Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Fjár­mál rík­is­sjóðs að taka á sig mynd

Skv. fjárlagafrumvarpinu mun afkoma ríkissjóðs batna um u.þ.b. 120 ma.kr. milli áranna 2021 og 2022 og verða neikvæð um 169 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs næstu árin, allt fram til 2026, en hann verður þó töluvert minni en reiknað var með í gildandi fjármálaáætlun. Það er því ekki verið að boða niðurskurð í frumvarpinu, frekar má segja að stefnt sé að mjúkri lendingu sé litið til áranna fram til 2026.
Alþingi við Austurvöll
2. desember 2021 - Greiningardeild

Ný ríkisstjórn hefur nú lagt fram tillögu að fjármálastefnu fyrir árin 2022-2026 og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022. Meginmarkmið fjármálastefnunnar er að skuldasöfnun ríkissjóðs, sem hlutfall af landsframleiðslu, stöðvist eigi síðar en árið 2026. Eins og staðan er nú stefna skuldir hins opinbera í að verða verulega lægri við lok stefnutímabilsins en útlit var fyrir við upphaf heimsfaraldurs kórónuveirunnar og kemur það aðallega til af þróttmikilli viðspyrnu efnahagslífsins og sölu á eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka.

Gert er ráð fyrir að fjárlagafrumvarpið taki talsverðum breytingum í meðförum Alþingis. T.d. hefur fjármálaráðherra boðað breytingartillögur frá ríkisstjórninni sjálfri í ljósi mikilla breytinga á ráðuneytum í tengslum við stjórnarskiptin.

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum  árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að nú fari að draga úr mótvægisráðstöfunum vegna faraldursins og þær verði um 50 ma.kr. á næsta ári. Reiknað er með að stuðningur ríkissjóðs við hagkerfið á árunum 2020–2022 verði samtals um 260 ma.kr.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu mun afkoma ríkissjóðs batna um u.þ.b. 120 ma.kr. milli áranna 2021 og 2022 og verða neikvæð um 169 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs næstu árin, allt fram til 2026, en hann verði þó töluvert minni en reiknað var með í gildandi fjármálaáætlun. Það er því ekki verið að boða niðurskurð í frumvarpinu, frekar má segja að stefnt sé að mjúkri lendingu sé litið til áranna fram til 2026.

Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist um 24% frá fjárlögum 2021 og verði 182 mö.kr. hærri 2022 en í fjárlögum síðasta árs. Heildartekjur ríkissjóðs verða þá 955 ma.kr. á næsta ári. Veruleg aukning tekna af tekjuskatti einstaklinga og tryggingagjaldi skýra bætta stöðu auk þess sem tekjuskattur lögaðila eykst líka.

Veltuskattar skila einnig talsvert meiru og er nú reiknað með að tekjur af sköttum á vöru og þjónustu verði 68 ma.kr. meiri en í fjárlögum ársins 2021. Þá má nefna að gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af arðgreiðslum aukist um 23 ma.kr. sem er tæplega þreföldun.

Heildargjöld ríkissjóðs verða 1.124 ma.kr. samkvæmt frumvarpinu og hækka um 2,2% frá fjárlögum ársins 2021. Framleiðslustyrkir lækka um fjórðung, eða um 19 ma.kr., en félagslegar tilfærslur til heimila verða nær óbreyttar. 

Í kjölfar heimsfaraldursins gerðu áætlanir ráð fyrir  að skuldahlutfall ríkissjóðs myndi hækka í 30% undir lok ársins 2020 og gildandi fjármálaáætlun gerði ráð fyrir áframhaldandi skuldavexti árin 2021 og 2022, upp í um 42% af VLF. Nú stefnir hins vegar í að skuldastaða ríkisins verði mun betri og að skuldir verði um 200 mö.kr. lægri undir lok árs 2022 en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun og nemi  um 34% af VLF í stað 42%.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Fjármál ríkissjóðs að taka á sig mynd

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél
28. ágúst 2025
Verðbólga hjaðnar þvert á væntingar
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% á milli mánaða í ágúst og verðbólga hjaðnaði úr 4,0% í 3,8%. Hjöðnun á milli mánaða kemur ánægjulega á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og óbreyttri verðbólgu. Við gerum nú ráð fyrir að verðbólga verði 3,8% í árslok, að stærstum hluta vegna lægri mælingar nú en við spáðum áður.
Seðlabanki Íslands
25. ágúst 2025
Vikubyrjun 25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.
Hús í Reykjavík
22. ágúst 2025
Íbúðamarkaður í betra jafnvægi þótt nýjar íbúðir seljist hægt
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.
Seðlabanki Íslands
15. ágúst 2025
Ekki horfur á frekari vaxtalækkun á árinu
Við spáum því að peningastefnunefnd geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þá virðist hagkerfið þola vaxtastigið vel, kortavelta hefur aukist sífellt síðustu mánuði og enn er þó nokkur velta á íbúðamarkaði. Peningalegt taumhald losnaði með aukinni verðbólgu í apríl og við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd þyki tímabært að lækka raunstýrivexti enn frekar.
Flugvél á flugvelli
14. ágúst 2025
Spáum óbreyttri verðbólgu í ágúst
Við spáum því að verðbólga standi í stað í ágúst og mælist 4,0%. Eins og alla jafna í ágústmánuði má búast við að sumarútsölur gangi til baka að hluta. Einnig má gera ráð fyrir lækkandi flugfargjöldum. Næstu mánuði gerum við ráð fyrir að verðbólga aukist lítillega en hjaðni svo undir lok árs, og mælist 4,0% í desember.
Flugvöllur, Leifsstöð
13. ágúst 2025
Aukinn kaupmáttur, meiri neysla og fleiri utanlandsferðir
Neysla landsmanna virðist halda áfram að aukast og utanlandsferðir hafa verið þó nokkuð fleiri á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Launavísitalan hefur enda hækkað um 8,1% á síðustu tólf mánuðum og kaupmáttur haldið áfram að aukast. Atvinnuleysi hefur haldist nokkuð hóflegt. Það er þó lítillega meira en á sama tíma í fyrra og merki eru um að spenna á vinnumarkaði fari smám saman dvínandi.
11. ágúst 2025
Vikubyrjun 11. ágúst 2025
Í síðustu viku tóku gildi nýir tollar á innflutning til Bandaríkjanna. Nokkrar áhugaverðar hagtölur koma í þessari viku: brottfarir um Keflavíkurflugvöll, skráð atvinnuleysi, væntingakönnun markaðsaðila og greiðslumiðlun. Í vikunni fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs og uppgjörstímabil í Kauphöllinni heldur áfram með sex uppgjörum.
Epli
5. ágúst 2025
Vikubyrjun 5. ágúst 2025
Gistinóttum á landinu fjölgaði alls um 8,4% á milli ára í júní. Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt á milli mánaða og Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum.