Áfram bata­merki á vinnu­mark­aði

Starfandi fólki á 2. ársfjórðungi fjölgaði um 3,9% miðað við sama tíma í fyrra. Vinnutími styttist um 1,2% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 2,7% milli ára. Þetta er fyrsti ársfjórðungurinn síðustu 2 ár sem við sjáum fjölgun heildarvinnustunda, en þeim var tekið að fækka nokkru áður en faraldurinn brast á.
Smiður
6. ágúst 2021 - Hagfræðideild

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 216.900 manns hafi verið á vinnumarkaði í júní 2021, sem jafngildir 82,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 206.700 starfandi og um 10.200 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 4,7% af vinnuaflinu.

Starfandi fólki fjölgaði um 3.500 milli ára og hefur starfandi fólk aldrei verið fleira í einum mánuði í vinnumarkaðsrannsókninni. Atvinnulausum fjölgaði um 1.100 frá júní í fyrra, en atvinnuleysi hefur engu að síður minnkað mikið síðustu mánuði. Hlutfall starfandi var 78,4% í júní og hækkaði um 0,6 prósentustig frá júní 2020.

Í fyrra fór atvinnuþátttaka lægst niður í 73,4% í apríl og hafði ekki verið lægri áður í sögu  vinnumarkaðskönnunarinnar. Atvinnuþátttaka hefur farið stöðugt vaxandi á þessu ári og var 82,3 % nú í júní sem er einu prósentustigi meira en í júní í fyrra. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er 77,9% og hefur atvinnuþátttaka einnig aukist nokkuð síðustu mánuði á þann mælikvarða.

Atvinnuleysi, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, var 4,7% í júní sem er 0,4 prósentustigum hærra en á sama tíma í fyrra. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 7,4% í júní og hafði minnkað um 0,1 prósentustig milli ára.

Starfandi fólki á 2. ársfjórðungi fjölgaði um 3,9% miðað við sama tíma í fyrra. Vinnutími styttist um 1,2% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 2,7% milli ára. Þetta er fyrsti ársfjórðungurinn síðustu 2 ár sem við sjáum fjölgun heildarvinnustunda, en þeim var tekið að fækka nokkru áður en faraldurinn brast á.

Nú er liðið um eitt og hálft ár frá því að faraldurinn fór að hafa áhrif á vinnumarkaðinn hér á landi, en reyndar var farið að slakna á honum nokkuð fyrr. Áhrif faraldursins komu sérstaklega fram í  atvinnuleysi, sem náði nýjum, áður óséðum hæðum. Segja má að atvinnuleysið hafi verið meginásýnd þessarar kreppu. Aðrar stærðir, eins og fjöldi og hlutfall starfandi, atvinnuþátttaka og vinnuaflsnotkun, færðust einnig í neikvæða átt á þessum tíma.

Tölur síðustu mánaða benda til þess að botninum sé þegar náð, að bjartara sé framundan og að vinnumarkaðurinn sé farinn að styrkjast aftur. Mælingar Vinnumálastofnunar á skráðu atvinnuleysi hafa farið hratt niður á við. Þjóðin er nú næstum fullbólusett. Einnig hafa aðgerðir stjórnvalda til að fjölga störfum, m.a. með ráðningarstyrkjum, skipt miklu máli. Þá sýna niðurstöður Hagstofunnar nú að atvinnuþátttaka og vinnuaflsnotkun séu á réttri leið.

Bjartsýni jókst mikið í atvinnulífinu fyrr í sumar, t.d. sást að vísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, tók stórt stökk  upp í júní. Óvissan í kringum faraldurinn er enn mikil, en staða bólusetninga er góð og fer sífellt batnandi. Það eru því ákveðnar líkur á því að einhvers konar jafnvægi sé að nást og að vinnumarkaðurinn geti haldið uppgangi sínum áfram.

Lesa hagsjána í heild

Hagsjá: Áfram batamerki á vinnumarkaði

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Sky Lagoon
12. mars 2024
Neysla erlendra ferðamanna helst ekki í hendur við fjölgun þeirra
Um 156 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar. Aðeins einu sinni hafa fleiri ferðamenn farið um flugvöllinn í febrúarmánuði, eða á metárinu 2018. Fjölgunin var um 14% á milli ára í fjölda ferðamanna, en erlend kortavelta jókst aðeins um 3,1%, á föstu gengi. Þeir ferðamenn sem nú koma virðast því eyða minna en þeir sem komu fyrir ári síðan.
Ferðafólk
11. mars 2024
Vikubyrjun 11. mars 2024
Stóru útflutningsgreinarnar þrjár, ferðaþjónusta (600 ma. kr.), ál og álafurðir (320 ma. kr.) og sjávarafurðir (350 ma. kr.), stóðu undir 70% af heildarútflutningsverðmæti síðasta árs. Verðmæti annars útflutnings var um 580 ma. kr. og skilaði því meira verðmæti en sjávarafurðir eða ál og álafurðir.
Flutningaskip
5. mars 2024
Utanríkisviðskipti í góðu jafnvægi
Alls var 41,4 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd í fyrra. Eins og við var búist var mikill halli á vöruskiptajöfnuði, mikill afgangur af þjónustujöfnuði, smá afgangur af frumþáttatekjum og smá halli á rekstrarframlögum. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði nokkuð í fyrra, en í lok árs voru erlendar eignir þjóðarbúsins um 1.600 ma.kr. meiri en erlendar skuldir.
5. mars 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - febrúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
4. mars 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. mars 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
4. mars 2024
Vikubyrjun 4. mars 2024
Eftir næstum tvö ár af mjög kröftugum hagvexti í kjölfar heimsfaraldursins, hægði mjög á umsvifum í hagkerfinu eftir því sem leið á síðasta ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur