Áfram mik­ill slaki á vinnu­mark­aði – en von­andi er botn­in­um náð

Í apríl 2020 fór atvinnuþátttaka niður í 73,4% og hafði ekki verið lægri a.m.k. frá árinu 2003, þegar vinnumarkaðskönnunin hófst. Atvinnuþátttaka mældist meiri í maí og júní en hefur síðan minnkað og mældist 76% nú í janúar, sem er 2,3 prósentustigum lægra en í janúar 2020.
Valtari
2. mars 2021 - Greiningardeild

Samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands er áætlað að um 194.400 manns hafi verið á vinnumarkaði í janúar 2020, sem jafngildir 76% atvinnuþátttöku. Af fólki á vinnumarkaði voru um 182.300 starfandi og um 17.100 atvinnulausir og í atvinnuleit. Starfandi fólki fækkaði um 12.500 milli ára og atvinnulausum fjölgaði um 8.600. Hlutfall starfandi var 69,5% í janúar og hafði minnkað um 6 prósentustig frá janúar 2020.

Núna um áramótin voru gerðar töluverðar breytingar á úrvinnslu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar með það fyrir augum að draga úr brottfallsskekkju í niðurstöðum og fá fram nákvæmara og stöðugra mat á mannfjölda. Með nýjum vogum benda niðurstöður til þess að atvinnuleysi hafi verið nokkuð vanmetið fram til þessa.

Í apríl 2020 fór atvinnuþátttaka niður í 73,4% og hafði ekki verið lægri a.m.k. frá árinu 2003, þegar vinnumarkaðskönnunin hófst. Atvinnuþátttaka mældist meiri í maí og júní en hefur síðan minnkað og mældist 76% nú í janúar, sem er 2,3 prósentustigum lægra en í janúar 2020. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er 77,2% og hefur atvinnuþátttaka verið á nær stöðugri niðurleið frá 2017 miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða.

Atvinnuleysi samkvæmt mælingum Hagstofunnar var 8,6% í janúar og hafði aukist um 4,4 prósentustig frá janúar 2020. Eins og áður segir hefur Hagstofan nú birt endurmetnar tölur um atvinnuleysi aftur í tímann. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 11,6% og hafði aukist um 6,8 prósentustig frá desember 2020. Því til viðbótar var atvinnuleysi vegna hlutabóta mælt sem 1,2% í janúar. Vinnumarkaðskönnunin mælir því áfram töluvert minna atvinnuleysi en Vinnumálastofnun gerir.

Fjölda starfandi í janúar 2021 hafði fækkað um 6,4% frá janúar 2020. Á sama tímabili lengdist vinnutími um 0,5% þannig að heildarvinnustundum fækkaði um 5,9% milli ára sem er mesta fækkun á einum ársfjórðungi frá því að vinnustundum tók að fækka í upphafi 2020. Vinnuaflsstundum hefur nú fækkað stöðugt frá því í mars 2020.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áfram mikill slaki á vinnumarkaði – en vonandi er botninum náð

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur