Er­lend korta­velta í júní aldrei ver­ið meiri

Alls fóru 176.300 erlendir ferðamenn í gegnum Keflavíkurflugvöll í júní. Það er um 90% af komum erlendra ferðamanna miðað við júnímánuð 2019 en um 75% af því sem sást þegar mest lét árið 2018. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 28,3 mö.kr. sem er hæsta kortavelta í júní frá því að mælingar hófust.
Ferðamenn
12. júlí 2022 - Greiningardeild

Frá áramótum hafa um 636.000 erlendir farþegar farið frá Íslandi. Enn er nokkuð langt í land að ná þeim fjölda brottfara sem var fyrir faraldurinn en brottfarir voru um 900.000 talsins á sama tímabili árið 2019, um 264 þúsund fleiri en í ár. Sá munur skýrist þó helst á fyrstu mánuðum ársins en munurinn á milli mánaða 2022 og 2019 hefur minnkað statt og stöðugt. T.a.m. í janúar á þessu ári voru ferðir erlendra ferðamanna 51% færri miðað við sama mánuð árið 2019 en í júní er þessi munur hins vegar orðinn tæp 10%.

Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var 28,3 ma.kr. í júní að nafnvirði , sem samsvarar um 160 þúsund krónum á hvern ferðamann, en erlend kortavelta hefur aldrei mælst jafn há í júnímánuði . Áður hafði kortavelta ferðamanna mælst hæst í júnímánuði 2018 en þá var veltan rúmir 25,5 milljarðar.

Svisslendingar eru eyðsluglaðasta þjóðin en hver Svisslendingur eyddi að meðaltali um 213 þúsund krónum á Íslandi í nýliðnum júnímánuði. Bandaríkjamenn eru hins vegar lang fyrirferðamestir en kortavelta ferðamanna frá Bandaríkjunum var tæp 39% af allri kortaveltu ferðamanna hérlendis í júní. Bandaríkjamenn voru einnig ábyrgir fyrir flestum brottförum í júní, sem kemur ekki á óvart þar sem Bandaríkjamenn hafa verið fjölmennasta þjóðernið í júnímánuði í um áratug. Brottfarir Bandaríkjamanna voru rúm 30% af heildinni í nýliðnum júnímánuði, á eftir þeim koma Þjóðverjar með rúm 12% og þriðja fjölmennasta þjóðin sem heimsótti landið voru Frakkar sem telja um 6% af heildar brottförum frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Erlend kortavelta í júní aldrei verið meiri

Þú gætir einnig haft áhuga á
Paprika
19. nóv. 2024
Mun verðbólga húrrast niður næstu mánuði? 
Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir. 
Greiðsla
18. nóv. 2024
Vikubyrjun 18. nóvember 2024
Við gerum ráð fyrir því að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,50 prósentustig á miðvikudaginn. Verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs fóru fram í síðustu viku, en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 5,1% niður í 4,5%. Tæplega 5% fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í október í ár en í fyrra og kortavelta þeirra hér á landi jókst um 5,4% miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga jókst um 6,8% að raunvirði á milli ára í október.
14. nóv. 2024
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í næstu viku
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.
Epli
14. nóv. 2024
Spáum 4,5% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13% á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga koma til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar á næsta ári.
Selfoss
11. nóv. 2024
Vikubyrjun 11. nóvember 2024
Skráð atvinnuleysi hækkaði lítillega á milli ára í október og halli á vöruskiptajöfnuði jókst aðeins. Hagstofan birti þjóðhagsspá og bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuðu vexti. Í vikunni fáum við gögn um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um veltu greiðslukorta. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni heldur áfram.
Flutningaskip
8. nóv. 2024
Hægir á vexti vöruskiptahallans
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Ferðamenn við Strokk
5. nóv. 2024
Ágætur þriðji fjórðungur í ferðaþjónustu
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
Fjölbýlishús
4. nóv. 2024
Þörf á íbúðum og ágætis uppbygging í kortunum 
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur