2021 - Hagfræðideild

Ný ríkisstjórn hefur nú lagt fram tillögu að fjármálastefnu fyrir árin 2022-2026 og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022. Meginmarkmið fjármálastefnunnar er að skuldasöfnun ríkissjóðs, sem hlutfall af landsframleiðslu, stöðvist eigi síðar en árið 2026. Eins og staðan er nú stefna skuldir hins opinbera í að verða verulega lægri við lok stefnutímabilsins en útlit var fyrir við upphaf heimsfaraldurs kórónuveirunnar og kemur það aðallega til af þróttmikilli viðspyrnu efnahagslífsins og sölu á eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka.

Gert er ráð fyrir að fjárlagafrumvarpið taki talsverðum breytingum í meðförum Alþingis. T.d. hefur fjármálaráðherra boðað breytingartillögur frá ríkisstjórninni sjálfri í ljósi mikilla breytinga á ráðuneytum í tengslum við stjórnarskiptin.

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum  árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að nú fari að draga úr mótvægisráðstöfunum vegna faraldursins og þær verði um 50 ma.kr. á næsta ári. Reiknað er með að stuðningur ríkissjóðs við hagkerfið á árunum 2020–2022 verði samtals um 260 ma.kr.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu mun afkoma ríkissjóðs batna um u.þ.b. 120 ma.kr. milli áranna 2021 og 2022 og verða neikvæð um 169 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs næstu árin, allt fram til 2026, en hann verði þó töluvert minni en reiknað var með í gildandi fjármálaáætlun. Það er því ekki verið að boða niðurskurð í frumvarpinu, frekar má segja að stefnt sé að mjúkri lendingu sé litið til áranna fram til 2026.

Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist um 24% frá fjárlögum 2021 og verði 182 mö.kr. hærri 2022 en í fjárlögum síðasta árs. Heildartekjur ríkissjóðs verða þá 955 ma.kr. á næsta ári. Veruleg aukning tekna af tekjuskatti einstaklinga og tryggingagjaldi skýra bætta stöðu auk þess sem tekjuskattur lögaðila eykst líka.

Veltuskattar skila einnig talsvert meiru og er nú reiknað með að tekjur af sköttum á vöru og þjónustu verði 68 ma.kr. meiri en í fjárlögum ársins 2021. Þá má nefna að gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af arðgreiðslum aukist um 23 ma.kr. sem er tæplega þreföldun.

Heildargjöld ríkissjóðs verða 1.124 ma.kr. samkvæmt frumvarpinu og hækka um 2,2% frá fjárlögum ársins 2021. Framleiðslustyrkir lækka um fjórðung, eða um 19 ma.kr., en félagslegar tilfærslur til heimila verða nær óbreyttar. 

Í kjölfar heimsfaraldursins gerðu áætlanir ráð fyrir  að skuldahlutfall ríkissjóðs myndi hækka í 30% undir lok ársins 2020 og gildandi fjármálaáætlun gerði ráð fyrir áframhaldandi skuldavexti árin 2021 og 2022, upp í um 42% af VLF. Nú stefnir hins vegar í að skuldastaða ríkisins verði mun betri og að skuldir verði um 200 mö.kr. lægri undir lok árs 2022 en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun og nemi  um 34% af VLF í stað 42%.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Fjármál ríkissjóðs að taka á sig mynd

Þú gætir einnig haft áhuga á
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. september 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íslenskir peningaseðlar
2. sept. 2024
Vikubyrjun 2. september 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Hús í Reykjavík
26. ágúst 2024
Vikubyrjun 26. ágúst 2024
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs. 
Rafbíll í hleðslu
20. ágúst 2024
Ný aðferð hefur skilað lægri verðbólgumælingum
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur