Fréttir

Bank­inn veit­ir 15 millj­ón­ir króna í sam­fé­lags­styrki

22. desember 2023

Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans þriðjudaginn 19. desember sl. Alls hlutu 36 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.

Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, umhverfismál og verkefni á sviðum menningar og lista.

Dómnefndin var skipuð þeim Sverri Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni, leikara og Guðrúnu Agnarsdóttur, lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Frá árinu 2011 hafa vel á fimmta hundrað verkefna fengið samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans og nema styrkirnir samtals yfir 200 milljónum króna.

Yfir fimm hundruð umsóknir bárust í ár og verkefnin sem hlutu styrk eru hvert öðru glæsilegra.

Í flokknum menning og listir hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Hin stórkostlegu endalok – ÉG BÝÐ MIG FRAM.
  • Myndlistarsýning um Breiðholt í Breiðholti.
  • Kling & Bang 20 ára – útgáfa afmælisbókar.
  • Svona og hinsegin – hlaðvarp um hinsegin mál.
  • Materize – gagnvirkt hljóð- og dansverk.
  • Pierrot lunaire og Kall á Óperudögum.

Í sama flokki hlutu eftirfarandi 500.000 króna styrk:

  • Trúðavaktin – Íslenskir sjúkrahústrúðar.
  • Listasmiðjur og listasýningar í Fjarðabyggð.

Í flokknum mannúðarstörf og líknarfélög hlaut Kvennaráðgjöfin 1.000.000 króna styrk vegna ókeypis lögfræðiráðgjafar.

Þá hlutu eftirfarandi verkefni í sama flokki 500.000 króna styrk:

  • Jólaátak Kaffistofu Samhjálpar.
  • Hjálparstarf kirkjunnar til kaupa á fartölvum fyrir ungmenni í námi.
  • Geðverndarfélag Akureyrar til innleiðingar á „Okkar heimur“ á Akureyri.
  • Lítil þúfa – áfangaheimili til námskeiðishalds með áherslu á áfallasögu og bata frá fíkn.
  • RetinAid Tabletop til þróunar hugbúnaðar sem sjónlýsir spil fyrir blinda og sjónskerta.
  • Olga Khodos til að veita flóttafólki frá Úkraínu sálfræðistuðning.

Í flokknum umhverfismál og náttúruvernd hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Skógræktarfélag Rangæinga til lagfæringa á Aldamótaskógi.
  • Samferða – til yfirfærslu yfir í smáforrit.
  • Blái herinn til hreinsunar stranda Íslands.
  • Fléttan Earth Observation til rannsókna á sviði bindingar gróðurhúsalofttegunda í jarðvegi.

Í sama flokki hlaut Selasetur Íslands styrk upp á 500.000 krónur til gerðar myndbands um ábyrga hegðun við selaskoðun og Birna Sigrún Hallsdóttir hlaut 1.000.000 króna styrk til að bæta umfjöllun og aðgengi að upplýsingum um kolefnishlutleysi og losun vegna landnotkunar.

Í flokknum menntamál, rannsóknir og vísindi hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri til að halda Vísindaskóla unga fólksins.
  • Mannflóran til gerðar fræðslumyndbanda um fjölmenningu og fordóma.
  • Plastplan til kynningar á tækifærum í plastendurvinnslu fyrir grunnskólabörnum.
  • Paulina Kołtan-Janowska til að veita mæðrum stuðning og leiðsögn á pólsku.

Í sama flokki hlutu eftirfarandi 500.000 króna styrk:

  • Brúarskóli til gerðar kyrrðarherbergis fyrir nemendur með geðrænan vanda.
  • Skafti Ingimarsson til stafrænnar endurgerðar Íslenskra annála.
  • Félag náms- og starfsráðgjafa til verkefnisins Námsráðgjöf fyrir alla.

Þá hlutu ADA konur 750.000 króna styrk til að kynna tæknigreinar sérstaklega fyrir konum og kvárum.

Í flokknum forvarnar- og æskulýðsstarf hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Félag heyrnarlausra til að miðla Heilsumolum SÍBS á táknmáli.
  • Hollvinafélag Húna II til verkefnisins Frá öngli til maga.
  • Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs til þýðingar viðbragðsáætlunar sinnar á ensku.

Í sama flokki hlutu eftirfarandi verkefni 500.000 króna styrk:

  • Knattspyrnufélag Keflavíkur til eflingar þátttöku barna flóttafólks í æskulýðsstarfi.
  • Örninn – minningar- og styrktarsjóður til stuðnings við fyrir börn sem misst hafa foreldri eða annan náin ástvin og fjölskyldur þeirra.
  • Píetasamtökin til gerðar Píetakastsins
  • Lilja app til áframhaldandi þróunar smáforrits sem er bjargráð fyrir þolendur ofbeldis.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur