At­vinnu­leysi náð lág­marki?

Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman og var 2,8% í september samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar. Uppgangur, svo sem í ferðaþjónustu, hefur lyft atvinnustiginu og meirihluti fyrirtækja vill fjölga starfsfólki. Erfitt er að spá fyrir um það hversu lengi getur dregið úr atvinnuleysi en Ísland stendur nokkuð vel samanborið við hin Norðurlöndin.
Smiður
11. október 2022 - Hagfræðideild

Skráð atvinnuleysi minnkaði um 0,3 prósentustig í september og mældist 2,8%, samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnulausum fækkaði um 600 frá því í ágúst og voru að meðaltali 5.409 í september. Alls höfðu 2.279 verið án atvinnu í meira en 12 mánuði í lok mánaðarins og í hópi þeirra fækkaði um 116 frá því í ágúst. Þeir eru næstum helmingi færri en í septemberlok árið 2019 þegar hópurinn taldi 4.598.

Atvinnuleysi er ennþá mest á Suðurnesjum þar sem það mældist 4,8% í september og næst mest á höfuðborgarsvæðinu, 3,2%. Atvinnuleysi er hvergi minna en á Norðurlandi vestra þar sem það mældist 0,7% í september.

Þó nokkuð fleiri karlar eru atvinnulausir en konur, 3.042 karlar samanborið við 2.596 konur. Atvinnulausum körlum fækkaði um 237 frá ágústlokum og atvinnulausum konum fækkaði um 243. Alls voru 402 atvinnuleitendur á aldrinum 18-24 ára án atvinnu í lok september.

Hversu lengi getur atvinnuleysi haldið áfram að minnka?

Þótt atvinnuleysi sé á hraðri niðurleið hefur það nokkrum sinnum mælst þó nokkuð lægra í september en nú. Í september 2017 var skráð atvinnuleysi 1,8%, í september 2007 var það aðeins 0,8% og í sama mánuði árið 2001 var það 1%.

Erfitt er að segja til um hversu lengi atvinnuleysið heldur áfram að dragast saman. Vinnumálastofnun spáir því að það breytist ekki mikið í október en gæti aukist lítillega, og mögulega er atvinnuleysi komið eins langt niður og það kemst. Það er óumflýjanlegt að einhver hluti vinnuaflsins sé atvinnulaus á hverjum tíma, jafnvel þótt atvinnustigið sé í hámarki. Þetta skýrist af því sem er kallað náttúrulegt atvinnuleysi eða jafnvægisatvinnuleysi, því atvinnuleysi sem er til staðar í vaxandi hagkerfi sem er í jafnvægi. Fólk þarf svigrúm til þess að skipta um vinnu og finna vinnu sem því hentar, auk þess sem eðlilegt er að fólk sé atvinnulaust í einhvern tíma eftir að það lýkur námi eða flytur búferlum, svo dæmi séu nefnd.

Jafnvægisatvinnuleysið er ekki föst stærð. Það sveiflast með mældu atvinnuleysi, en ekki jafn mikið, og það kann að skýrast af því að hluti þeirra sem missa vinnuna þegar heildareftirspurn í hagkerfinu dregst saman festist í atvinnuleysi. Við það hækkar jafnvægisatvinnuleysið.

Í kynningu varaseðlabankastjóra peningastefnu frá því í júní á þessu ári kemur fram að atvinnuleysið sé nú talið vera komið undir jafnvægisatvinnuleysi, sem er skýr vísbending um spennu á vinnumarkaði. Spennan skapar þrýsting á laun, enda þurfa atvinnurekendur við þessar aðstæður að jafnaði að keppa um starfsfólk, sbr. stöðuna í ferðaþjónustu, í stað þess að starfsfólk keppi um störf. Jafnvægisatvinnuleysi er einmitt á meðal þeirra stærða sem Seðlabankinn hefur notað til að meta framleiðsluspennu eða framleiðsluslaka í hagkerfinu.

Önnur leið til að meta spennu á vinnumarkaði er að skoða mat stjórnenda fyrirtækja á vinnuaflsþörf. Stjórnendur um 54% fyrirtækja telja vanta starfsfólk, samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Seðlabankann. Þetta hlutfall er mjög nálægt sögulegu hámarki og því skýr vísbending um þá spennu sem er á vinnumarkaðnum. Til samanburðar var hlutfallið í kringum 6% um mitt ár 2020. Vöntunin virðist mest í byggingarstarfsemi, verslun og greinum tengdum samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu.

Atvinnuleysi nokkuð lágt í samanburði við Norðurlöndin

Ef horft er á Norðurlöndin stendur Ísland nokkuð vel, en atvinnuleysið er næst lægst hér á eftir Noregi. Atvinnuleysi jókst hraðast hér á landi þegar faraldurinn skall á, ekki síst vegna þess hversu stór hluti vinnuaflsins starfaði í greinum tengdum ferðaþjónustu, en á móti virðist það líka vera á einna hraðastri niðurleið hér á landi, samhliða uppgangi sömu greina. Atvinnulífið er fjölbreyttara á hinum Norðurlöndunum og sveiflurnar því ekki jafn ýktar og hér á landi.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Bananar
30. jan. 2023

Ársverðbólgan aftur komin upp í 9,9% – verð á bílum hækkaði mikið

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85% milli mánaða í janúar samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólgan jókst úr 9,6% í 9,9%. Hún er því komin aftur upp í sama gildi og hún var í í júlí í fyrra, en það var hæsta gildið í núverandi verðbólgukúf. Verðbólgan var mun meiri en við áttum von á, sem skýrist að miklu leyti af miklum verðhækkunum á nýjum bílum. Það sem veldur mestum áhyggjum í tölunum frá því í morgun er að þeim undirliðum fjölgar áfram sem hækka í verði umfram verðbólgumarkmið.
Fasteignir
30. jan. 2023

Vikubyrjun 30. janúar 2023

Nýjum, fullbúnum íbúðum fjölgaði minna í fyrra en á árunum 2019 til 2021. Við sjáum samt ýmis merki þess að það sé nokkuð kröftug uppbygging í kortunum.
Fasteignir
25. jan. 2023

Íbúðum fjölgaði minna í fyrra en árin á undan en kröftug uppbygging í kortunum

Íbúðum á Íslandi fjölgaði minna á árinu 2022 en síðustu þrjú ár þar á undan en íbúðir í byggingu hafa aldrei verið fleiri en nú. Velta í byggingariðnaði hefur aukist og útlán banka til fyrirtækja í byggingargeiranum hafa færst mjög í aukana. Því má gera ráð fyrir að nýjar íbúðir rísi hraðar á næstunni. Afar erfitt er þó að segja til um hvort magnið verði í samræmi við þörf eða eftirspurn eftir íbúðum.
Skólavörðustígur í Reykjavík
23. jan. 2023

Vikubyrjun 23. janúar 2023

Frá upphafi árs 2020, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á, hefur fasteignaverð hækkað um 50%, mun meira en laun, almennt verðlag og leiguverð.
Fasteignir
18. jan. 2023

Íbúðaverð lækkaði meira en búist var við í desember

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% milli mánaða í desember. Við þetta breytist verðbólguspáin okkar fyrir janúarmánuð örlítið og við gerum nú ráð fyrir 9,3% verðbólgu en ekki 9,4% eins og við spáðum í síðustu viku.
Kaffihús
16. jan. 2023

Kortavelta stóð í stað á milli ára í desember

Kortavelta íslenskra heimila stóð í stað á milli ára í desember að raunvirði. Kortaveltan hefur aukist í útlöndum en dregist saman innanlands. Ef desembermánuður 2022 er borinn saman við desember 2019 ferðuðust Íslendingar álíka mikið til útlanda en eyddu mun meiri pening erlendis nú en þá. Að sama skapi hefur meðalneysla erlendra ferðamanna hér á landi aukist.
Flugvél
16. jan. 2023

Vikubyrjun 16. janúar 2023

Tæplega 1,7 milljónir erlendra farþega fóru um Leifsstöð í fyrra. Bandaríkjamenn eru langfjölmennasti ferðamannahópurinn á sumrin en Bretar eiga það til að koma frekar utan háannatíma.
Epli
12. jan. 2023

Spáum að verðbólga lækki í 9,4% í janúar

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,31% milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 9,6% í 9,4%. Það hefur ekki orðið veruleg breyting á verðbólguhorfum til næstu mánaða frá því við birtum síðast spá í lok desember. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega á næstu mánuðum og fari niður fyrir 8% í apríl. Við gerum þó ráð fyrir ögn hægari hjöðnun nú, m.a. vegna hærra matvælaverðs.
Ferðamenn
11. jan. 2023

Árið 2022 fimmta stærsta ferðamannaárið frá upphafi

Rétt tæplega 1,7 milljónir erlendra ferðamanna lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli árið 2022, sem gerir það fimmta stærsta ferðamannaárið frá upphafi. Ferðamenn voru tæplega 115 þúsund í desember, þó nokkuð færri en í sama mánuði árin 2019 og 2018, en hver ferðamaður eyddi að jafnaði meiru en þá miðað við fast gengi.
Seðlabanki Íslands
9. jan. 2023

Af hverju hefur krónan veikst í vetur?

Flestir fóru inn í þennan vetur nokkuð bjartsýnir á styrkingu krónunnar. Krónan veiktist hins vegar nokkuð óvænt í byrjun nóvember og endaði árið í 152 krónum á evru, eftir að hafa verið í kringum 140 um sumarið. Síðan hafa komið fram nokkrar skammtímavísbendingar sem skýra betur hvað gerðist.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur