Ferða­menn færri en fyr­ir far­ald­ur en eyða meiru

Tæplega 121 þúsund erlendir ferðamenn lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli í janúar, álíka margir og í janúar 2020, rétt áður en ferðatakmarkanir settu strik í reikninginn. Ferðamenn eru þó nokkuð færri en í janúar 2018 og 2019, en eyða að jafnaði meiri pening en þá. Ferðir Íslendinga til útlanda hafa aldrei verið fleiri í janúar en nú, brottfarirnar voru 41.500.
Flugvél á flugvelli
13. febrúar 2023

Brottfarir erlendra ferðamanna voru tæplega 121 þúsund í janúar. Þær voru álíka margar og í janúar 2020, 13% færri en í janúar árið 2019, síðasta árið fyrir faraldur, en fjöldinn á síðustu mánuðum hefur verið mjög sambærilegur því sem var árið 2019. Ferðamenn eru enn þó nokkuð færri en þeir voru á metferðamannaárinu 2018. Nú í janúar var fjöldinn til dæmis 82% af því sem hann var í janúar það ár.

Bretar og Bandaríkjamenn fóru tæplega helming ferðanna um Keflavíkurflugvöll, tæplega 30.000 voru Bretar og rúmlega 28.000 Bandaríkjamenn. Næstfjölmennastir þar á eftir voru Kínverjar (5,1% af heild), Þjóðverjar (4,7%) og Pólverjar (4,3%).

Ferðatakmarkanir til og frá Kína voru nýlegar afnumdar og má gera ráð fyrir að kínverskum ferðamönnum fjölgi á næstu mánuðum. Hlutfall kínverja af heildarfjölda ferðamanna svipar til þess sem var í janúar 2018 og 2019.

Met í brottförum Íslendinga

Íslendingar slógu janúarmet í ferðalögum með 41.500 brottförum frá Keflavíkurflugvelli. Áður voru brottfarirnar flestar í janúar 2019, 40.600 og í janúar 2018 voru þær 39.000. Íslendingar virðast því enn vera að bæta upp fyrir sólarlanda- og skíðaferðir sem þeir slepptu þegar faraldurinn stóð sem hæst. Landsmenn virðast þó einnig hafa gert vel við sig innanlands í mánuðinum en samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar sem birtust fyrr í dag jókst neyslan um rúm 10% að raunvirði milli ára, aðallega vegna aukinna þjónustukaupa. Ein skýring á aukinni neyslu og ferðagleði landsmanna gætu verið nýlega umsamdar launahækkanir.

Erlendir ferðamenn eyða meiru en áður

Ljóst er að hver ferðamaður eyðir meiru á Íslandi en áður, á föstu gengi, sem þýðir að þeir eyða meiru í eigin mynt. Kortavelta ferðamanna nam 16,7 milljörðum í janúar samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar, 117% meiru en í sama mánuði árið áður á föstu gengi og 8% meiru en í janúar árið 2020, þótt ferðamenn hafi verið 5% færri nú en þá. Kortaveltan var jafnmikil og hún var í janúar árið 2019 þótt ferðamenn hafi verið 17% færri nú en þá.

Ferðamenn greiddu rúma fjóra milljarða króna með greiðslukortum fyrir gistiþjónustu í janúar, um 2,5 milljarða í verslun og aðra 2,5 milljarða í veitingaþjónustu. Tæpir tveir milljarðar fóru í leigu á bílum og rúmlega hálfur í menningu, tómstundir og afþreyingu.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Epli
27. feb. 2025
Verðbólga hjaðnar í 4,2%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Fiskveiðinet
24. feb. 2025
Vikubyrjun 24. febrúar 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur