Mik­ið fram­fara­skref fyr­ir styrkt­ar­sjóði og al­manna­heilla­fé­lög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Fjármagnstekjuskattur álíka hár og styrkir

Með lagabreytingunni komst gamalt baráttumál loks í höfn. Það er rík ástæða til að fagna og vekja athygli á þeim framförum sem það hefur í för með sér. Fyrir lagabreytinguna þurftu styrktarsjóðir, sem voru undanþegnir tekjuskatti, að greiða 22% fjármagnstekjuskatt. Þetta er frábrugðið því sem þekkist víða erlendis þar sem slíkir sjóðir eru allajafna undanþegnir fjármagnstekjuskatti. Þetta varð til þess að einn stærsti styrktarsjóður landsins, Háskólasjóður Eimskipafélagsins, greiddi að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitti í styrki.

Háskólasjóðurinn var stofnaður árið 1964 til minningar um alla þá Vestur-Íslendinga sem áttu hlut að stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1914. Doktorsnemar við Háskóla Íslands, fastráðnir kennarar og sérfræðingar við skólann sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til leiðbeinenda í doktorsnámi geta sótt um styrk í sjóðinn en ákvörðun um styrkþega úr röðum doktorsnema er í höndum Háskólans.

Hærri styrkir vegna góðrar ávöxtunar

Landsbankinn sér um rekstur og eignastýringu fyrir hönd sjóðsins og erum við afar stolt af því að ávöxtun Háskólasjóðs hefur verið með ágætum. Það eykur getu sjóðsins til að veita styrki og efla þannig menntun og þekkingarsköpun í landinu. Á árunum 2013-2017 úthlutaði sjóðurinn á bilinu 35-50 milljónum króna árlega en á árinu 2021 námu styrkirnir 90 milljónum króna. Endurgreiðsla á fjármagnstekjuskatti mun auka getu sjóðsins til að greiða styrki til framtíðar. Samfélagið allt nýtur góðs af þar sem sjóðurinn stuðlar að mikilvægri nýsköpun í formi rannsókna og menntunar.

Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur lýst því að styrkveitingar Háskólasjóðs Eimskipafélagsins hafi stutt verulega við doktorsnám við skólann og í raun gjörbreytt landslagi doktorsnáms á Íslandi. Sjóðurinn sé afar mikilvægur fyrir háskólann og samfélagið allt.

Lagabreytingin mun hafa mikil áhrif á framlög til almannaheillastarfsemi. Með lögunum er einstaklingum heimilað að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi. Hlutfallið sem rekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga hefur verið tvöfaldað, úr 0,75% í 1,5%, auk fleiri breytinga. Þegar þetta hlutfall var hækkað síðast, úr 0,5% í 0,75%, hækkuðu slík framlög um milljarð króna.

Ómetanlegt fyrir samfélagið

Í nýju lögunum er sérstaklega tekið fram hvaða aðilar falla undir skilgreininguna um almannaheillafélög en það eru óhagnaðardrifin félög sem í megindráttum reka ekki atvinnustarfsemi í skilningi skattalaga, heldur fyrst og fremst starfsemi með samfélagslegan tilgang að leiðarljósi. Til þessa telst meðal annars ýmis mannúðar- og líknarstarfsemi, æskulýðs- og íþróttastarf, björgunarsveitir og neytenda- og forvarnarstarf. Hér á landi er rík hefð fyrir slíkum félögum og styrktarsjóðum og starfsemi þeirra er ómetanleg fyrir okkur sem samfélag.

Ávöxtun og eignadreifing mikilvæg

Það er auðvitað mjög mikilvægt að þeir fjármunir sem lagðir eru í rekstur styrktarsjóða nýtist sem best og að ávöxtun þeirra sé góð. Til að draga úr áhættu þarf að huga að góðri eignadreifingu og að ávöxtunarkostir falli að markmiðum sjóðsins, s.s. um tíðni úthlutana og fleira. Starfsfólk Landsbankans hefur mikla reynslu af eignastýringu og veitingu ráðgjafar fyrir styrktarsjóði. Almennt ráðleggjum við að sjóðirnir fjárfesti í blönduðum verðbréfasjóðum, þar sem hugað er að góðri eignadreifingu og hægt er að velja áhættustýringu í samræmi við markmið og fjárfestingartíma. Gott framboð er af blönduðum sjóðum og eru meðal annars í boði sjóðir sem eru með skuldabréf með ábyrgð ríkisins sem stærstu undirliggjandi eign. Verð og þar með ávöxtun á ríkisskuldabréfum getur þó sveiflast og því er mikilvægt að huga að fleiri eignaflokkum til að dreifa áhættu og auka möguleika á ávöxtun.

Landsbankinn býður upp á fjölbreytt úrval sjóða til að fjárfesta í. Hérna má sjá yfirlit yfir þá sjóði:

Sjóðir - Landsbankinn

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. febrúar 2022 og var síðast uppfærð 8. mars 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur