Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

At­vinnu­leysi minnk­ar enn og að­flutt vinnu­afl sí­fellt mik­il­væg­ara

Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig milli mánaða í ágúst og var 3,1%. Atvinnuleysi minnkaði mest í ferðatengdum greinum milli mánaða, enda fjölgaði erlendum ferðamönnum eftir því sem leið á sumarið. Sífellt fleiri stjórnendur fyrirtækja á Íslandi telja vanta vinnuafl og eftir því sem störfum fjölgar verður erlent vinnuafl mikilvægara á íslenskum vinnumarkaði.
Fólk við Geysi
20. september 2022 - Greiningardeild

Skráð atvinnuleysi var 3,1% í ágúst, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Það minnkaði úr 3,2% í júlí og að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 270. Alls voru 6.118 á atvinnuleysisskrá í lok ágúst. Atvinnuleysið hefur ekki verið jafn lítið síðan í febrúar árið 2019 og Vinnumálastofnun spáir því að það haldist nokkuð stöðugt í september og verði á bilinu 2,9-3,2%.

Langtímaatvinnulausum, þeim sem hafa leitað að vinnu lengur en í eitt ár, fjölgaði engu að síður örlítið milli mánaða. Nú eru 2.395 í þeim hópi, þó rúmlega helmingi færri en í ágúst í fyrra.

Atvinnuleysi áfram mest á Suðurnesjum

Atvinnuleysi hefur minnkað eða staðið í stað í öllum landshlutum, að undanskildum Vestfjörðum, þar sem það jókst um 0,1 prósentustig milli mánaða. Það er áfram mest á Suðurnesjum, eða 5,3%, en þar fór það hæst upp í 24,5% þegar þrengdi sem mest að ferðaþjónustunni í faraldrinum. Næstmest er atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu, 3,4%. Atvinnuleysi er minnst á Norðurlandi vestra, aðeins 0,7%, og næstminnst á Austurlandi, 1,3%.

Ferðafólki fjölgar og atvinnuleysi í ferðagreinum minnkar mest

Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í ágúst, mest í ferðatengdum greinum, um 18% milli mánaða, enda hefur erlendum ferðamönnum haldið áfram að fjölga eftir því sem liðið hefur á sumarið. Í ágúst ferðuðust 241 þúsund erlendir ferðamenn frá Keflavíkurflugvelli, 9 þúsundum fleiri en í júlí. Í ágúst 2018, þegar fjöldi ferðamanna var í sögulegu hámarki, flugu héðan 287 þúsund erlendir ferðamenn. Uppgang ferðaþjónustunnar má líka lesa úr tölum Hagstofunnar um gistinætur á hótelum. Tölur yfir ágústmánuð eru ekki komnar, en gistinætur hafa aldrei verið fleiri en í júlí, rúm ein og hálf milljón.

Einnig dró úr atvinnuleysi í ýmiss konar opinberri þjónustu, um 17%, og í upplýsingatækni og útgáfu minnkaði það um 16%.

Aðflutt starfsfólk mætir þörf á vinnuafli

Frá árinu 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk og ljóst er að aðflutt starfsfólk er nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn eftir vinnuafli á Íslandi.  

Því er ekki furða að erlendum ríkisborgurum fjölgi ört, en fjöldinn stóð nokkurn veginn í stað yfir Covid-mánuðina. Greint var frá því í ágúst að aldrei hefðu fleiri flutt til landsins á einum ársfjórðungi en á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Í lok júní bjuggu hér á landi 59.460 erlendir ríkisborgarar, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands, sjö þúsund fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Starfandi innflytjendur hér á landi eru 48 þúsund talsins.

Langstærstur hluti innflytjenda á Íslandi starfar í greinum tengdum ferðaþjónustu en nokkur fjöldi einnig í byggingariðnaði, þar sem umsvif hafa snaraukist á síðustu mánuðum og þeim fjölgað sem starfa í greininni.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.  
Seðlabanki Íslands
2. okt. 2025
Þrálát verðbólga kallar á óbreytta vexti
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. 
1. okt. 2025
Mánaðamót 1. október 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íbúðahús
29. sept. 2025
Vikubyrjun 29. september 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.
Litríkir bolir á fataslá
25. sept. 2025
Verðbólga eykst í takt við væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.
Bílar
23. sept. 2025
Aukin neysla, aldrei jafnmargar utanlandsferðir og bílakaup færast í aukana
Greiðslukortavelta heimila heldur áfram að aukast samhliða aukinni einkaneyslu. Það sama má segja um utanlandsferðir Íslendinga en það sem af er ári hafa Íslendingar farið í rúmlega 20% fleiri utanlandsferðir en á sama tímabili í fyrra. Auk þess að fara meira til útlanda virðast landsmenn kaupa þó nokkuð fleiri bíla en í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru nýskráðir bílar um 28% fleiri en á sama tíma í fyrra.