Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Á hverju ári veitum við samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans og nemur upphæðin samtals 20 milljónum króna. Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarfs. Einnig eru veittir styrkir vegna verkefna sem tengjast sjálfbærni en bankinn veitti áður sérstaka sjálfbærnistyrki.
Sérstök dómnefnd, skipuð fagfólki utan bankans, fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt.
Umsóknarfrestur er til 31. október 2025.
Nánar um samfélagsstyrki bankans
Auk þess sem bankinn veitir samfélagsstyrki og námsstyrki er bankinn bakhjarl fjölbreyttra verkefna og viðburða sem stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Meðal viðburða sem bankinn styður eru Skólahreysti, Gulleggið og Hinsegin dagar. Þá hefur bankinn verið aðalbakhjarl Knattspyrnusambands Íslands um langt árabil.









