Fréttir

Bank­inn veit­ir 15 millj­ón­ir króna í sam­fé­lags­styrki

22. desember 2023

Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans þriðjudaginn 19. desember sl. Alls hlutu 36 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.

Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, umhverfismál og verkefni á sviðum menningar og lista.

Dómnefndin var skipuð þeim Sverri Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni, leikara og Guðrúnu Agnarsdóttur, lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Frá árinu 2011 hafa vel á fimmta hundrað verkefna fengið samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans og nema styrkirnir samtals yfir 200 milljónum króna.

Yfir fimm hundruð umsóknir bárust í ár og verkefnin sem hlutu styrk eru hvert öðru glæsilegra.

Í flokknum menning og listir hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Hin stórkostlegu endalok – ÉG BÝÐ MIG FRAM.
  • Myndlistarsýning um Breiðholt í Breiðholti.
  • Kling & Bang 20 ára – útgáfa afmælisbókar.
  • Svona og hinsegin – hlaðvarp um hinsegin mál.
  • Materize – gagnvirkt hljóð- og dansverk.
  • Pierrot lunaire og Kall á Óperudögum.

Í sama flokki hlutu eftirfarandi 500.000 króna styrk:

  • Trúðavaktin – Íslenskir sjúkrahústrúðar.
  • Listasmiðjur og listasýningar í Fjarðabyggð.

Í flokknum mannúðarstörf og líknarfélög hlaut Kvennaráðgjöfin 1.000.000 króna styrk vegna ókeypis lögfræðiráðgjafar.

Þá hlutu eftirfarandi verkefni í sama flokki 500.000 króna styrk:

  • Jólaátak Kaffistofu Samhjálpar.
  • Hjálparstarf kirkjunnar til kaupa á fartölvum fyrir ungmenni í námi.
  • Geðverndarfélag Akureyrar til innleiðingar á „Okkar heimur“ á Akureyri.
  • Lítil þúfa – áfangaheimili til námskeiðishalds með áherslu á áfallasögu og bata frá fíkn.
  • RetinAid Tabletop til þróunar hugbúnaðar sem sjónlýsir spil fyrir blinda og sjónskerta.
  • Olga Khodos til að veita flóttafólki frá Úkraínu sálfræðistuðning.

Í flokknum umhverfismál og náttúruvernd hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Skógræktarfélag Rangæinga til lagfæringa á Aldamótaskógi.
  • Samferða – til yfirfærslu yfir í smáforrit.
  • Blái herinn til hreinsunar stranda Íslands.
  • Fléttan Earth Observation til rannsókna á sviði bindingar gróðurhúsalofttegunda í jarðvegi.

Í sama flokki hlaut Selasetur Íslands styrk upp á 500.000 krónur til gerðar myndbands um ábyrga hegðun við selaskoðun og Birna Sigrún Hallsdóttir hlaut 1.000.000 króna styrk til að bæta umfjöllun og aðgengi að upplýsingum um kolefnishlutleysi og losun vegna landnotkunar.

Í flokknum menntamál, rannsóknir og vísindi hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri til að halda Vísindaskóla unga fólksins.
  • Mannflóran til gerðar fræðslumyndbanda um fjölmenningu og fordóma.
  • Plastplan til kynningar á tækifærum í plastendurvinnslu fyrir grunnskólabörnum.
  • Paulina Kołtan-Janowska til að veita mæðrum stuðning og leiðsögn á pólsku.

Í sama flokki hlutu eftirfarandi 500.000 króna styrk:

  • Brúarskóli til gerðar kyrrðarherbergis fyrir nemendur með geðrænan vanda.
  • Skafti Ingimarsson til stafrænnar endurgerðar Íslenskra annála.
  • Félag náms- og starfsráðgjafa til verkefnisins Námsráðgjöf fyrir alla.

Þá hlutu ADA konur 750.000 króna styrk til að kynna tæknigreinar sérstaklega fyrir konum og kvárum.

Í flokknum forvarnar- og æskulýðsstarf hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:

  • Félag heyrnarlausra til að miðla Heilsumolum SÍBS á táknmáli.
  • Hollvinafélag Húna II til verkefnisins Frá öngli til maga.
  • Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs til þýðingar viðbragðsáætlunar sinnar á ensku.

Í sama flokki hlutu eftirfarandi verkefni 500.000 króna styrk:

  • Knattspyrnufélag Keflavíkur til eflingar þátttöku barna flóttafólks í æskulýðsstarfi.
  • Örninn – minningar- og styrktarsjóður til stuðnings við fyrir börn sem misst hafa foreldri eða annan náin ástvin og fjölskyldur þeirra.
  • Píetasamtökin til gerðar Píetakastsins
  • Lilja app til áframhaldandi þróunar smáforrits sem er bjargráð fyrir þolendur ofbeldis.
Þú gætir einnig haft áhuga á
10. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur