Aft­ur lækk­an­ir á hluta­bréfa­mörk­uð­um í ág­úst

Hlutabréfamarkaðir heimsins lækkuðu aftur nokkuð í ágúst eftir mikla hækkun í júlí og kom sú lækkun helst til í lok mánaðarins. Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hélt ræðu rétt fyrir mánaðarlok á árlegri ráðstefnu seðlabankastjóra hvaðanæva að úr heiminum. Powell sló harðari tón en hann hefur gert undanfarna mánuði og tók af allan vafa um að meginmarkmið seðlabankans yrði að ná verðbólgunni niður. Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum lækkaði skarpt í kjölfarið og fylgdu hlutabréfamarkaðir margra annarra landa á eftir.
Royal exchange
2. september 2022 - Hagfræðideild

Yfir helmingur félaganna hækkaði í verði í ágúst

Vísitala aðallista Kauphallarinnar lækkaði um 2,4% í ágúst. Það gerðist þrátt fyrir að 11 félög af 22, eða helmingur félaganna, hafi hækkað í verði. 10 félög hækkuðu í verði en eitt stóð í stað, en það var Kvika banki. Lækkunin á markaðnum í heild skýrist að miklu leyti af því að Marel, sem er stærsta félagið í Kauphöllinni að markaðsvirði, lækkaði um 17,2% í ágúst. Marel var einmitt það félag sem lækkaði mest yfir mánuðinn. Eik fasteignafélag lækkaði næstmest (-13,5%) og þriðja mesta lækkunin var hjá Iceland Seafood (-9,1%). Mesta hækkunin var á bréfum Síldarvinnslunnar sem hækkuðu um 18,4% en þar á eftir komu Origo (14,1%) og Eimskip (8,2%). Marel er það félag á aðallistanum sem hefur lækkað mest á síðustu 12 mánuðum, eða um 47,6% en þar á eftir kemur Iceland Seafood með 47% lækkun. Í þriðja sætinu kemur svo Kvika banki með 15,1% lækkun. Sýn hefur hækkað mest (54,8%) en þar á eftir koma Skel fjárfestingarfélag (39,8%) og Eimskip (38%).

Hlutabréfaverð í heiminum heldur áfram að gefa eftir

Hlutabréfamarkaðir í helstu viðskiptalöndum Íslands lækkuðu um að meðaltali 3,5% í ágúst. Mikil óvissa ríkir nú í heimshagkerfinu varðandi verðbólgu sem hefur ekki verið meiri í nokkra áratugi. Óvissan snýr bæði að því hversu mikið seðlabankar muni þurfa að hækka vexti til að draga úr eftirspurn, hver verðbólgan verður og hvaða áhrif þetta samspil mun hafa á eftirspurn í heiminum og hagvaxtarþróun.

Árlega heimsráðstefna seðlabankastjóri fór fram í Jackson Hole í lok ágúst. Þar sló Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, töluvert harðari tón en hann hafði gert síðustu mánuði á undan. Hann tók af allan vafa um að bandaríski seðlabankinn myndi taka hart á verðbólgunni, vextir yrðu hækkaðir eins og þyrfti til að koma verðbólgunni aftur niður í 2% verðbólgumarkmið bankans. Hann benti á að þessar vaxtahækkanir gætu komið verulega niður á bandarískum heimilum en að þau myndu finna meira fyrir því ef ekki yrði tekið hart á verðbólgunni. Þessi ræða hafði mikil áhrif á markaðinn í Bandaríkjunum og smituðust áhrifin til annarra hlutabréfamarkaða. Eftir ræðu Powell lækkaði hlutabréfaverð í Bandaríkjunum verulega á stuttum tíma. Verðið á S&P 500 vísitölunni lækkaði um 5,8% frá 25. ágúst til mánaðarloka. Það er mikil lækkun á svo stuttum tíma. Hlutabréf höfðu hækkað um 1,7% frá byrjun mánaðarins og fram að þessari ræðu Powells. Þessi lækkun í Bandaríkjunum smitaðist síðan yfir á aðra markaði.

Mesta lækkunin í ágúst var í Danmörku og Svíþjóð

Mesta lækkunin í viðskiptalöndunum var á hlutabréfamörkuðum í Danmörku og Svíþjóð, eða yfir 7% í báðum tilfellum. Íslenski markaðurinn lækkaði um 2,4%. Tveir markaðir héldu sjó og náðu að hækka í mánuðinum. Norski markaðurinn hækkaði um 0,8% og sá japanski um 1,2%. Þetta eru einmitt þeir einu tveir markaðir stærstu viðskiptalanda sem eru með jákvæða ávöxtun á síðustu 12 mánuðum. Norski markaðurinn hefur skilað 16,9% ávöxtun á síðustu 12 mánuðum en sá japanski hefur skilað rétt yfir núllinu, eða 0,1% ávöxtun. Mestu lækkanirnar hafa verið í Þýskalandi (-27,8%), Svíþjóð (-22,9%) og Finnlandi (-19%).

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Gata í Reykjavík
22. feb. 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkar áfram örlítið milli mánaða
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar. Sérbýli hækkaði um 0,1% og fjölbýli um 0,4%. Raunverð íbúða er nokkurn veginn það sama og fyrir einu ári. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði á milli ára síðustu fjóra mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021.
Bátur
19. feb. 2024
Vikubyrjun 19. febrúar 2024
Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu vinnumarkaðarins hér á landi frá árinu 1991. Stjórnendum, sérfræðingum, sérmenntuðu starfsfólki, þjónustu- og verslunarfólki hefur fjölgað verulega á sama tíma og skrifstofufólki, bændum og fiskveiðifólki hefur fækkað.
Peningaseðlar
15. feb. 2024
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 6,7% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir.
Flugvél
12. feb. 2024
Ferðamenn dvelja skemur og eyða færri krónum
Um 131 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar. Þeir voru fleiri en í janúar í fyrra en færri en árin fyrir faraldur. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var sá fjölmennasti frá upphafi.
Smiður
12. feb. 2024
Vikubyrjun 12. febrúar 2024
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Hús í Reykjavík
9. feb. 2024
Meirihluti útistandandi íbúðalána nú verðtryggður
Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
5. feb. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - janúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Mynt 100 kr.
5. feb. 2024
Vikubyrjun 5. febrúar 2024
Verðbólga hefur hjaðnað síðustu mánuði, en auk þess hefur hlutfall undirliða sem hafa hækkað um meira en 10% á undanförnum 12 mánuðum fækkað.
2. feb. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. febrúar 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. feb. 2024
Spáum óbreyttu vaxtastigi í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Þótt verðbólgan fari hjaðnandi og flestir hagvísar bendi í rétta átt teljum við ólíklegt að nefndin telji tímabært að lækka vexti. Við búumst frekar við að nefndin stígi varlega til jarðar og bíði eftir auknum slaka í þjóðarbúinu, ekki síst vegna óvissu í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum í Grindavík.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur