Fréttir

Lands­bank­inn veit­ir 15 millj­ón­ir króna í sam­fé­lags­styrki - 2022

Samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans þriðjudaginn 20. desember sl. Alls hlutu 32 verkefni styrki að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
Samfélagsstyrkir 2022
21. desember 2022

Sex verkefni hlutu styrk að fjárhæð ein milljón króna, tíu verkefni hlutu 500.000 króna styrk og 16 verkefni fengu 250.000 króna styrk.

Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, umhverfismál og verkefni á sviðum menningar og lista.

Dómnefnd var skipuð þeim Sverri Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni, leikara og Guðrúnu Agnarsdóttur, lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Frá árinu 2011 hafa ríflega 400 verkefni fengið samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans og nema styrkirnir samtals 195 milljónum króna.

1.000.000 kr.

Okkar heimur

Samfélagsstyrkir 2022

Góðgerðasamtökin Okkar heimur er stuðningsúrræði fyrir börn sem kljást við geðrænan vanda. Veittur var styrkur fyrir fjölskyldusmiðjum þar sem markmiðið er að veita börnum og foreldrum þeirra stuðning og fræðslu. Fjölskyldusmiðjurnar eru byggðar á þremur verndandi þáttum sem rannsóknir hafa sýnt að hjálpi við að byggja upp seiglu hjá börnum sem eiga foreldra með geðrænan vanda: Að þau átti sig á að þau séu ekki ein í þessari stöðu, að þau fái útskýringar á vanda foreldris og að þau hafi aðgang að hlutlausum fullorðnum einstaklingi sem þau geta talað við.

Ofbeldisforvarnarskólinn

Samfélagsstyrkir 2022

Ofbeldisforvarnarskólinn fær styrk til að ljúka fjármögnun á stuttmynd um hatursorðræðu. Myndin verður hluti af forvarnarefni fyrir unglinga til að vekja athygli á áhrifum hatursorðræðu og hvernig hún dreifir sér um samfélagið.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Samfélagsstyrkir 2022

Fær styrk fyrir Kayaking the North sem er heimildarmynd og röð heimildaþátta sem fjallar um siglingu transkonunnar Veigu Grétarsdóttur meðfram ströndum fjögurra Norðurlanda. Myndin vekur athygli á áhrifum mannsins á lífríkið við sjávarsíðuna og alvarlegar afleiðingar aðgerða mannkynsins á umhverfið.

Samtök um endómetríósu

Samfélagsstyrkir 2022

Fá styrk til að gera heimildarmyndina „Endó: ekki bara slæmir túrverkir“. Endómetríósa er sjúkdómur sem hrjáir um 10% þeirra sem fæðast í kvenmannslíkama og er því jafn algeng og sykursýki. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað á undanförnum árum og almenningur er orðinn meðvitaðri en áður um sjúkdóminn og hvaða afleiðingar hann getur haft í för með sér.

Cool Wool ehf.

Samfélagsstyrkir 2022

Fá styrk fyrir þróunarverkefnið Cool Wool kælipakkningar. Markmiðið er að þróa vistvænt efni sem unnið er úr örtrefjagrasi og örtrefjasellulósakvoðu sem síðar verður unnið áfram í fullbúnar kælipakkningar til flutnings á ferskum kældum fiski.

Regn ehf.

Samfélagsstyrkir 2022

Styrkurinn er veittur til að búa til app og vefsíðu sem einfaldar fólki að kaupa, selja eða gefa notuð föt. Markmiðið er að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum fjöldaframleiðslu og búa til rafrænt umhverfi sem hvetur einstaklinga til að eiga viðskipti með föt sem þegar hafa verið framleidd og notuð.

500.000 kr.

Bændasamtök Íslands

Samfélagsstyrkir 2022

Styrkurinn er veittur verkefninu Andleg heilsa bænda sem snýst um að hlúa að andlegri heilsu fólks í bændastéttinni.

Íþróttafélagið Ösp

Samfélagsstyrkir 2022

Fá styrk til að sérmennta þjálfara í þjálfun fatlaðra.

Compass ehf.

Samfélagsstyrkir 2022

Fær styrk fyrir Hold It Together sem er stutt teiknimynd byggð á reynslu höfundar af því að vera innflytjandi á Íslandi.

Menningarfélag Akureyrar

Styrkurinn er veittur verkefninu Fiðringur á Norðurlandi. Um er að ræða sviðslistakeppni grunnskóla á Norðurlandi eystra, einskonar litli bróðir Skrekks í Reykjavík.

Brakkasamtökin

Fá styrk fyrir verkefnið Tónverk úr stökkbreyttu erfðaefni en þar er vísindum og listum blandað saman í samvinnu Brakkasamtakanna á Íslandi og rannsóknarstofunnar Intelligent Instruments Lab í Listaháskóla Íslands.

Sigurður Hermannsson

Samfélagsstyrkir 2022

Fær styrk fyrir verkefnið Spilum og spjöllum. Hér er um að ræða viðbót við alla þá íslenskukennslu sem í boði er í tungumálaskólum og víðar.

Eva Ösp Matthíasdóttir og Noemí Cubas Martín

Samfélagsstyrkir 2022

Fá styrk fyrir verkefnið Lesum saman. Verkefnið er til þess fallið að hjálpa foreldrum sem hafa íslensku sem annað tungumál við heimalestur barna sinna.

Þorsteinn V. Einarsson

Samfélagsstyrkir 2022

Fær styrk fyrir skrifum og myndskreytingum á rafrænu texta- og myndefni um jákvæða karlmennsku sem ber vinnuheitið 99 leikreglur karlmennskunnar.

Valgerður Sigurjónsdóttir

Samfélagsstyrkir 2022

Styrkurinn er veittur Andrastöðum sem er úrræði og þjónusta fyrir ungmenni sem glímt hafa við fjölþættan vanda.

Veraldarvinir

Samfélagsstyrkir 2022

Fá styrk fyrir verkefnið Hreinsum strönd og græðum lönd en markmiðið er að hreinsa allar strendur fyrir árið 2025.

250.000 kr.

Landssamtökin Þroskahjálp

Styrkurinn er veittur verkefninu Ungt fólk og framtíðin! Markmið þess er að virkja ungmennaráð Þroskahjálpar sem ráðgjafahóp og samstarfsaðila í hagsmunabaráttu Þroskahjálpar. Verkefnið snýst fyrst og fremst um fleiri náms- og starfstækifæri fyrir ungt fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir og að framförum í þessum málum verði hraðað.

Bandalag íslenskra skáta

Samfélagsstyrkir 2022

Fær styrk fyrir Fjölskylduskátadag fyrir flóttafólk frá Úkraínu þar sem þau ætla að bjóða fjölskyldum flóttafólks frá Úkraínu í dagsferð að Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni.

Þorsteinn Helgi Guðmundsson

Samfélagsstyrkir 2022

Fær styrk fyrir Afkastamælingar sem forvörn fyrir fólk með geðrofssjúkdóma en rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif hreyfingar á bæði líkamlega og andlega heilsu einstaklinga með geðrofssjúkdóma.

Jógahjartað - Hugleiðsludagur unga fólksins

Samfélagsstyrkir 2022

Styrkurinn er veittur verkefninu Hugleiðsludagur unga fólksins en markmið þess er að kynna fyrir ungu fólki hugleiðslu og slökun innan skólakerfisins.

Eygló Hilmarsdóttir (f.h. Konubarna)

Samfélagsstyrkir 2022

Styrkurinn er veittur samsköpunarsýningunni Konubörn 2: Barnakonur sem fjallar um konur á barneignaaldri.

Listasafn Árnesinga

Ræktum og borðum // Hlustum og njótum

Í tilefni af 60 ára afmæli Listasafns Árnesinga ætlar safnið að bjóða samfélaginu upp á nýtt svæði þar sem hljóðverk, listaverk og ræktun mætast. Fyrirmyndin er sótt til garða í kringum listasöfn víða um heim. Unnið verður með tveimur listamönnum í hönnun og framkvæmd á verkefninu, þeim Eddu Kristínu Sigurjónsdóttur og Curver Thoroddsen

Ingibjörg S. Ingibjargardóttir

Samfélagsstyrkir 2022

Fær styrk fyrir hönd Félags málandi kvenna. Félagið ætlar að efna til nýrrar sýningar á næsta ári og mun styrkurinn nýtast í uppsetningu á henni. FMK er mikilvægt félag sem eykur sýnileika kven- og kynsegin málara sem lifa í hinni karllægu málverkalistakreðsu.

Spor í sandinn ehf

Samfélagsstyrkir 2022

Fær styrk fyrir matjurtarækt utandyra fram á vetur – sjálfbær ræktun í borg og þéttbýli. Verkefnið byggist á því að rækta framandi matjurtir og tré utandyra fram á vetur með því að hita aðeins „tærnar” á plöntunum með volgu affallsvatni frá nærliggjandi hverfi.

Landssamtök íslenskra stúdenta

Samfélagsstyrkir 2022

Fá styrk til styrktar vinnu við endurreisn Student Refugees Iceland.

Fæðingarheimili Reykjavíkur

Samfélagsstyrkir 2022

Fær styrk fyrir Hlíðarsjóð: Betri barneignarþjónusta fyrir tekjulágar og ósjúkratryggðar konur á Íslandi. Fæðingarheimilið býður upp á námskeið fyrir verðandi foreldra til að undirbúa tímann fyrir og eftir fæðingu. Styrkurinn nýtist efnalitlum foreldrum sem geta sótt um það að fá að sitja námskeiðin þeim að kostnaðarlausu.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi

Samfélagsstyrkir 2022

Fá styrk fyrir fræðslukvöld fyrir forsjáraðila barna og ungmenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Markmiðið er að valdefla foreldra og veita þeim upplýsingar um hvernig þeir geta stutt við barnið sitt og fá um leið aðstoð til að vinna úr andlegri vanlíðan, óvissu og óöryggi sem fylgir oft í slíkum tilvikum.

Ásta Kristín Guðmundsdóttir

Fær styrk fyrir Alþjóðlegan menningarklúbb Reykjanesbæjar. Klúbburinn hefur það að marki að sameina íbúa Reykjanesbæjar og stuðla að betri inngildingu flóttafólks og annarra innflytjenda í Reykjanesbæ.

Andrea Eyland

Samfélagsstyrkir 2022

Fær styrk styrk fyrir fræðslumiðilinn Kviknar. Styrkurinn verður nýttur í að útbúa hlaðvarpsþættina Kviknar. Tilgangur hlaðvarpsins er að vera fræðslumiðill fyrir getnað, meðgöngu, fæðingu, sængurlegu og allt annað sem tengist barneignaferlinu.

Atli Jósefsson

Samfélagsstyrkir 2022

Fær styrk fyrir verkefnið Endurheimt birkiskóga á Elliðakotsheiði. Styrkurinn verður nýttur til að vernda fjölbreytileika lífríkis íslenskrar náttúru í Elliðakotsheiði í landi Mosfellsbæjar.

Hákarlar við Ísland

Samfélagsstyrkir 2022

Félagasamtökin Hákarlar við Ísland fá styrk til að veita skólabörnum fræðslu um líf- og vistfræði hákarlsins hér við land í formi verkefnisins Hákarlar í skólastofunni.

Sjálfseignarstofnun Grímstungu- og Haukagilsheiðar

Samfélagsstyrkir 2022

Fær styrk fyrir Uppgræðsluverkefni á Grímstunguheiði.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti
22. sept. 2023
Síðasti dagurinn í Austurstræti
Í dag er síðasti dagurinn sem dyr útibús Landsbankans við Austurstræti 11 standa opnar og lokar húsið klukkan 16.00.
Grænland
21. sept. 2023
Fyrirtækjaráðgjöf bankans umsjónaraðili við flutning Amaroq á aðalmarkað
Amaroq Minerals, með auðkennið „AMRQ“, hefur nú verið skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Auk skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland eru hlutabréf Amaroq skráð á markað í Kanada (TSX-V) og London (AIM). Samhliða flutningnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hefur félagið verið afskráð af First North Iceland. Amaroq Minerals er fyrsta skráða félag sinnar tegundar á Íslandi. Félagið leggur megináherslu á leit að gulli og öðrum verðmætum málmum og hefur víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Grænlandi, þar sem finna má gull, kopar, nikkel og aðra málma sem eru nauðsynlegir fyrir orkuskipti framtíðarinnar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með skráningarferlinu og óskum við starfsfólki og hluthöfum Amaroq til hamingju með skráninguna.
Reykjastræti
21. sept. 2023
Afgreiðsla danskra peningaseðla
Viðskiptavinir geta nálgast danska peningaseðla í útibúum og hraðbönkum Landsbankans um allt land. Við viljum benda viðskiptavinum á að við höfum nú hætt móttöku á 1.000 kr. og 500 kr. dönskum peningaseðlum, sem og móttöku á öllum færeyskum peningaseðlum. Engar breytingar eru á viðskiptum með 200 kr., 100 kr. og 50 kr. danska peningaseðla. Viðskipti með reiðufé fylgja kröfum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með hertum reglum í Danmörku hefur móttaka reiðufjár frá erlendum bönkum verið takmörkuð og því getur bankinn ekki lengur átt viðskipti með 500 kr. og 1000 kr. danska peningaseðla.
Tölva á vinnuborði
14. sept. 2023
Uppfærsla á RSA-appinu - nýtt tákn og heiti
Við vekjum athygli á að RSA SecurID appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar og greiðslur í netbanka fyrirtækja er að breytast.
Reykjastræti
13. sept. 2023
Opnum útibúið í Reykjastræti
Við opnum í dag útibú í nýja húsnæðinu okkar í Reykjastræti 6. Þar er hægt að fá þjónustu hjá gjaldkera frá kl. 10-16 og hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Sunna Ósk Friðbertsdóttir
12. sept. 2023
Sunna Ósk Friðbertsdóttir nýr regluvörður bankans
Sunna Ósk Friðbertsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Landsbankans og hefur hún tekið til starfa. Sunna lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og ML-gráðu frá sama skóla árið 2010. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Sunna hóf störf sem lögfræðingur hjá Landsbankanum árið 2010 og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum, bæði varðandi innleiðingu löggjafar og daglega starfsemi bankans. Hún hefur starfað við regluvörslu hjá bankanum frá árinu 2017 og var staðgengill regluvarðar frá árinu 2022. Regluvarsla hefur umsjón og eftirlit með því að Landsbankinn starfi í samræmi við innra og ytra regluverk og sinnir fræðslu og ráðgjöf um kröfur laga og reglna sem hafa áhrif á starfsemi bankans.
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur