Fjár­mál rík­is­sjóðs að taka á sig mynd

Skv. fjárlagafrumvarpinu mun afkoma ríkissjóðs batna um u.þ.b. 120 ma.kr. milli áranna 2021 og 2022 og verða neikvæð um 169 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs næstu árin, allt fram til 2026, en hann verður þó töluvert minni en reiknað var með í gildandi fjármálaáætlun. Það er því ekki verið að boða niðurskurð í frumvarpinu, frekar má segja að stefnt sé að mjúkri lendingu sé litið til áranna fram til 2026.
Alþingi við Austurvöll
2. desember 2021 - Hagfræðideild

Ný ríkisstjórn hefur nú lagt fram tillögu að fjármálastefnu fyrir árin 2022-2026 og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022. Meginmarkmið fjármálastefnunnar er að skuldasöfnun ríkissjóðs, sem hlutfall af landsframleiðslu, stöðvist eigi síðar en árið 2026. Eins og staðan er nú stefna skuldir hins opinbera í að verða verulega lægri við lok stefnutímabilsins en útlit var fyrir við upphaf heimsfaraldurs kórónuveirunnar og kemur það aðallega til af þróttmikilli viðspyrnu efnahagslífsins og sölu á eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka.

Gert er ráð fyrir að fjárlagafrumvarpið taki talsverðum breytingum í meðförum Alþingis. T.d. hefur fjármálaráðherra boðað breytingartillögur frá ríkisstjórninni sjálfri í ljósi mikilla breytinga á ráðuneytum í tengslum við stjórnarskiptin.

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum  árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að nú fari að draga úr mótvægisráðstöfunum vegna faraldursins og þær verði um 50 ma.kr. á næsta ári. Reiknað er með að stuðningur ríkissjóðs við hagkerfið á árunum 2020–2022 verði samtals um 260 ma.kr.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu mun afkoma ríkissjóðs batna um u.þ.b. 120 ma.kr. milli áranna 2021 og 2022 og verða neikvæð um 169 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs næstu árin, allt fram til 2026, en hann verði þó töluvert minni en reiknað var með í gildandi fjármálaáætlun. Það er því ekki verið að boða niðurskurð í frumvarpinu, frekar má segja að stefnt sé að mjúkri lendingu sé litið til áranna fram til 2026.

Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist um 24% frá fjárlögum 2021 og verði 182 mö.kr. hærri 2022 en í fjárlögum síðasta árs. Heildartekjur ríkissjóðs verða þá 955 ma.kr. á næsta ári. Veruleg aukning tekna af tekjuskatti einstaklinga og tryggingagjaldi skýra bætta stöðu auk þess sem tekjuskattur lögaðila eykst líka.

Veltuskattar skila einnig talsvert meiru og er nú reiknað með að tekjur af sköttum á vöru og þjónustu verði 68 ma.kr. meiri en í fjárlögum ársins 2021. Þá má nefna að gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af arðgreiðslum aukist um 23 ma.kr. sem er tæplega þreföldun.

Heildargjöld ríkissjóðs verða 1.124 ma.kr. samkvæmt frumvarpinu og hækka um 2,2% frá fjárlögum ársins 2021. Framleiðslustyrkir lækka um fjórðung, eða um 19 ma.kr., en félagslegar tilfærslur til heimila verða nær óbreyttar. 

Í kjölfar heimsfaraldursins gerðu áætlanir ráð fyrir  að skuldahlutfall ríkissjóðs myndi hækka í 30% undir lok ársins 2020 og gildandi fjármálaáætlun gerði ráð fyrir áframhaldandi skuldavexti árin 2021 og 2022, upp í um 42% af VLF. Nú stefnir hins vegar í að skuldastaða ríkisins verði mun betri og að skuldir verði um 200 mö.kr. lægri undir lok árs 2022 en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun og nemi  um 34% af VLF í stað 42%.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Fjármál ríkissjóðs að taka á sig mynd

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur