Ferðaþjónustan setur sitt mark á hagvöxt á fyrsta fjórðungi
Kröftugur vöxtur mældist á öllum lykilþáttum landsframleiðslunnar, einkaneyslu, fjárfestingu og útflutningi. Þessi vöxtur gefur góð fyrirheit fyrir árið en í nýlegri spá okkar gerum við ráð fyrir að hagvöxtur á árinu verði 5,1% í ár.
Vöxturinn nú á fyrsta fjórðungi var sambærilegur við vöxtinn á síðustu þremur fjórðungum síðasta árs að því leyti að hann var borinn af útflutningi, fjárfestingu og einkaneyslu. Framlag útflutnings hefur vegið þyngst á síðustu fjórum fjórðungum en framlag hans var að þessu sinni 9,5 prósentustig. Mikill vöxtur innflutnings á síðustu fjórðungum hefur síðan dregið úr jákvæðum áhrifum af auknum útflutningi en mikilli neysluaukningu og aukningu fjárfestingar hefur fylgt mikill vöxtur innflutnings sem kemur til frádráttar þegar hagvöxtur er reiknaður.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Ferðaþjónustan setur sitt mark á hagvöxt á fyrsta fjórðungi