At­vinnu­leysi minnk­ar enn og að­flutt vinnu­afl sí­fellt mik­il­væg­ara

Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig milli mánaða í ágúst og var 3,1%. Atvinnuleysi minnkaði mest í ferðatengdum greinum milli mánaða, enda fjölgaði erlendum ferðamönnum eftir því sem leið á sumarið. Sífellt fleiri stjórnendur fyrirtækja á Íslandi telja vanta vinnuafl og eftir því sem störfum fjölgar verður erlent vinnuafl mikilvægara á íslenskum vinnumarkaði.
Fólk við Geysi
20. september 2022 - Hagfræðideild

Skráð atvinnuleysi var 3,1% í ágúst, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Það minnkaði úr 3,2% í júlí og að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 270. Alls voru 6.118 á atvinnuleysisskrá í lok ágúst. Atvinnuleysið hefur ekki verið jafn lítið síðan í febrúar árið 2019 og Vinnumálastofnun spáir því að það haldist nokkuð stöðugt í september og verði á bilinu 2,9-3,2%.

Langtímaatvinnulausum, þeim sem hafa leitað að vinnu lengur en í eitt ár, fjölgaði engu að síður örlítið milli mánaða. Nú eru 2.395 í þeim hópi, þó rúmlega helmingi færri en í ágúst í fyrra.

Atvinnuleysi áfram mest á Suðurnesjum

Atvinnuleysi hefur minnkað eða staðið í stað í öllum landshlutum, að undanskildum Vestfjörðum, þar sem það jókst um 0,1 prósentustig milli mánaða. Það er áfram mest á Suðurnesjum, eða 5,3%, en þar fór það hæst upp í 24,5% þegar þrengdi sem mest að ferðaþjónustunni í faraldrinum. Næstmest er atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu, 3,4%. Atvinnuleysi er minnst á Norðurlandi vestra, aðeins 0,7%, og næstminnst á Austurlandi, 1,3%.

Ferðafólki fjölgar og atvinnuleysi í ferðagreinum minnkar mest

Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í ágúst, mest í ferðatengdum greinum, um 18% milli mánaða, enda hefur erlendum ferðamönnum haldið áfram að fjölga eftir því sem liðið hefur á sumarið. Í ágúst ferðuðust 241 þúsund erlendir ferðamenn frá Keflavíkurflugvelli, 9 þúsundum fleiri en í júlí. Í ágúst 2018, þegar fjöldi ferðamanna var í sögulegu hámarki, flugu héðan 287 þúsund erlendir ferðamenn. Uppgang ferðaþjónustunnar má líka lesa úr tölum Hagstofunnar um gistinætur á hótelum. Tölur yfir ágústmánuð eru ekki komnar, en gistinætur hafa aldrei verið fleiri en í júlí, rúm ein og hálf milljón.

Einnig dró úr atvinnuleysi í ýmiss konar opinberri þjónustu, um 17%, og í upplýsingatækni og útgáfu minnkaði það um 16%.

Aðflutt starfsfólk mætir þörf á vinnuafli

Frá árinu 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk og ljóst er að aðflutt starfsfólk er nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn eftir vinnuafli á Íslandi.  

Því er ekki furða að erlendum ríkisborgurum fjölgi ört, en fjöldinn stóð nokkurn veginn í stað yfir Covid-mánuðina. Greint var frá því í ágúst að aldrei hefðu fleiri flutt til landsins á einum ársfjórðungi en á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Í lok júní bjuggu hér á landi 59.460 erlendir ríkisborgarar, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands, sjö þúsund fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Starfandi innflytjendur hér á landi eru 48 þúsund talsins.

Langstærstur hluti innflytjenda á Íslandi starfar í greinum tengdum ferðaþjónustu en nokkur fjöldi einnig í byggingariðnaði, þar sem umsvif hafa snaraukist á síðustu mánuðum og þeim fjölgað sem starfa í greininni.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur