At­vinnu­leysi jókst minna í des­em­ber en reikna mátti með

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var almennt skráð atvinnuleysi í desember 10,7% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði aukist úr 10,6% frá því í nóvember. Atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleið var áfram 1,4% og var óbreytt milli mánaða. Heildaratvinnuleysi í desember var því 12,1% samanborið við 12,0% í nóvember og jókst þannig um 0,1 prósentustig.
Smiður að störfum
19. janúar 2021 - Hagfræðideild

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var almennt skráð atvinnuleysi í desember 10,7% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði aukist úr 10,6% frá því í nóvember. Um 26.500 manns voru á atvinnuleysisskrá, þar af um 21.400 atvinnulausir og um 5.100 atvinnulausir í minnkuðu starfshlutfalli. Atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleið var áfram 1,4% og var óbreytt milli mánaða. Heildaratvinnuleysi í desember var því 12,1% samanborið við 12,0% í nóvember og jókst þannig um 0,1 prósentustig.

Almennt atvinnuleysi jókst nær stöðugt allt árið í fyrra og hafa sveiflur í því einungis tengst hlutabótaleiðinni. Meðalatvinnuleysi ársins var 7,9% sem er veruleg hækkun frá 3,6% meðalatvinnuleysi í fyrra. Meðalatvinnuleysi karla á árinu var 7,8% og 7,9% meðal kvenna.

Almennt er reiknað með að atvinnuleysi minnki þegar líður á árið 2021 samhliða því að tök náist á faraldrinum og landið opnist meira. Atvinnuleysi í upphafi ársins 2021 verður væntanlega á bilinu 11,3-11,7% samkvæmt spá Vinnumálastofnunar - það var 4,8% í janúar 2020.

Almennt atvinnuleysi á Suðurnesjum var 21,9% í desember og hlutabótaatvinnuleysi 1,5%, samtals 23,4%. Almennt atvinnuleysi þar er því rúmlega tvöfalt meira en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það var næst mest, eða um 10,6%. Þriðja mesta atvinnuleysið var á Suðurlandi, 10%. Minnsta atvinnuleysið var á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra eins og verið hefur.

Alls höfðu 4.213 manns verið án atvinnu í almenna kerfinu í meira en 12 mánuði í lok desember, en þeir voru 1.648 í desemberlok 2019. Fjölgun langtímaatvinnulausra hefur því verið um 2.565 milli ára. Þá hefur þeim sem hafa verið atvinnulausir í 6-12 mánuði einnig fjölgað mikið. Þeir voru 6.661 í lok desember en 2.172 fyrir ári.

Atvinnulausum í almenna kerfinu fjölgaði í öllum atvinnugreinum milli desembermánaða 2019 og 2020. Aukningin var mest í ferðatengdri starfsemi, t.d. í farþegaflutningum og gistiþjónustu. Þá var töluverð aukning í menningartengdri þjónustu. Minnsta aukningin var í sjávartengdri starfsemi, byggingariðnaði, upplýsingatækni, fjármála- og tryggingastarfsemi, auk þjónustu og verslunar og vöruflutningum.

Um 8.700 erlendir ríkisborgarar voru atvinnulausir í almenna kerfinu í lok desember, en það svarar til um 24% atvinnuleysis í þeim hópi. Auk þess voru um 1.500 erlendir ríkisborgarar á hlutabótaleið og því má ætla að heildaratvinnuleysi erlendra ríkisborgara hafi verið nálægt 27,0% í desember. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá er nú um 41% og hefur verið í kringum 40% frá því haustið 2019, fyrir utan vormánuðina 2020, þegar atvinnuleysi var sem mest.

Það er ljóst að árangur næst ekki að neinu ráði í baráttunni við atvinnuleysið fyrr en landið nær að opnast meira. Í því sambandi skiptir ekki einungis máli hver staðan er hér á landi, ástandið í heimalöndum væntanlegra ferðamanna skiptir ekki síður máli. Nú hefur verið ákveðið að taka upp litakerfi við landamærin í takti við önnur Evrópulönd þann 1. maí og þannig reynt að auka fyrirsjáanleika varðandi komur til Íslands næsta sumar. Árangur í bólusetningum hér og annars staðar skiptir mestu máli í þessu sambandi.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Atvinnuleysi jókst minna í desember en reikna mátti með

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur