Samfélagsstyrkir

Samfélagsstyrkir

Við veitum fimmtán milljónir króna í samfélagsstyrki á hverju ári. Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarfs og á sviði umhverfismála og náttúruverndar.

Umsóknarferlið

Sérstök dómnefnd, skipuð fagfólki utan bankans, fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt.

Mikilvægt er að vanda vel framsetningu umsókna og frágang þeirra. Umsækjendur eru hvattir til að senda öll þau gögn sem geta komið að gagni við mat á umsóknum og gera þarf skýra grein fyrir því hvernig styrk yrði varið.

Umsóknarfrestur rann út 31. október 2023.

Verkefni sem koma einkum til greina eru:

Starf mannúðarsamtaka og líknarfélaga
Menning og listir
Menntamál, rannsóknir og vísindi
Forvarnar- og æskulýðsstarf
Umhverfismál og náttúruvernd

Verkefni sem alla jafna ekki koma til greina eru:

Starfsemi íþróttafélaga
Almenn bókaútgáfa, gerð almenns námsefnis og útgáfa geisladiska
Utanlandsferðir listamanna og listhópa

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur