Fjár­lög síð­ustu tveggja rík­is­stjórna – hver hef­ur áhersl­an ver­ið?

Í krónum talið hefur sjúkrahúsaþjónusta hækkað langmest frá fjárlögum 2017 fram til fjárlaga 2022, um 32,6 ma.kr. Næstmesta hækkunin í krónum hefur farið til málefna tengdra örorku og fötluðu fólki og þar á eftir koma fjölskyldumál og málefni aldraðra. Samanburðurinn sýnir að þessir fjórir málaflokkar, sem allir eru á sviði félags- og heilsumála, skýra 41% af aukningu allra rammasettra útgjalda á tímabilinu.
Alþingi við Austurvöll
6. janúar 2022 - Greiningardeild

Frá árinu 2017 fram í desember 2021 hækkaði vísitala neysluverðs um 16,3%. Samþykkt rammasett útgjöld  í fjárlögum hafa hækkað um 27,2% milli fjárlaga áranna 2017 og 2022. Útgjöld ríkisins á þennan mælikvarða hafa þannig hækkað um 9,4% umfram almenna verðlagsþróun á þessu tímabili.

Fyrra ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum í lok nóvember 2017 þannig að segja má að það tímabil sem hér er skoðað sé starfstími þeirrar ríkisstjórnar og fyrstu fjárlög annars ráðuneytis Katrínar.

Sjúkrahúsaþjónusta er langstærsti einstaki málefnaflokkurinn í fjárlögum ársins 2022, rúmir 136 ma.kr. Þar á eftir koma málefni aldraðra og síðan málefni tengd örorku og fötluðu fólki. Nú er ekki gefið að flokkunarkerfi eins og þetta gefi bestu mynd af starfsemi ríkisins, en fimm stærstu útgjaldaflokkarnir eru á sviði félags- og heilsumála. Þessir fimm málaflokkar nema samtals rúmum 46% af rammasettum útgjöldum í fjárlögum ársins 2022.

Í krónum talið hefur sjúkrahúsaþjónusta hækkað langmest frá fjárlögum 2017 fram til fjárlaga 2022, um 32,6 ma.kr. Næstmesta hækkunin í krónum hefur farið til málefna tengdra örorku og fötluðu fólki og þar á eftir koma fjölskyldumál og málefni aldraðra. Það er auðvitað ekki gefið að upphafs- og endapunktar samanburðar af þessu tagi séu þeir bestu. En samanburðurinn sýnir að þessir fjórir málaflokkar, sem allir eru á sviði félags- og heilsumála, skýra 41% af aukningu allra rammasettra útgjalda á tímabilinu.

Eins og áður segir hafa rammasett útgjöld á  fjárlögum hækkað um 27,2% milli fjárlaga 2017 og 2022. Af einstökum málefnaflokkum hafa útgjöld til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina hækkað langmest, eða um 106%. Þar á eftir kemur alþjóðleg þróunarsamvinna sem hefur hækkað um 82%. Útgjöld til sveitarfélaga og byggðamála hafa hækkað um 69% og útgjöld æðstu stjórnsýslu hafa hækkað um 65%. Einungis einn þeirra málaflokka af þeim níu sem  hafa hækkað mest er meðal þeirra 9 stærstu á fjárlögum, en það eru fjölskyldumál.

Þær breytingar sem hér hefur verið farið yfir geta mögulega verið vísbending um áherslur. Fljótt á litið benda þessar tölur til þess að áherslur núverandi stjórnvalda fara ekki endilega saman við alla þá gagnrýni sem umræðan um ríkisútgjöld hefur fram að færa. Sé litið á aukningu í krónum virðast félags- og heilsumál vera í forgangi, en að sumra mati virðist forgangurinn ekki vera nægur. Sé litið á hlutfallslega aukningu virðast nýsköpun, rannsóknir og þróunarsamvinna vera í nokkurri sérstöðu og þá virðist sveitarfélögum og byggðamálum gert hátt undir höfði. Töluverður hluti umræðunnar virðist ganga út á að ekki sé nógu vel að gert á einmitt þessum sviðum.

Útgjöld ríkissjóðs hafa aukist umfram almenna verðlagsþróun á síðustu árum. Til þess að auka framlög á einu sviði þarf væntanlega að halda aftur af öðrum. Það er einmitt þetta sem val stjórnmálanna gengur út á.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Fjárlög síðustu tveggja ríkisstjórna – hver hefur áherslan verið?

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur