Áfram bata­merki á vinnu­mark­aði

Starfandi fólki á 2. ársfjórðungi fjölgaði um 3,9% miðað við sama tíma í fyrra. Vinnutími styttist um 1,2% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 2,7% milli ára. Þetta er fyrsti ársfjórðungurinn síðustu 2 ár sem við sjáum fjölgun heildarvinnustunda, en þeim var tekið að fækka nokkru áður en faraldurinn brast á.
Smiður
6. ágúst 2021 - Hagfræðideild

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 216.900 manns hafi verið á vinnumarkaði í júní 2021, sem jafngildir 82,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 206.700 starfandi og um 10.200 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 4,7% af vinnuaflinu.

Starfandi fólki fjölgaði um 3.500 milli ára og hefur starfandi fólk aldrei verið fleira í einum mánuði í vinnumarkaðsrannsókninni. Atvinnulausum fjölgaði um 1.100 frá júní í fyrra, en atvinnuleysi hefur engu að síður minnkað mikið síðustu mánuði. Hlutfall starfandi var 78,4% í júní og hækkaði um 0,6 prósentustig frá júní 2020.

Í fyrra fór atvinnuþátttaka lægst niður í 73,4% í apríl og hafði ekki verið lægri áður í sögu  vinnumarkaðskönnunarinnar. Atvinnuþátttaka hefur farið stöðugt vaxandi á þessu ári og var 82,3 % nú í júní sem er einu prósentustigi meira en í júní í fyrra. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er 77,9% og hefur atvinnuþátttaka einnig aukist nokkuð síðustu mánuði á þann mælikvarða.

Atvinnuleysi, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, var 4,7% í júní sem er 0,4 prósentustigum hærra en á sama tíma í fyrra. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 7,4% í júní og hafði minnkað um 0,1 prósentustig milli ára.

Starfandi fólki á 2. ársfjórðungi fjölgaði um 3,9% miðað við sama tíma í fyrra. Vinnutími styttist um 1,2% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 2,7% milli ára. Þetta er fyrsti ársfjórðungurinn síðustu 2 ár sem við sjáum fjölgun heildarvinnustunda, en þeim var tekið að fækka nokkru áður en faraldurinn brast á.

Nú er liðið um eitt og hálft ár frá því að faraldurinn fór að hafa áhrif á vinnumarkaðinn hér á landi, en reyndar var farið að slakna á honum nokkuð fyrr. Áhrif faraldursins komu sérstaklega fram í  atvinnuleysi, sem náði nýjum, áður óséðum hæðum. Segja má að atvinnuleysið hafi verið meginásýnd þessarar kreppu. Aðrar stærðir, eins og fjöldi og hlutfall starfandi, atvinnuþátttaka og vinnuaflsnotkun, færðust einnig í neikvæða átt á þessum tíma.

Tölur síðustu mánaða benda til þess að botninum sé þegar náð, að bjartara sé framundan og að vinnumarkaðurinn sé farinn að styrkjast aftur. Mælingar Vinnumálastofnunar á skráðu atvinnuleysi hafa farið hratt niður á við. Þjóðin er nú næstum fullbólusett. Einnig hafa aðgerðir stjórnvalda til að fjölga störfum, m.a. með ráðningarstyrkjum, skipt miklu máli. Þá sýna niðurstöður Hagstofunnar nú að atvinnuþátttaka og vinnuaflsnotkun séu á réttri leið.

Bjartsýni jókst mikið í atvinnulífinu fyrr í sumar, t.d. sást að vísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, tók stórt stökk  upp í júní. Óvissan í kringum faraldurinn er enn mikil, en staða bólusetninga er góð og fer sífellt batnandi. Það eru því ákveðnar líkur á því að einhvers konar jafnvægi sé að nást og að vinnumarkaðurinn geti haldið uppgangi sínum áfram.

Lesa hagsjána í heild

Hagsjá: Áfram batamerki á vinnumarkaði

Þú gætir einnig haft áhuga á
Alþingi
20. sept. 2021

Rekstur hins opinbera áfram erfiður

Tekjur ríkissjóðs lækkuðu um 4,6% á föstu verðlagi á milli áranna 2018 og 2019 og lækkuðu síðan um 9,6% í fyrra. Tekjur sveitarfélaganna hafa hins aukist milli ára allt frá árinu 2013 og jukust um 2,5% í fyrra. Það hefur því verið mikill munur á tekjuþróun ríkissjóðs og sveitarfélaganna á síðustu árum.
Orlofshús á Íslandi
20. sept. 2021

Vikubyrjun 20. september 2021

Í tölum um kortaveltu Íslendinga sjást skýr merki um aukinn ferðahug Íslendinga.
Kauphöll
17. sept. 2021

Mesta verðhækkunin á íslenska hlutabréfamarkaðnum

Mikið líf hefur verið á íslenskum hlutabréfamarkaði á síðustu misserum. Verðhækkanir hafa verið miklar og viðskipti aukist mikið. Í lok ágúst nam 12 mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi 65,4%. Það er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða.
Flugvél á flugvelli
16. sept. 2021

Ferðahugur landsmanna endurspeglast í kortaveltunni

Vöxtur í kortaveltu er nú drifinn áfram af verulega aukinni neyslu erlendis frá. Kaup á skipulögðum ferðum hefur ríflega þrefaldast milli ára og eru margir komnir með útþrá sem mun að líkindum endurspeglast í kortaveltu næstu mánaða.
Fasteignir
16. sept. 2021

Spáum 4,4% verðbólgu í september

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 28. september. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar verðbólgan úr 4,3% í 4,4%. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í ágúst en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði áfram 3,3% í september.
Smiður
13. sept. 2021

Atvinnuleysi minnkaði um 0,6% í ágúst og mun væntanlega minnka áfram

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í ágúst 5,5% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 6,1% frá því í júlí. Um 11.500 manns voru á atvinnuleysisskrá í ágúst. Almennt skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur þannig minnkað um 6,1 prósentustig síðan. Í ágúst 2020 var almennt atvinnuleysi 8,5% og það hefur því minnkað um 2,4 prósentustig á einu ári.
Álver í Reyðarfirði
13. sept. 2021

Vikubyrjun 13. september 2021

Í lok síðustu viku fór verð á áli yfir 2.800 dollara á tonnið í fyrsta sinn síðan í ágúst 2008.
Hverasvæði
10. sept. 2021

Losun vegna framleiðslu málma langmest í iðnaði hér á landi

Sé litið á losun gróðurhúsalofttegunda í iðnaði hér á landi kemur ekki á óvart að framleiðsla málma er þar í algerum sérflokki. Á fyrri hluta ársins 2021 komu um 92% af allri losun í iðnaði frá framleiðslu málma og um 40% af allri losun atvinnulífs (öll losun án losunar frá heimilum) hér á landi kom frá framleiðslu málma á því tímabili.
Fiskiskip
8. sept. 2021

Verð sjávarafurða hækkar nú í fyrsta sinn eftir að faraldurinn hófst

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hækkaði um 2% á öðrum fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er í fyrsta skipti síðan á fyrsta fjórðungi síðasta árs sem verð hækkar milli samliggjandi fjórðunga og því fyrsta verðhækkunin eftir að faraldurinn hófst. Heimsmarkaðsverð á kjöti og matvælum almennt er orðið hærra en það var áður en faraldurinn braust út. Verð á íslenskum botnfiski er hins vegar enn töluvert lægra en það var fyrir faraldur.
Sendibifreið og gámar
6. sept. 2021

Halli á viðskiptum við útlönd á öðrum ársfjórðungi

Á öðrum ársfjórðungi mældist 31,1 ma. kr. halli af viðskiptum við útlönd. Þetta er nokkuð lakari niðurstaða en á sama ársfjórðungi árið áður og þeim næsta á undan. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði hins vegar nokkuð á ársfjórðungnum og hefur aldrei verið hagstæðari.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur