Fjár­mál rík­is­sjóðs að taka á sig mynd

Skv. fjárlagafrumvarpinu mun afkoma ríkissjóðs batna um u.þ.b. 120 ma.kr. milli áranna 2021 og 2022 og verða neikvæð um 169 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs næstu árin, allt fram til 2026, en hann verður þó töluvert minni en reiknað var með í gildandi fjármálaáætlun. Það er því ekki verið að boða niðurskurð í frumvarpinu, frekar má segja að stefnt sé að mjúkri lendingu sé litið til áranna fram til 2026.
Alþingi við Austurvöll
2. desember 2021 - Hagfræðideild

Ný ríkisstjórn hefur nú lagt fram tillögu að fjármálastefnu fyrir árin 2022-2026 og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022. Meginmarkmið fjármálastefnunnar er að skuldasöfnun ríkissjóðs, sem hlutfall af landsframleiðslu, stöðvist eigi síðar en árið 2026. Eins og staðan er nú stefna skuldir hins opinbera í að verða verulega lægri við lok stefnutímabilsins en útlit var fyrir við upphaf heimsfaraldurs kórónuveirunnar og kemur það aðallega til af þróttmikilli viðspyrnu efnahagslífsins og sölu á eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka.

Gert er ráð fyrir að fjárlagafrumvarpið taki talsverðum breytingum í meðförum Alþingis. T.d. hefur fjármálaráðherra boðað breytingartillögur frá ríkisstjórninni sjálfri í ljósi mikilla breytinga á ráðuneytum í tengslum við stjórnarskiptin.

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum  árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að nú fari að draga úr mótvægisráðstöfunum vegna faraldursins og þær verði um 50 ma.kr. á næsta ári. Reiknað er með að stuðningur ríkissjóðs við hagkerfið á árunum 2020–2022 verði samtals um 260 ma.kr.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu mun afkoma ríkissjóðs batna um u.þ.b. 120 ma.kr. milli áranna 2021 og 2022 og verða neikvæð um 169 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs næstu árin, allt fram til 2026, en hann verði þó töluvert minni en reiknað var með í gildandi fjármálaáætlun. Það er því ekki verið að boða niðurskurð í frumvarpinu, frekar má segja að stefnt sé að mjúkri lendingu sé litið til áranna fram til 2026.

Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist um 24% frá fjárlögum 2021 og verði 182 mö.kr. hærri 2022 en í fjárlögum síðasta árs. Heildartekjur ríkissjóðs verða þá 955 ma.kr. á næsta ári. Veruleg aukning tekna af tekjuskatti einstaklinga og tryggingagjaldi skýra bætta stöðu auk þess sem tekjuskattur lögaðila eykst líka.

Veltuskattar skila einnig talsvert meiru og er nú reiknað með að tekjur af sköttum á vöru og þjónustu verði 68 ma.kr. meiri en í fjárlögum ársins 2021. Þá má nefna að gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af arðgreiðslum aukist um 23 ma.kr. sem er tæplega þreföldun.

Heildargjöld ríkissjóðs verða 1.124 ma.kr. samkvæmt frumvarpinu og hækka um 2,2% frá fjárlögum ársins 2021. Framleiðslustyrkir lækka um fjórðung, eða um 19 ma.kr., en félagslegar tilfærslur til heimila verða nær óbreyttar. 

Í kjölfar heimsfaraldursins gerðu áætlanir ráð fyrir  að skuldahlutfall ríkissjóðs myndi hækka í 30% undir lok ársins 2020 og gildandi fjármálaáætlun gerði ráð fyrir áframhaldandi skuldavexti árin 2021 og 2022, upp í um 42% af VLF. Nú stefnir hins vegar í að skuldastaða ríkisins verði mun betri og að skuldir verði um 200 mö.kr. lægri undir lok árs 2022 en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun og nemi  um 34% af VLF í stað 42%.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Fjármál ríkissjóðs að taka á sig mynd

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sky Lagoon
18. jan. 2022

Það hægir á neysluaukningu erlendra ferðamanna

Neyslumynstur erlendra ferðamanna breyttist mikið eftir að faraldurinn skall á. Þannig hafa ferðamenn að meðaltali eytt töluvert meira í sínum eigin gjaldmiðli í Íslandsferðinni en fyrir faraldur. Að einhverju leyti endurspeglar þetta breytta samsetningu ferðamanna sem hingað koma og er ef til vill vísbending um að hingað hafi komið efnaðri ferðamenn eftir faraldur.
USD
17. jan. 2022

Vikubyrjun 17. janúar 2022

Verðbólga í Bandaríkjunum mældist rúmlega 7% í desember. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúar 1982 sem verðbólga mælist yfir 7% þarlendis en hún fór hæst í 14,8% í mars 1980.
Posi og greiðslukort
14. jan. 2022

Jólavertíðin góð þrátt fyrir ómíkron

Nýtt afbrigði veirunnar og sóttvarnaraðgerðir virðast ekki hafa haft mikil áhrif á venjur fólks í desembermánuði. Neyslan mældist meiri en í hefðbundnum desembermánuði fyrir faraldur.
Þvottavélar
13. jan. 2022

Spáum 5,0% verðbólgu í janúar

Hagstofan birtir janúarmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) föstudaginn 28. janúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,2% lækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 5,1% í 5%. Við spáum því að verðbólga án húsnæðis verði 3% í janúar.
Smiður að störfum
12. jan. 2022

Atvinnuleysi í desember undir 5% þriðja mánuðinn í röð

Almennt atvinnuleysi var að meðaltali 7,7% á árinu 2021, 0,2 prósentustigum lægra en árið 2020. Atvinnuleysið á árunum 2009 og 2010 var 8,0% og 8,1% þannig að 2021 er þriðja hæsta atvinnuleysisárið frá aldamótum.
Hverasvæði
11. jan. 2022

Mikill vöxtur í flestum atvinnugreinum

Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst um 19% milli ára að raunvirði í september og október í fyrra og er þetta fjórða uppgjörstímabilið í röð sem vöxtur mælist. Það er ljóst að hagkerfið er óðum að ná vopnum sínum og margar atvinnugreinar að rétta úr kútnum. Þróunin er þó misjöfn eftir greinum.
Háþrýstiþvottur
10. jan. 2022

Nokkuð gott jafnvægi að myndast á vinnumarkaði

Meðalatvinnuleysi hefur verið 4,8% frá árinu 2003 og atvinnuleysi ungs fólks (16-24 ára) 13,3%. Atvinnuleysi ungra hefur því að meðaltali verið 2,2 sinnum hærra en meðaltalið. Hlutfallið var mjög hátt í upphafi tímabilsins, lækkaði svo fram til ársloka 2016, en tók þá tímabundið stökk upp á við. Miðað við tölur Hagstofunnar hefur hlutfall atvinnuleysis ungra miðað við heildina aldrei verið lægra en á þessu ári þar sem það hefur verið 1,8 sinnum hærra en allra.
Grafarholt
10. jan. 2022

Vikubyrjun 10. janúar 2022

Ólíkt fasteignaverði hefur leiguverð þróast með rólegasta móti frá því að heimsfaraldurinn skall á. Þannig hefur vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu einungis hækkað um 1,9% frá því í janúar 2020 á meðan vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 24,6%.
Seðlabanki Íslands
7. jan. 2022

Krónan veiktist lítillega í desember

Íslenska krónan veiktist lítillega á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í desember, að japanska jeninu undanskildu. Seðlabankinn greip ekki inn í markaðinn í desember.
New temp image
6. jan. 2022

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 700 m.kr. á kröfunni 4,18% (0,47% álag á ríki) í útboði 7. desember.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur