Áfram bata­merki á vinnu­mark­aði

Starfandi fólki á 2. ársfjórðungi fjölgaði um 3,9% miðað við sama tíma í fyrra. Vinnutími styttist um 1,2% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 2,7% milli ára. Þetta er fyrsti ársfjórðungurinn síðustu 2 ár sem við sjáum fjölgun heildarvinnustunda, en þeim var tekið að fækka nokkru áður en faraldurinn brast á.
Smiður
6. ágúst 2021 - Greiningardeild

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 216.900 manns hafi verið á vinnumarkaði í júní 2021, sem jafngildir 82,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 206.700 starfandi og um 10.200 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 4,7% af vinnuaflinu.

Starfandi fólki fjölgaði um 3.500 milli ára og hefur starfandi fólk aldrei verið fleira í einum mánuði í vinnumarkaðsrannsókninni. Atvinnulausum fjölgaði um 1.100 frá júní í fyrra, en atvinnuleysi hefur engu að síður minnkað mikið síðustu mánuði. Hlutfall starfandi var 78,4% í júní og hækkaði um 0,6 prósentustig frá júní 2020.

Í fyrra fór atvinnuþátttaka lægst niður í 73,4% í apríl og hafði ekki verið lægri áður í sögu  vinnumarkaðskönnunarinnar. Atvinnuþátttaka hefur farið stöðugt vaxandi á þessu ári og var 82,3 % nú í júní sem er einu prósentustigi meira en í júní í fyrra. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er 77,9% og hefur atvinnuþátttaka einnig aukist nokkuð síðustu mánuði á þann mælikvarða.

Atvinnuleysi, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, var 4,7% í júní sem er 0,4 prósentustigum hærra en á sama tíma í fyrra. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 7,4% í júní og hafði minnkað um 0,1 prósentustig milli ára.

Starfandi fólki á 2. ársfjórðungi fjölgaði um 3,9% miðað við sama tíma í fyrra. Vinnutími styttist um 1,2% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 2,7% milli ára. Þetta er fyrsti ársfjórðungurinn síðustu 2 ár sem við sjáum fjölgun heildarvinnustunda, en þeim var tekið að fækka nokkru áður en faraldurinn brast á.

Nú er liðið um eitt og hálft ár frá því að faraldurinn fór að hafa áhrif á vinnumarkaðinn hér á landi, en reyndar var farið að slakna á honum nokkuð fyrr. Áhrif faraldursins komu sérstaklega fram í  atvinnuleysi, sem náði nýjum, áður óséðum hæðum. Segja má að atvinnuleysið hafi verið meginásýnd þessarar kreppu. Aðrar stærðir, eins og fjöldi og hlutfall starfandi, atvinnuþátttaka og vinnuaflsnotkun, færðust einnig í neikvæða átt á þessum tíma.

Tölur síðustu mánaða benda til þess að botninum sé þegar náð, að bjartara sé framundan og að vinnumarkaðurinn sé farinn að styrkjast aftur. Mælingar Vinnumálastofnunar á skráðu atvinnuleysi hafa farið hratt niður á við. Þjóðin er nú næstum fullbólusett. Einnig hafa aðgerðir stjórnvalda til að fjölga störfum, m.a. með ráðningarstyrkjum, skipt miklu máli. Þá sýna niðurstöður Hagstofunnar nú að atvinnuþátttaka og vinnuaflsnotkun séu á réttri leið.

Bjartsýni jókst mikið í atvinnulífinu fyrr í sumar, t.d. sást að vísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, tók stórt stökk  upp í júní. Óvissan í kringum faraldurinn er enn mikil, en staða bólusetninga er góð og fer sífellt batnandi. Það eru því ákveðnar líkur á því að einhvers konar jafnvægi sé að nást og að vinnumarkaðurinn geti haldið uppgangi sínum áfram.

Lesa hagsjána í heild

Hagsjá: Áfram batamerki á vinnumarkaði

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip
8. nóv. 2024
Hægir á vexti vöruskiptahallans
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Ferðamenn við Strokk
5. nóv. 2024
Ágætur þriðji fjórðungur í ferðaþjónustu
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
Fjölbýlishús
4. nóv. 2024
Þörf á íbúðum og ágætis uppbygging í kortunum 
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
4. nóv. 2024
Vikubyrjun 4. nóvember 2024
Verðbólga lækkaði úr 5,4% niður í 5,1% í október, í samræmi við væntingar. Samhliða birtingu VNV tilkynnti Hagstofan að fyrirhugað kílómetragjald yrði tekið inn í vísitöluna. Í þessari viku birtir Vinnumálastofnum skráð atvinnuleysi í október, kosið verður um nýjan forseta í Bandaríkjunum, Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki tilkynna um vaxtaákvarðanir og uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er áfram í fullum gangi.
1. nóv. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 1. nóvember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fjölskylda við sumarbústað
30. okt. 2024
Verðbólga lækkar áfram og mælist 5,1% í október
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28% á milli mánaða í október og verðbólga lækkar því úr 5,4% í 5,1%. Verð á mat og drykkjarvörum og flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif til hækkunar. Reiknuð leiga hækkaði mjög lítið á milli mánaða. Kílómetragjald á bensín- og olíubíla verður með í verðmælingum Hagstofunnar.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. okt. 2024
Vikubyrjun 28. október 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
Vélsmiðja Guðmundar
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu eykst og tæknigreinar draga vagninn
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur