Far­ald­ur­inn hef­ur leik­ið vinnu­mark­að­inn grátt

Á fyrsta ársfjórðungi 2020 voru bæði atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi af mannfjölda með því lægsta sem mælst hefur í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka 16 til 74 ára mældist 76,5% og hefur aðeins tvisvar áður mælst lægri en 77%. Á fyrsta ársfjórðungi 2021 voru 70,7% af mannfjölda starfandi og hafði hlutfallið lækkaði um 2,5 prósentustig frá fyrra ári. Hlutfall starfandi hefur aldrei mælst jafn lágt á fyrsta ársfjórðungi og nú og er mælingin á meðal þriggja lægstu frá upphafi, eða frá árinu 2003.
Sólheimasandur
20. maí 2021 - Hagfræðideild

Á fyrsta ársfjórðungi 2020 voru bæði atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi af mannfjölda með því lægsta sem mælst hefur í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka 16 til 74 ára mældist 76,5% á fyrsta ársfjórðungi í ár sem er sama hlutfall og mældist á sama ársfjórðungi í fyrra. Atvinnuþátttaka hefur aðeins tvisvar áður mælst lægri en 77%, á fyrsta og fjórða ársfjórðungi 2020.

Á fyrsta ársfjórðungi 2021 voru 185.600 manns starfandi, eða 70,7% af mannfjölda. Starfandi fólki fækkaði um 4.700 manns frá fyrsta ársfjórðungi 2020 og hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 2,5 prósentustig. Hlutfall starfandi hefur aldrei mælst jafn lágt á fyrsta ársfjórðungi og nú og er mælingin á meðal þriggja lægstu frá upphafi, eða frá árinu 2003. Hlutfall starfandi kvenna var 66,2% og starfandi karla 74,8%, en samsvarandi tölur árið áður voru 69,6% og 76,5%.

Í síðustu uppsveiflu náði atvinnuþátttaka hámarki á árunum 2015 og 2016. Þá varð hún álíka mikil og á árinu 2007 en í það skipti féll atvinnuþátttaka síðan verulega á árinu 2008. Svipaða sögu er að segja um hlutfall starfandi. Þar varð hámarkið í síðustu uppsveiflu á miðju ári 2016 þegar hlutfallið fór yfir 80%. Það var svipuð staða og var miðju ári 2007.

Þeir sem voru við vinnu unnu að jafnaði 1,4 stundum styttri vinnuviku á fyrsta ársfjórðungi í ár en á sama tíma 2020. Vinnutíminn styttist verulega í fjármálakreppunni, eða um u.þ.b. 2 stundir á viku, og hefur ekki náð fyrri lengd síðan.

Á 1. ársfjórðungi 2021 voru 61.700 manns utan vinnumarkaðar, eða 23,5% af mannfjölda 16-74 ára. Af konum voru 27,8% utan vinnumarkaðar og 20% karla. Þessar tölur eru svipaðar og á 1. ársfjórðungi 2020.

Allt frá árinu 2016 hefur þeim fjölgað hlutfallslega sem eru utan vinnumarkaðar. Um mitt ár 2007 voru 16-17% utan vinnumarkaðar og eilítið fleiri 2008. Fólki utan vinnumarkaðar fór svo að fjölga allt til ársins 2011 en tók að fækka aftur á árinu 2013. Á 1. og 2. ársfjórðungum áranna 2015 og 2016 voru hlutfallslega álíka margir utan vinnumarkaðar og fyrir fjármálakreppuna. Síðan hefur fólki utan vinnumarkaðar fjölgað nær stöðugt. Á öllu árinu 2016 voru 18,1% utan vinnumarkaðar en 22,6% á árinu 2020. Aukningin er 4,6 prósentustig.

Af þeim sem voru utan vinnumarkaðar á fyrsta ársfjórðungi 2021 voru flestir, eða 30,5%, á eftirlaunum, 26,5% voru nemar, 20,9% öryrkjar og 10,6% voru veikir eða tímabundið ófærir til vinnu..

Ekki hafa orðið miklar breytingar á ástæðum sem fólk gefur fyrir því að vera utan vinnumarkaðar frá 2016. Þannig hefur fólki á eftirlaunum og öryrkjum t.d. fækkað hlutfallslega, en heimavinnandi fólki hefur fækkað töluvert. Sé 2020 borið saman við 2007 eru breytingarnar meiri, t.d. voru hlutfallslega mun fleiri í námi þá og færri á eftirlaunum eða öryrkjar eða fatlaðir. Þá voru hlutfallslega mun fleiri í fæðingarorlofi 2007 en í fyrra.

 Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Faraldurinn hefur leikið vinnumarkaðinn grátt

Þú gætir einnig haft áhuga á
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Byggingakrani og fjölbýlishús
21. maí 2024
Vikubyrjun 21. maí 2024
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum gefur mynd af því hvar hagkerfið er að vaxa og hvar það er að dragast saman. Samkvæmt nýjustu gögnum mældist veruleg aukning milli ára í fasteignaviðskiptum og í byggingarstarfsemi en samdráttur í framleiðslu málma, bílasölu og í sjávarútvegi á fyrstu mánuðum ársins.
Hús í Reykjavík
16. maí 2024
Spáum óbreyttri verðbólgu í maí
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,38% á milli mánaða í maí og að ársverðbólga haldist óbreytt í 6,0%. Húsnæðiskostnaður og flugfargjöld til útlanda munu hafa mest áhrif á vísitöluna, en í sitthvora áttina. Húsnæði hækkar en flugfargjöld lækka. Við teljum að verðbólga verði nær óbreytt út sumarið.
Kranar á byggingarsvæði
15. maí 2024
Ennþá spenna á vinnumarkaði þótt hægi á efnahagsumsvifum
Vinnumarkaðurinn hefur staðið af sér vaxtahækkanir síðustu ára og þótt eftirspurn eftir starfsfólki hafi minnkað er enn þó nokkur spenna á markaðnum. Nýir kjarasamningar kveða á um hóflegri launahækkanir en þeir síðustu og líklega dregur úr launaskriði eftir því sem þensla í hagkerfinu minnkar.
Peningaseðlar
13. maí 2024
Vikubyrjun 13. maí 2024
Samhliða því sem vextir hafa hækkað hafa innlán heimilanna aukist verulega. Þetta hefur skilað sér í stórauknum vaxtatekjum til heimila sem eru nú orðnar meiri en vaxtagjöld.
Fjölbýlishús
10. maí 2024
Spáum hækkandi íbúðaverði
Íbúðaverð hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu mánuðum. Í nýrri hagspá spáum við því að það hækki um 7% á þessu ári og um 8-9% næstu tvö ár. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun spáir því að nýjum fullbúnum íbúðum fækki með hverju árinu og fjöldi þeirra komist ekki nálægt því að mæta íbúðaþörf.
Fólk við Geysi
7. maí 2024
Annað metár í ferðaþjónustu í uppsiglingu?
Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.
6. maí 2024
Vikubyrjun 6. maí 2024
Álit markaðsaðila á taumhaldi peningastefnu hefur breyst verulega á síðustu mánuðum þrátt fyrir að stýrivextir hafa verið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. Skýrist það af að verðbólga hefur hjaðnað og hægst hefur á hagkerfinu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur