Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir fyrstu níu mán­uði árs­ins 2018

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 15,4 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 samanborið við 16,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2017. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 8,8% á ársgrundvelli samanborið við 9,4% á sama tímabili árið 2017.
25. október 2018 - Landsbankinn

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 15,4 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 samanborið við 16,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2017. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 8,8% á ársgrundvelli samanborið við 9,4% á sama tímabili árið 2017.

Hreinar vaxtatekjur voru 29,8 milljarðar króna og hækkuðu um 10,3% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 5,8 milljörðum króna og lækkuðu um 12% frá sama tímabili árið áður. Jákvæðar virðisbreytingar námu 1,6 milljarði króna á tímabilinu samanborið við jákvæðar virðisbreytingar upp á 2,1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Í lok september 2018 var vanskilahlutfallið 0,5%, samanborið við 1,0% á sama tíma árið 2017.

Rekstrartekjur bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 námu 41,1 milljarði króna samanborið við 41,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur námu 3,8 milljörðum króna samanborið við 5,9 milljarða króna á sama tímabili árið áður, sem er 36% lækkun. Óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum eru helsta skýring lækkunarinnar.

Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,7% á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 en var 2,5% á sama tímabili árið áður.

Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 nam 17,7 milljörðum króna og stóð í stað á milli tímabila. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,3 milljarða króna á sama tímabili árið 2017, sem er hækkun um 4,3%. Annar rekstrarkostnaður lækkaði um 5,5% frá sama tímabili árið 2017 og var 7,0 milljarðar króna.

Kostnaðarhlutfall fyrstu níu mánaða ársins var 45,0% samanborið við 44,7% á sama tímabili árið 2017.

Útlán jukust um 12,1% frá áramótum, eða um rúma 112,4 milljarða króna. Útlánaaukning ársins er bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 14,5% frá áramótum, eða um 87,5 milljarða króna.

Eigið fé Landsbankans var 235,9 milljarðar króna 30. september sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,8%. Landsbankinn greiddi þann 19. september sl. 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu. Á þessu ári hefur bankinn greitt samtals 24,8 milljarða króna í arð en alls nema arðgreiðslur bankans um 131,7 milljörðum króna frá árinu 2013. Um 99,7% af arðgreiðslum ársins renna í ríkissjóð.

Árshlutareikningur samstæðu 9M 2018

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

,,Ég er ánægð að sjá að markaðshlutdeild bankans í lok þriðja ársfjórðungs mælist með hæsta móti. Þá er einnig gleðilegt hversu vel viðskiptavinir okkar hafa tekið þeim fjölmörgu nýju stafrænu lausnum sem við höfum kynnt að undanförnu. Okkar markmið er að veita frábæra stafræna þjónustu, samhliða því að efla persónulega ráðgjöf og tengsl. Starfsfólk Landsbankans býr yfir mikilli þekkingu og við erum stolt af því að alls hafa um 90 starfsmenn bankans útskrifast sem fjármálaráðgjafar. Þessi verðmæta þekking og reynsla hefur meðal annars nýst vel í 360° ráðgjöf, alhliða fjármálaráðgjöf fyrir einstaklinga, sem bankinn bauð fyrst upp á árið 2015. Reynslan af 360° ráðgjöfinni hefur verið afar góð og í september kynntum við sérsniðna fjármálaráðgjöf fyrir smá og meðalstór fyrirtæki sem byggir á sömu aðferðafræði. Þessi nýja fyrirtækjaráðgjöf nefnist 360° samtal fyrirtækja og hefur verið vel tekið.

Á árinu hafa bæði útlán og innlán hjá bankanum aukist umtalsvert og í ágúst síðastliðnum styrktist fjármögnun bankans enn frekar með útgáfu fyrsta víkjandi skuldabréfsins. Þessi útgáfa er mikilvæg varða á leið bankans að yfirlýstu 10% arðsemismarkmiði en jafnframt skiptir miklu máli að árangur af rekstri verði áfram góður. Kostnaðarhlutfall bankans á fyrstu níu mánuðum ársins er 45% og í krónum talið er kostnaður áþekkur því sem hann var á sama tímabili árið 2017. Við munum áfram vinna að því að auka skilvirkni í rekstri og nýta öll tækifæri til að draga úr kostnaði.

Það sem af er ári og sér í lagi á þriðja ársfjórðungi hefur staða á verðbréfamörkuðum verið erfið en fyrir því eru ýmsar ástæður. Landsbankinn er viðskiptavaki fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki og stuðlar þannig að eðlilegri verðmyndum og seljanleika á mörkuðum fyrir íslenska fjárfesta, hvernig sem árar.

Á heildina litið er Landsbankinn í sterkri stöðu, með gott eigið fé, vel fjármagnaður og vel í stakk búinn til að takast á við breytingar í umhverfinu."

Helstu atriði úr rekstri á þriðja ársfjórðungi (3F) 2018

Rekstur:

  • Hagnaður Landsbankans á 3F 2018 nam 3,8 milljörðum króna, samanborið við 4,2 milljarða króna hagnað á sama fjórðungi 2017.
  • Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 6,5%, samanborið við 6,9% fyrir sama tímabil árið 2017.
  • Hreinar vaxtatekjur námu 10,4 milljörðum króna í samanburði við 8,9 milljarða króna á sama ársfjórðungi árið 2017.
  • Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 89 milljónir á 3F 2018 samanborið við jákvæðar virðisbreytingar upp á 766 milljónir á sama ársfjórðungi 2017.
  • Hreinar þjónustutekjur námu 1,9 milljörðum króna en þær voru 2,2 milljarðar króna á 3F 2017.
  • Vaxtamunur eigna og skulda var 2,7% samanborið við 2,5% á 3F 2017.
  • Laun og launatengd gjöld nema 3,2 milljörðum króna og hækka um 1,9% á milli tímabila.
  • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum lækkar um 4,9% frá sama tímabili árið áður.
  • Kostnaðarhlutfall á þriðja ársfjórðungi 2018 var 45,9% samanborið við 48,7% á sama tíma árið áður.
  • Stöðugildi hjá Landsbankanum þann 30. september 2018 voru 948 en voru 998 á sama tíma fyrir ári.

Efnahagur:

  • Eigið fé Landsbankans nam í lok september um 235,9 milljörðum króna og hefur lækkað um 4,1% frá áramótum. Skýringin er sú að Landsbankinn hefur á þessu ári greitt 24,8 milljarða króna í arð.
  • Eiginfjárhlutfall alls (e. total capital ratio) þann 30. september 2018 var 24,8% en var 26,8% í lok september 2017. Það er vel umfram 20,5% lágmarks eiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins.
  • Heildareignir bankans námu 1.317 milljörðum króna í lok september 2018.
  • Innlán viðskiptavina námu 692,7 milljörðum króna í lok september 2018 samanborið við 605,2 milljarða króna í lok árs 2017.
  • Ný útlán til viðskiptavina á fyrstu níu mánuðum ársins voru um 475 milljarðar króna. Að teknu tilliti til afborgana, virðisbreytinga og fleiri þátta hækka heildarútlán um 112 milljarða króna á tímabilinu.
  • Lausafjárstaða bankans er sterk sem fyrr, jafnt í erlendri mynt sem í íslenskum krónum, og vel umfram lágmarkskröfur eftirlitsaðila. Heildar lausafjárhlutfall (e. liquidity coverage ratio) var 154% í lok september 2018.
  • Heildarvanskil hjá fyrirtækjum og heimilum námu 0,5% í lok september 2018 samanborið við 0,9% í lok árs 2017.

Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)

  9M 2018 9M 2017 3F 2018 3F 2017
Hagnaður eftir skatta 15.393 16.841 3.780 4.188
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 8,8% 9,4% 6,5% 6,9%
Leiðrétt arðsemi eftir skatta * 9,7% 9,9% 8,3% 7,5%
Vaxtamunur eigna og skulda ** 2,7% 2,5% 2,7% 2,5%
Kostnaðarhlutfall *** 45,0% 44,7% 45,9% 48,7%

  30.09.18 30.09.17 31.12.17 31.12.16
Heildareignir 1.317.205 1.198.958 1.192.870 1.111.157
Útlán til viðskiptavina 1.038.005 905.927 925.636 853.417
Innlán frá viðskiptavinum 692.675 638.781 605.158 589.725
Eigið fé 235.892 243.132 246.057 251.231
Eiginfjárhlutfall alls  24,8% 26,8% 26,7% 30,2%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 168% 185% 179% 154%
Heildar lausafjárþekja 154% 158% 157% 128%
Lausafjárþekja erlendra mynta 392% 873% 931% 743%





Vanskilahlutfall (>90 daga) 0,5% 1,0% 0,9% 1,5%
Stöðugildi 948 998 997 1.012

* Leiðrétt arðsemi eftir skatta = (Hagnaður eftir skatta – jákvæðar virðisbreytingar eftir skatta – skattur á heildarskuldir fjármálafyrirtækja – hagnaður af aflagðri starfsemi eftir skatta) / meðalstaða eigin fjár.

** Vaxtamunur eigna og skulda = (Vaxtatekjur / meðalstaða heildareigna) – (vaxtagjöld / meðalstaða heildarskulda).

*** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (Hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána).

Símafundur vegna uppgjörs

Símafundur fyrir markaðsaðila vegna uppgjörs bankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2018 verður haldinn kl. 10.00, föstudaginn 26. október. Fundurinn fer fram á ensku. Skrá þarf þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið ir@landsbankinn.is.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
23. mars 2023

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023

Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
9. mars 2023

Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum

Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Hestar og kona
16. feb. 2023

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út

Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023

Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans

Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Austurbakki
2. feb. 2023

Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022

Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
27. okt. 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
21. júlí 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 
New temp image
3. júní 2022

Áfram fremst í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics

Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS- áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 9,9 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
New temp image
27. maí 2022

S&P hækkar lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Landsbankans í A

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því A með stöðugum horfum.
5. maí 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins var 3,2 milljarðar króna. Arðsemi eiginfjár var 4,7%. Hreinar þjónustutekjur jukust um 28,5% á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Hreinar vaxtatekjur jukust um 19%, aðallega vegna þess að efnahagsreikningur er stærri og ávöxtun lausafjár betri. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði mældist 39% í lok tímabilsins, heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Kostnaðarhlutfall (K/T) var 54,9% og kostnaður er áfram stöðugur. Hlutfall rekstrarkostnaðar af meðalstöðu heildareigna er 1,4%. Dregið hefur úr vexti íbúðalána en útlán til fyrirtækja jukust um 20,7 milljarða króna, ef gengisáhrifa hefði ekki gætt. Um 90% af nýjum íbúðalánum á fyrsta ársfjórðungi voru óverðtryggð og 58% lánanna voru með fasta vexti, í flestum tilvikum til þriggja ára. Landsbankinn varð aðalleyfishafi hjá Visa sem eykur hagkvæmni í rekstri og gerir bankanum m.a. auðveldara að bjóða upp á nýjungar í kortaþjónustu. Fyrsta rafræna þinglýsing íbúðaláns fór fram í febrúar og var Landsbankinn fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á þessa þjónustu. Kaup í sjóðum Landsbréfa hafa aukist um 30% á milli ára.  
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur