Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Við minnum á að þú getur notað Landsbankaappið til að leysa flest mál. Þú getur t.d. fryst kortin þín í appinu og netbankanum ef þau týnast, er stolið eða misnotuð á annan hátt. Þú getur síðan opnað þau aftur ef þau finnast. Einnig geta korthafar haft samband við neyðaraðstoð allan sólarhringinn.
Hraðbankar og gjafakortasjálfsalar
Vanti þig reiðufé eru margir hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn. Þú finnur upplýsingar um staðsetningu hraðbanka hér á vefnum. Í útibúunum í Mjódd og Hamraborg eru gjafakortasjálfsalar sem eru aðgengilegir allan sólarhringinn.
Gleðilega páska!