Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

At­vinnu­leysi náð lág­marki?

Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman og var 2,8% í september samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar. Uppgangur, svo sem í ferðaþjónustu, hefur lyft atvinnustiginu og meirihluti fyrirtækja vill fjölga starfsfólki. Erfitt er að spá fyrir um það hversu lengi getur dregið úr atvinnuleysi en Ísland stendur nokkuð vel samanborið við hin Norðurlöndin.
Smiður
11. október 2022 - Greiningardeild

Skráð atvinnuleysi minnkaði um 0,3 prósentustig í september og mældist 2,8%, samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnulausum fækkaði um 600 frá því í ágúst og voru að meðaltali 5.409 í september. Alls höfðu 2.279 verið án atvinnu í meira en 12 mánuði í lok mánaðarins og í hópi þeirra fækkaði um 116 frá því í ágúst. Þeir eru næstum helmingi færri en í septemberlok árið 2019 þegar hópurinn taldi 4.598.

Atvinnuleysi er ennþá mest á Suðurnesjum þar sem það mældist 4,8% í september og næst mest á höfuðborgarsvæðinu, 3,2%. Atvinnuleysi er hvergi minna en á Norðurlandi vestra þar sem það mældist 0,7% í september.

Þó nokkuð fleiri karlar eru atvinnulausir en konur, 3.042 karlar samanborið við 2.596 konur. Atvinnulausum körlum fækkaði um 237 frá ágústlokum og atvinnulausum konum fækkaði um 243. Alls voru 402 atvinnuleitendur á aldrinum 18-24 ára án atvinnu í lok september.

Hversu lengi getur atvinnuleysi haldið áfram að minnka?

Þótt atvinnuleysi sé á hraðri niðurleið hefur það nokkrum sinnum mælst þó nokkuð lægra í september en nú. Í september 2017 var skráð atvinnuleysi 1,8%, í september 2007 var það aðeins 0,8% og í sama mánuði árið 2001 var það 1%.

Erfitt er að segja til um hversu lengi atvinnuleysið heldur áfram að dragast saman. Vinnumálastofnun spáir því að það breytist ekki mikið í október en gæti aukist lítillega, og mögulega er atvinnuleysi komið eins langt niður og það kemst. Það er óumflýjanlegt að einhver hluti vinnuaflsins sé atvinnulaus á hverjum tíma, jafnvel þótt atvinnustigið sé í hámarki. Þetta skýrist af því sem er kallað náttúrulegt atvinnuleysi eða jafnvægisatvinnuleysi, því atvinnuleysi sem er til staðar í vaxandi hagkerfi sem er í jafnvægi. Fólk þarf svigrúm til þess að skipta um vinnu og finna vinnu sem því hentar, auk þess sem eðlilegt er að fólk sé atvinnulaust í einhvern tíma eftir að það lýkur námi eða flytur búferlum, svo dæmi séu nefnd.

Jafnvægisatvinnuleysið er ekki föst stærð. Það sveiflast með mældu atvinnuleysi, en ekki jafn mikið, og það kann að skýrast af því að hluti þeirra sem missa vinnuna þegar heildareftirspurn í hagkerfinu dregst saman festist í atvinnuleysi. Við það hækkar jafnvægisatvinnuleysið.

Í kynningu varaseðlabankastjóra peningastefnu frá því í júní á þessu ári kemur fram að atvinnuleysið sé nú talið vera komið undir jafnvægisatvinnuleysi, sem er skýr vísbending um spennu á vinnumarkaði. Spennan skapar þrýsting á laun, enda þurfa atvinnurekendur við þessar aðstæður að jafnaði að keppa um starfsfólk, sbr. stöðuna í ferðaþjónustu, í stað þess að starfsfólk keppi um störf. Jafnvægisatvinnuleysi er einmitt á meðal þeirra stærða sem Seðlabankinn hefur notað til að meta framleiðsluspennu eða framleiðsluslaka í hagkerfinu.

Önnur leið til að meta spennu á vinnumarkaði er að skoða mat stjórnenda fyrirtækja á vinnuaflsþörf. Stjórnendur um 54% fyrirtækja telja vanta starfsfólk, samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Seðlabankann. Þetta hlutfall er mjög nálægt sögulegu hámarki og því skýr vísbending um þá spennu sem er á vinnumarkaðnum. Til samanburðar var hlutfallið í kringum 6% um mitt ár 2020. Vöntunin virðist mest í byggingarstarfsemi, verslun og greinum tengdum samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu.

Atvinnuleysi nokkuð lágt í samanburði við Norðurlöndin

Ef horft er á Norðurlöndin stendur Ísland nokkuð vel, en atvinnuleysið er næst lægst hér á eftir Noregi. Atvinnuleysi jókst hraðast hér á landi þegar faraldurinn skall á, ekki síst vegna þess hversu stór hluti vinnuaflsins starfaði í greinum tengdum ferðaþjónustu, en á móti virðist það líka vera á einna hraðastri niðurleið hér á landi, samhliða uppgangi sömu greina. Atvinnulífið er fjölbreyttara á hinum Norðurlöndunum og sveiflurnar því ekki jafn ýktar og hér á landi.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Ferðafólk
23. júní 2025
Færri ferðamenn en meiri ferðaþjónusta?
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.
Íbúðahús
23. júní 2025
Vikubyrjun 23. júní 2025
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða í maí. Vísitalan lækkaði þar með í fyrsta sinn á þessu ári og ársbreytingin hefur ekki verið jafn lítil frá því í byrjun síðasta árs. Áfram er kraftur í kortaveltu Íslendinga, ekki síst erlendis.
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.