Fjár­lög síð­ustu tveggja rík­is­stjórna – hver hef­ur áhersl­an ver­ið?

Í krónum talið hefur sjúkrahúsaþjónusta hækkað langmest frá fjárlögum 2017 fram til fjárlaga 2022, um 32,6 ma.kr. Næstmesta hækkunin í krónum hefur farið til málefna tengdra örorku og fötluðu fólki og þar á eftir koma fjölskyldumál og málefni aldraðra. Samanburðurinn sýnir að þessir fjórir málaflokkar, sem allir eru á sviði félags- og heilsumála, skýra 41% af aukningu allra rammasettra útgjalda á tímabilinu.
Alþingi við Austurvöll
6. janúar 2022 - Hagfræðideild

Frá árinu 2017 fram í desember 2021 hækkaði vísitala neysluverðs um 16,3%. Samþykkt rammasett útgjöld  í fjárlögum hafa hækkað um 27,2% milli fjárlaga áranna 2017 og 2022. Útgjöld ríkisins á þennan mælikvarða hafa þannig hækkað um 9,4% umfram almenna verðlagsþróun á þessu tímabili.

Fyrra ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum í lok nóvember 2017 þannig að segja má að það tímabil sem hér er skoðað sé starfstími þeirrar ríkisstjórnar og fyrstu fjárlög annars ráðuneytis Katrínar.

Sjúkrahúsaþjónusta er langstærsti einstaki málefnaflokkurinn í fjárlögum ársins 2022, rúmir 136 ma.kr. Þar á eftir koma málefni aldraðra og síðan málefni tengd örorku og fötluðu fólki. Nú er ekki gefið að flokkunarkerfi eins og þetta gefi bestu mynd af starfsemi ríkisins, en fimm stærstu útgjaldaflokkarnir eru á sviði félags- og heilsumála. Þessir fimm málaflokkar nema samtals rúmum 46% af rammasettum útgjöldum í fjárlögum ársins 2022.

Í krónum talið hefur sjúkrahúsaþjónusta hækkað langmest frá fjárlögum 2017 fram til fjárlaga 2022, um 32,6 ma.kr. Næstmesta hækkunin í krónum hefur farið til málefna tengdra örorku og fötluðu fólki og þar á eftir koma fjölskyldumál og málefni aldraðra. Það er auðvitað ekki gefið að upphafs- og endapunktar samanburðar af þessu tagi séu þeir bestu. En samanburðurinn sýnir að þessir fjórir málaflokkar, sem allir eru á sviði félags- og heilsumála, skýra 41% af aukningu allra rammasettra útgjalda á tímabilinu.

Eins og áður segir hafa rammasett útgjöld á  fjárlögum hækkað um 27,2% milli fjárlaga 2017 og 2022. Af einstökum málefnaflokkum hafa útgjöld til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina hækkað langmest, eða um 106%. Þar á eftir kemur alþjóðleg þróunarsamvinna sem hefur hækkað um 82%. Útgjöld til sveitarfélaga og byggðamála hafa hækkað um 69% og útgjöld æðstu stjórnsýslu hafa hækkað um 65%. Einungis einn þeirra málaflokka af þeim níu sem  hafa hækkað mest er meðal þeirra 9 stærstu á fjárlögum, en það eru fjölskyldumál.

Þær breytingar sem hér hefur verið farið yfir geta mögulega verið vísbending um áherslur. Fljótt á litið benda þessar tölur til þess að áherslur núverandi stjórnvalda fara ekki endilega saman við alla þá gagnrýni sem umræðan um ríkisútgjöld hefur fram að færa. Sé litið á aukningu í krónum virðast félags- og heilsumál vera í forgangi, en að sumra mati virðist forgangurinn ekki vera nægur. Sé litið á hlutfallslega aukningu virðast nýsköpun, rannsóknir og þróunarsamvinna vera í nokkurri sérstöðu og þá virðist sveitarfélögum og byggðamálum gert hátt undir höfði. Töluverður hluti umræðunnar virðist ganga út á að ekki sé nógu vel að gert á einmitt þessum sviðum.

Útgjöld ríkissjóðs hafa aukist umfram almenna verðlagsþróun á síðustu árum. Til þess að auka framlög á einu sviði þarf væntanlega að halda aftur af öðrum. Það er einmitt þetta sem val stjórnmálanna gengur út á.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Fjárlög síðustu tveggja ríkisstjórna – hver hefur áherslan verið?

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sky Lagoon
18. jan. 2022

Það hægir á neysluaukningu erlendra ferðamanna

Neyslumynstur erlendra ferðamanna breyttist mikið eftir að faraldurinn skall á. Þannig hafa ferðamenn að meðaltali eytt töluvert meira í sínum eigin gjaldmiðli í Íslandsferðinni en fyrir faraldur. Að einhverju leyti endurspeglar þetta breytta samsetningu ferðamanna sem hingað koma og er ef til vill vísbending um að hingað hafi komið efnaðri ferðamenn eftir faraldur.
USD
17. jan. 2022

Vikubyrjun 17. janúar 2022

Verðbólga í Bandaríkjunum mældist rúmlega 7% í desember. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúar 1982 sem verðbólga mælist yfir 7% þarlendis en hún fór hæst í 14,8% í mars 1980.
Posi og greiðslukort
14. jan. 2022

Jólavertíðin góð þrátt fyrir ómíkron

Nýtt afbrigði veirunnar og sóttvarnaraðgerðir virðast ekki hafa haft mikil áhrif á venjur fólks í desembermánuði. Neyslan mældist meiri en í hefðbundnum desembermánuði fyrir faraldur.
Þvottavélar
13. jan. 2022

Spáum 5,0% verðbólgu í janúar

Hagstofan birtir janúarmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) föstudaginn 28. janúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,2% lækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 5,1% í 5%. Við spáum því að verðbólga án húsnæðis verði 3% í janúar.
Smiður að störfum
12. jan. 2022

Atvinnuleysi í desember undir 5% þriðja mánuðinn í röð

Almennt atvinnuleysi var að meðaltali 7,7% á árinu 2021, 0,2 prósentustigum lægra en árið 2020. Atvinnuleysið á árunum 2009 og 2010 var 8,0% og 8,1% þannig að 2021 er þriðja hæsta atvinnuleysisárið frá aldamótum.
Hverasvæði
11. jan. 2022

Mikill vöxtur í flestum atvinnugreinum

Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst um 19% milli ára að raunvirði í september og október í fyrra og er þetta fjórða uppgjörstímabilið í röð sem vöxtur mælist. Það er ljóst að hagkerfið er óðum að ná vopnum sínum og margar atvinnugreinar að rétta úr kútnum. Þróunin er þó misjöfn eftir greinum.
Háþrýstiþvottur
10. jan. 2022

Nokkuð gott jafnvægi að myndast á vinnumarkaði

Meðalatvinnuleysi hefur verið 4,8% frá árinu 2003 og atvinnuleysi ungs fólks (16-24 ára) 13,3%. Atvinnuleysi ungra hefur því að meðaltali verið 2,2 sinnum hærra en meðaltalið. Hlutfallið var mjög hátt í upphafi tímabilsins, lækkaði svo fram til ársloka 2016, en tók þá tímabundið stökk upp á við. Miðað við tölur Hagstofunnar hefur hlutfall atvinnuleysis ungra miðað við heildina aldrei verið lægra en á þessu ári þar sem það hefur verið 1,8 sinnum hærra en allra.
Grafarholt
10. jan. 2022

Vikubyrjun 10. janúar 2022

Ólíkt fasteignaverði hefur leiguverð þróast með rólegasta móti frá því að heimsfaraldurinn skall á. Þannig hefur vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu einungis hækkað um 1,9% frá því í janúar 2020 á meðan vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 24,6%.
Seðlabanki Íslands
7. jan. 2022

Krónan veiktist lítillega í desember

Íslenska krónan veiktist lítillega á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í desember, að japanska jeninu undanskildu. Seðlabankinn greip ekki inn í markaðinn í desember.
New temp image
6. jan. 2022

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 700 m.kr. á kröfunni 4,18% (0,47% álag á ríki) í útboði 7. desember.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur