Fréttir

Lands­bank­inn veit­ir 15 millj­ón­ir króna í sam­fé­lags­styrki

Samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónum króna var nýverið úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans. Alls hlutu 34 verkefni styrki að þessu sinni. Verkefnin sem hlutu styrki eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri, víða um land
22. desember 2020 - Landsbankinn

Þrjú verkefni hlutu styrk að fjárhæð 1 milljón króna, 17 verkefni hlutu 500.000 króna styrk og 14 verkefni fengu 250.000 króna styrk.

Rúmlega 500 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarna- og æskulýðsstarf, umhverfismál og verkefni á sviði menningar og lista.

Dómnefnd samfélagsstyrkja var skipuð þeim Ármanni Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni leikara og Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Samfélagsstyrkir Landsbankans 2020

1.000.000 kr.

Mobile health ehf. – Betri svefn grunnskólabarna
Félagið fær styrk fyrir verkefnið Betri svefn grunnskólabarna og er markmið þess að bæta svefnheilsu barna á grunnskólaaldri. Svefnmynstur íslenskra barna og unglinga hafi staðið í stað eða versnað á síðustu árum. Mikilvægt er að efla forvarnastarf um mikilvægi svefnheilsu snemma á lífsleiðinni. Mobile health fær styrk til að útbúa kennsluefni sem gagnast kennurum við kennslu en einnig foreldrum heima fyrir.

ArcanaBio ehf. – Nýjar DNA hraðgreiningar – forvarnir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi
Styrkurinn er veittur líftæknifyrirtækinu ArcanaBio. Undir stjórn Karls G. Kristinssonar prófessors og í samvinnu við Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans vinna þau að þróun nýrra DNA hraðgreiningalausna til að styrkja forvarnir, öryggi og almenna heilsuvernd. Einnig að styðja við framlínuaðgerðir íslenska heilbrigðiskerfisins gegn Covid-19 og öðrum hættulegum smitsjúkdómum.

Hjálparstarf kirkjunnar – Framtíðarsjóður

Styrkurinn er veitur fyrir Framtíðarsjóð Hjálparstarfsins. Með Framtíðarsjóðnum hjálpar stofnunin ungmennum efnaminni fjölskyldna að stunda nám með það að markmiði að rjúfa vítahring stuttrar skólagöngu, lágra launa og fátæktar.

500.000 kr.

Birna G. Ásbjörnsdóttir – Mataræði, þarmaflóra og geðheilsa barna og unglinga á Íslandi

Nýlegar rannsóknir benda til þess að samspil fæðu, þarmaflóru og gegndræpi þarma geti haft áhrif á geðheilbrigði. Birna fær styrk fyrir rannsóknarverkefni til doktorsgráðu í heilbrigðisvísindum þar sem hún rannsakar samspil mataræðis, þarmaflóru og geðheilsu barna og unglinga á Íslandi.

Dropinn – Sumarbúðir fyrir börn með sykursýki

Styrkurinn er veittur til að styðja við stærsta verkefni Dropans sem er að bjóða upp á árlegar sumarbúðir fyrir börn og unglinga með sykursýki.

FLÆÐI, listfélag – FLÆÐI Gallerý

FLÆÐI er sjálfstætt verkefni fjögurra ungra kvenna og fá þær styrk fyrir verkefnið FLÆÐI Gallerý. Markmið þess felst í að skapa rými fyrir aukna listaflóru og menningu á Íslandi og vera stökkpallur fyrir listafólk.

Flétta, hönnunarstofa ehf. – Íslenska glerið

Íslenska glerið er samstarfsverkefni hönnunarstofunnar Fléttu og Kristínar Sigurðardóttur. Þau fá styrk til að rannsaka möguleika á endurvinnslu steinullar í nýtt hráefni. Byggist verkefnið á útskriftarverkefni Kristínar þar sem hún umbreytti steinull á þann veg að hún minnir einna helst á hrafntinnu.

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir – Hömlulaus

Inga Björk fær styrk fyrir sjónvarpsþættina Hömlulaus sem eiga að vera fræðandi og og varpa ljósi á fjölbreytileika fatlaðs fólks á jákvæðan hátt.

Kvíðameðferðarstöðin – Vellíðan eldra fólks

Algengi lyndis- og kvíðaraskana er mikið hjá öldruðu fólki. Tækifæri til forvarna felst meðal annars í að veita fræðslu á grundvelli hugrænnar atferlismeðferðar og kenna gagnleg bjargráð áður en fólk kemst á efstu ár. Styrkurinn er veittur til að þróa fræðsluefni og halda námskeið fyrir fólk sem er á aldrinum 60 til 70 ára og vill búa í haginn fyrir sig á efri árum.

Landvernd – Nýja náttúrukortið

Landvernd fær styrk til að gera nýtt náttúrkort. Kortið veitir almenningi aðgang að upplýsingum um stöðu náttúruverndar og orkunýtingar á Íslandi í dag og sýnir á skýran hátt stöðu og framtíðaráform um nýtingu og vernd jarðhitasvæða og vatnsfalla á Íslandi.

Lifecourse rannsóknarteymið – Líðan ungmenna á tímum COVID-19 faraldursins

Áhrif kórónuveirufaraldursins á daglegt líf og líðan íslenskra ungmenna eru óþekkt að svo stöddu. Teymið fær styrk fyrir rannsókn sína þar sem líðan ungmenna á tímum COVID-19 faraldursins verður könnuð frá ýmsum hliðum.

Mission framleiðsla – Efnaskipti

Styrkurinn er veittur til framleiðslu á heimildarmyndaefninu Efnaskipti. Framleiða á kvikmyndað efni um andlega heilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Sýna á hver einkenni algengra sjúkdóma eru og hvernig fólk getur þróað með sér ýmsa sjúkdóma í kjölfar áfalla, streitu, neyslu og fleira.

Orkusjálfbærni ehf. – Lífdísel

Orkusjálfbærni fullvinnur lífdísel úr þeirri olíu sem fellur til á Suðurlandi. Styrkurinn er veittur til að þau geti farið á næsta stig í framleiðslunni og tekið við repju/nepjufræjum frá bændum til pressunar og fullvinnslu lífdíselolíu og stuðlað þannig að meiri fjölbreytileika í sunnlenskum landbúnaði.

Rauði krossinn á Íslandi – Frú Ragnheiður - Suðurnesjum

Frú Ragnheiður hefur það markmið að ná til heimilislausra einstaklinga og fólks sem notar vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðis- og nálaskiptaþjónustu. Frú Ragnheiður hóf starfsemi á Suðurnesjum á árinu. Fá þau styrk til að kaupa æðaskanna í sérútbúinn bíl Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum.

Reykjavík Tool Library – Viðgerðastund

Reykjavík Tool Library er eins og bókasafn nema að hér eru leigð út verkfæri. Styrkurinn er til að kynna starfsemina á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni og þá sérstaklega hugmyndina Viðgerðarstund en það eru vinnustofur þar sem fólk lærir hvort af öðru að gera við húsgögn og aðra muni.

Sigrún Ólafsdóttir – Viðhorf Íslendinga til umhverfisins

Sigrún fær styrk fyrir verkefnið Viðhorf Íslendinga til umhverfisins. Ísland tekur þátt í alþjóðlegu viðhorfskönnuninni fyrir árið 2020. Mun Sigrún vinna úr niðurstöðum og miðla áfram svo þær nýtist við stefnumótun og í umræðum um umhverfismál.

Stígamót – Sjúk ást (myndbönd)

Sjúk ást er fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk um kynbundið ofbeldi og áreitni. Markmiðið er að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að útrýma kynbundnu ofbeldi í íslensku samfélagi. Stígamót fá styrk til að framleiða myndbönd fyrir næstu Sjúk ást herferð.

Tálknafjarðarskóli – Listasmiðjur með listamönnum úr heimabyggð

Styrkinn fær skólinn fyrir verkefnið Listasmiðjur með listamönnum úr heimabyggð. Hér er um að ræða samstarf milli skólanna á sunnanverðum Vestfjörðum og þeirra listamanna sem eru ættaðir af svæðinu. Listamennirnir koma á heimaslóðir og taka þátt í samstarfinu með því að deila sinni þekkingu og list til barnanna.

VE 123 – Fræ til stærri afreka

Tugþúsundir þátttökuverðlauna úr plasti og ódýrum málmum eru gefin á hverju ári í tengslum við íþróttaviðburði. VE 123 fær styrk til að hanna verðlaun úr lífrænum efnivið með fræjum í sem má svo grafa í jörðu þar sem þau brotna niður og upp vex falleg planta.

Verðandi endurnýtingarmiðstöð – Námskeið í endurnýtingu

Verðandi endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi fær styrk til að halda námskeið fyrir íbúa í moltugerð, smíði moltukassa og að endurnýta efni til að sauma innkaupapoka.

250.000

Arnaldur Bragi Jakobsson - Matarsóun og hungur / möguleg lausn

Matarsóun er stór vandi hér á landi sem og víða annars staðar. Á sama tíma er nokkur fjöldi einstaklinga hér á landi sem lifir við fæðuóöryggi. Arnaldur fær styrk fyrir verkefni sitt sem miðar að því að gerast milliliður þeirra sem framleiða matvæli og þeirra sem skortir matvæli.

Ás styrktarfélag – Atvinnuþátttaka ungs fólk með fatlanir

Ás fær styrk til að koma af stað verkefni sem ætlað er að aðstoða ungt fólk með þroskahamlanir, til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Styrkurinn mun nýtast til að útbúa áhugasviðskönnun, leita eftir samstarfsaðilum og fá ráðgjöf fagaðila varðandi slík verkefni.

Ásgeir H Ingólfsson - Ljóðamála á almannafæri

Um er að ræða eina langa ljóðaviku þar sem lesið yrði upp, bæði á Akureyri og á nágrannastöðunum. Stök ljóðskáld munu þá reglulega skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum á svæðinu, auk þess sem listamenn úr öðrum geirum yrðu fengnir til þess að skreyta ljóðin.

Bati, góðgerðafélag – Karlar studdir til bata

Bati fær styrk fyrir kaup og þýðingar á gagnreyndu meðferðarefni fyrir karla í refsiréttarkerfinu og að þjálfa meðferðaraðila í því að nota efnið.

Blái herinn – Litakóðun strandlengjunnar

Blái herinn fær styrk til að litakóða fjörur, víkur og firði landsins til að skilgreina plastmenguð svæði, hvar þarf að hreinsa og hvar er búið að hreinsa fjörur landsins.

Félag fósturforeldra – Fræðsla og upplýsingarveita Félags fósturforeldra

Félagið fær styrk til að efla fræðslu til fósturbarna, fósturforeldra og til samfélagsins í heild. Markmiðið er að koma upp upplýsingaveitu, betri vefsíðu og búa til umfangsmikinn fræðsluvettvang til stuðnings þessu mikilvæga samfélagslega málefni.

Félag lesblindra á Íslandi – Lesblinduvænir skólar

Markmið verkefnisins er að efla íslenskt skólaumhverfi til stuðnings við lesblinda nemendur. Skipuleggja má skólastarf og umhverfi skólanna þannig að það styðji enn frekar við að lesblindir einstaklingar nái árangri í skólakerfinu.

Listfélagið RASK – Nýmiðlavinnusmiðjur fyrir ungar listakonur

Nýmiðlalistafélagið RASK fær styrk fyrir vinnusmiðjum fyrir ungar listakonur á aldrinum 13-25 ára. Markmiðið er að bjóða upp á örnámskeið í ólíkum greinum nýmiðlalistformsins, eins og raftónlist, skapandi forritun og lifandi hreyfimyndagerð.

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs – Vor / Wiosna

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs ætlar að blása til pólskrar listahátíðar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum vorið 2021 þar sem fram munu koma pólskir listamenn sem eru búsettir og starfa á Íslandi. Boðið verður upp á kvikmyndir, sviðslist, myndlist, tónlist og vinnustofur fyrir börn og fullorðna undir leiðsögn pólskra listamanna.

Píeta samtökin – Píetasíminn

Píeta samtökin vinna mikilvægt forvarnastarf gegn sjálfsvígum á Íslandi. Samtökin fá styrk fyrir sólarhringsþjónustu Píetasímans en með honum geta þau sem á þurfa að halda leitað til ráðgjafa samtakanna nótt sem dag.

Trans vinir – Fræðslu- og forvarnaverkefni um kynvitund barna

Trans vinir fá styrk fyrir fræðslu- og forvarnaverkefni um kynvitund barna. Þau ætla að ráðast í þýðingu og útgáfu á fjórum barnabókum um ódæmigerða kynvitund og sjá svo um að dreifa efninu til almenningsbókasafna og leik- og grunnskóla.

UN Women á Íslandi – Er þinn vinnustaður öruggur?

UN Women á Íslandi styður fyrirtæki í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni á vinnustað. Þau fá styrk til að gera leiðbeiningar um innleiðingu þolendamiðaðrar áætlunar fyrir vinnustaði til að gera þá örugga fyrir okkur öll.

Ungar athafnakonur – Eflum ungar konur í atvinnulífinu

Helsta markmið ungra athafnakvenna er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Þær vilja jafna stöðu kynjanna á íslenskum vinnumarkaði með því að standa fyrir fræðslu og umræðu.

UNICEF á Íslandi - Barnvænir vinnustaðir

UNICEF á Íslandi fær styrk fyrir þróun verkefnisins Barnvænir vinnustaðir. Verkefnið snýst um að kynna og hvetja fyrirtæki til að bjóða upp á vinnustaði sem eru fjölskylduvænir, verða viðurkenndir Barnvænir vinnustaðir, þar sem það hefur jákvæð áhrif fyrir samfélagið í heild sinni.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Stúlka í símanum
29. mars 2021

Skorzystaj z usług bankowych w telefonie oraz na Internecie

W większości przypadków nie trzeba już nawet iść do oddziału banku, aby skorzystać z usług bankowych, ponieważ większość operacji można wykonać za pomocą telefonu lub komputera, jak i skorzystać z różnego rodzaju usług.
Fjölskylda heima í stofu
25. mars 2021

Hugaðu að kortaheimildinni um næstu mánaðamót

Margir greiða reikninga og kanna stöðuna í bankanum um mánaðamót. Næstu mánaðamót eru á páskum, við minnum því á að í Landsbankaappinu, netbankanum og í hraðbönkum má leysa fjölmörg erindi á einfaldan og fljótlegan hátt.
25. mars 2021

Załatwiamy sprawy telefonicznie i internetowo

W związku z zaostrzonym zakazem zgromadzeń masowych oraz w celu przeciwdziałania rozprzestrzenianiu się wirusa COVID-19 od 25 marca br. dojdzie do zmiany formatu usług bankowych. Prosimy Klientów o to, aby w jak największym stopniu korzystali z aplikacji bankowej, bankowości elektronicznej oraz bankomatów, za pomocą których można w prosty i szybki sposób załatwić wiele spraw.
24. mars 2021

Við leysum málin á netinu eða í síma

Vegna herts samkomubanns og til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 fer þjónusta bankans fram með breyttum hætti frá og með 25. mars. Við hvetjum viðskiptavini til að nota Landsbankaappið, netbankann og hraðbankana eins og hægt er en þannig má leysa fjölmörg erindi á einfaldan og fljótlegan hátt.
24. mars 2021

Hagnaður Landsbréfa 768 milljónir á árinu 2020

Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 768 milljónum króna eftir skatta á árinu 2020. Hreinar rekstrartekjur námu 2.182 milljónum króna á árinu og eigið fé var 5.059 milljónir króna í árslok.
Kona og barn
17. feb. 2021

Landsbankinn kolefnisjafnar starfsemina

Landsbankinn hefur kolefnisjafnað starfsemina fyrir árið 2020 og hlotið hina alþjóðlega viðurkenndu CarbonNeutral® vottun.
New temp image
17. feb. 2021

Landsbankinn á Djúpavogi flytur

Afgreiðsla Landsbankans á Djúpavogi hefur tekið til starfa í verslunar- og þjónustukjarnanum að Búlandi 1, þar sem Kjörbúðin, Íslandspóstur og Vínbúðin eru einnig til húsa. Afgreiðslutími bankans er óbreyttur og hraðbanki verður aðgengilegur á opnunartíma Kjörbúðarinnar.
New temp image
9. feb. 2021

Besti banki á Íslandi að mati The Banker

Alþjóðlega fjármálatímaritið The Banker hefur valið Landsbankann sem besta banka á Íslandi árið 2020. Áður hafði fjármálatímaritið Euromoney einnig útnefnt Landsbankann sem besta banka á Íslandi 2020, annað árið í röð.
Ánægjuvogin 2020
29. jan. 2021

Landsbankinn efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni 2020

Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2020 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu, annað árið í röð. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í dag.
New temp image
22. jan. 2021

Ný fjármálaumgjörð Landsbankans stuðlar að sjálfbærni

Landsbankinn hefur gefið út sína fyrstu sjálfbæru fjármálaumgjörð. Hún eykur möguleika okkar á að fjármagna umhverfisvæn og félagsleg verkefni, s.s. orkuskipti, umhverfisvæna innviði og sjálfbæran sjávarútveg.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur