Fréttir

Lands­bank­inn veit­ir 15 millj­ón­ir króna í sam­fé­lags­styrki - 2019

Samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans þriðjudaginn 17. desember sl. Alls hlutu 33 verkefni styrki að þessu sinni. Verkefnin sem hlutu styrki eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
Styrkþegar eða fulltrúar þeirra auk dómnefndar og bankastjóra Landsbankans.
18. desember 2019

Fjögur verkefni hlutu styrk að fjárhæð 1 milljón króna, 15 verkefni hlutu 500.000 króna styrk og 14 verkefni fengu 250.000 króna styrk.

Rúmlega 700 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, umhverfismál og verkefni á sviðum menningar og lista.

Dómnefnd samfélagsstyrkja var skipuð þeim Ármanni Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni, leikara og Guðrúnu Agnarsdóttur, lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Frá árinu 2011 hafa um 350 verkefni fengið samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans og nema styrkirnir samtals 150 milljónum króna.

Samfélagsstyrkir Landsbankans 2019

1.000.000 kr.

 • Markús Már Efraím SigurðssonMarkús Már Efraím Sigurðsson fær styrk fyrir Rithöfundaskólann í Gerðubergi. Skólinn hefur þjónað börnum í Breiðholti og víðar frá ársbyrjun. Ritsmiðjurnar eru ókeypis og öllum börnum opnar. Í ritsmiðjunum læra börnin ekki bara að skrifa sögur heldur efla námskeiðin einnig lesskilning og kveikja áhuga á bóklestri. Ennfremur læra börnin að þau hafi rödd og að þeirra rödd sé þess virði að hlustað sé á hana.
 • Krumma films ehf.Styrkurinn er veittur til að koma á legg nýjum vef, svonafolk.is. Þar verður að finna frumheimildir, um 400 klukkustundir af kvikmynduðu efni, sem Hrafnhildur Gunnarsdóttir viðaði að sér á 27 árum við gerð þáttaraðarinnar Svona fólk sem fjallar um mannréttindabaráttu homma og lesbía á Íslandi.
 • SálstofanSálstofan fær styrk til að halda forvarnarnámskeiðið Núvitund fyrir foreldra langveikra barna. Markmið námskeiðsins er að þjálfa foreldra í að bregðast við þörfum barna sinna af meiri yfirvegun og beina athyglinni að því sem er hér og nú. Getur þetta haft jákvæðar afleiðingar á foreldrafærni og samskipti við barn.
 • Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar ReykjavíkurMenntunarsjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2012 og frá upphafi veitt tæplega 300 styrki til efnaminni kvenna. Markmið sjóðsins er að styrkja tekjulágar konur og mæður til náms svo þær geti bætt hag sinn til framtíðar.

500.000 kr.

 • Miðstöð foreldra og barnaMiðstöð foreldra og barna veitir sérhæfða tengslaeflandi meðferð fyrir ungbörn og foreldra þeirra. Fær Miðstöðin styrk fyrir verkefnið Snemmtækar forvarnir fyrir foreldra ungbarna.
 • Samtök um kvennaathvarfSamtök um kvennaathvarf fá styrk fyrir verkefnið Heimilisofbeldi: Forvarnir í framhaldsskólum á Íslandi. Á síðasta ári lét Kvennathvarfið gera rannsókn um heimilisofbeldi. Til stendur að kynna niðurstöður rannsóknarinnar fyrir framhaldsskólanemendum um land allt.
 • Sálfræðingar HöfðabakkaStyrkurinn er veittur til verkefnisins Sterkari út í lífið. Um er að ræða forvarnarverkefni þar sem aðgengi foreldra að efni sem styrkir sjálfsmynd barna og unglinga er aukið til muna.
 • Myndlistaskólinn í ReykjavíkMyndlistaskólinn í Reykjavík fær styrk fyrir myndlistarnámskeið fyrir hælisleitendur. Námskeiðið verður sniðið að börnum og mæðrum þeirra. Markmiðið er að börnin geti sótt uppbyggilegt frístundarstarf og að styrkja félagsleg tengsl kvennanna.
 • Menningarfélagið HneyksListStyrkurinn er veittur til verkefnisins RVK Fringe jaðarlistahátíð. Reykjavík Fringe er alþjóðleg jaðarlistahátíð, stökkpallur og tengslanet fyrir listafólk til að koma sér á framfæri hérlendis sem erlendis. Hátíðin fer fram í þriðja sinn víðsvegar um Reykjavíkurborg 4.-12. júlí 2020.
 • Sönghátíð í Hafnarborg - AndlagStyrkurinn er veittur til Sönghátíðarinnar í Hafnarborg sem fer fram næsta sumar. Dagskrá hátíðarinnar er alltaf mjög fjölbreytt og markmið hennar er meðal annars að koma sönglist á framfæri og skapa listræn og félagsleg verðmæti.
 • Heilabrot endurhæfingarseturHeilabrot endurhæfingarsetur er nýstofnað góðgerðafélag sem undirbýr nýtt endurhæfingarúrræði fyrir fólk með hegðunarvanda eftir heilaskaða. Félagið fær styrk til að fara í endurbætar á húsnæði fyrir starfsemina.
 • BjarkarhlíðStyrkurinn er veittur til verkefnisins Karlamáttur. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og vill efla þjónustuna við karlmenn sem er stækkandi hópur þjónustuþega miðstöðvarinnar.
 • Rauði krossinn á ÍslandiStyrkurinn er veittur til verkefnisins Barnamenning – stuðningur við efnaminni börn á Eyjafjarðarsvæðinu. Mörg börn fara á mis við leiksýningar og aðra menningartengda viðburði sem boðið er upp á í aðdraganda jóla vegna efnahagsstöðu. Eyjafjarðardeild Rauða krossins býður því nú börnum úr efnaminni fjölskyldum ásamt foreldrum að fara á jólaleikrit fyrir börn.
 • Aðalbjörg EgilsdóttirAðalbjörg Egilsdóttir fær styrk til að geta boðið upp á umhverfisfræðslu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Fræðslan veður fjölbreytt og valdeflandi þar sem nemendur verða hvattir til lífsstílsbreytinga og sýnt hvernig þeir geta haft áhrif í umhverfismálum.
 • Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystriStyrkurinn er veittur til verkefnisins Víknaslóðir til framtíðar. Markmið verkefnisins er að hlúa að göngusvæðinu Víknaslóðir sem er eitt hið vinsælasta á Austurlandi.
 • Háskólinn í ReykjavíkHáskólinn í Reykjavík fær styrk vegna verkefnisins Stelpur og tækni. Stelpur og tækni dagurinn er árlegur viðburður á vegum Háskólans í Reykjavík. Viðburðurinn gengur út á að kynna fyrir stelpum í 9. bekk grunnskólanna þá fjölmörgu möguleika sem eru til staðar í tækninámi og tæknistörfum.
 • Rannsóknasetur Háskóla Íslands á VestfjörðumStyrkurinn er veittur til verkefnisins Sumarnámskeið í sjávarrannsóknum. Markmið verkefnisins er að grunnskólanemar kynnist fjölþættum hliðum sjávarrannsókna og mikilvægi sjávarauðlinda í íslensku samfélagi. Nemendur fá að kynnast vísindalegri aðferðafræði í alvöru rannsóknastofu og eru virkir þátttakendur í rannsóknum.
 • Þorsteinn V. EinarssonStyrkurinn er veittur til verkefnisins Karlmennskuþættir. Framleiða á vefsjónvarpsþætti um málefni er varðar karlmenn og karlmennskuhugmyndir. Markmiðið er að varpa ljósi á áhrif þessara hugmynda á stöðu drengja og karla á nokkrum sviðum.
 • María K. JónsdóttirMaría K. Jónsdóttir fær styrk fyrir verkefnið Nýgengi heilahristings hjá íslensku íþróttafólki. Til stendur að rannsaka hversu margir íþróttamenn, konur og karlar, í efstu deildum íshokkí, körfu-, fót- og handbolta fá heilahristing yfir tveggja ára tímabil. Niðurstöður munu koma að gagni í forvarnar- og meðferðarstarfi.

250.000 kr.

 • Íþróttafélag ReykjavíkurStyrkurinn er veittur til verkefnisins Tinnubörn í ÍR en Tinna er úrræði fyrir unga, einstæða foreldra sem vilja breytingar fyrir sig og börn sín. Frá því að Tinnuverkefnið hófst hefur Fjölskyldumiðstöðin í Breiðholti og ÍR haft gott samstarf um að hvetja Tinnubörn til virkrar þátttöku í íþróttum.
 • Sólborg GuðbrandsdóttirStyrkurinn er veitur til verkefnisins Fávitar sem er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Verkefnið byrjaði á Instagram en hefur síðan vaxið með fyrirlestrum og samtölum við unglinga í félagsmiðstöðvum, grunn- og framhaldsskólum víðs vegar um landið.
 • List í ljósiStyrkurinn er veittur til vetrarhátíðarinnar List í ljósi sem er haldin árlega á Seyðisfirði. Hátíðin verður haldin í fimmta sinn 14.-15. febrúar 2020.
 • Unnur María Máney BergsveinsdóttirUnnur María Máney Bergsveinsdóttir fær styrk fyrir verkefnið Fjölskyldusirkushelgar Húlladúllunnar. Verkefnið er meðal hugsað sem öðruvísi upplifun fyrir fjölskyldur þar sem þátttakendur á öllum aldri fá að kynnast sirkuslistum og prófa sirkusáhöld undir leiðsögn tveggja sirkuskennara.
 • Druslubækur og doðrantar félagasamtökStyrkurinn er veittur til verkefnisins Átak í þýðingum ungmennabókamennta. Um er að ræða samstarfsverkefni barnabókaþýðenda og -höfunda sem miðar að því að fjölga þýðingum á bókum fyrir börn og ungmenni milli Norðurlandamála.
 • HörpustrengirStyrkurinn er veittur fyrir verkefnið Upptakturinn 2020. Upptakturinn er tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna þar sem þau geta sent inn tónsmíð og síðan fullunnið hana ásamt reyndari listamönnum. Afrakstur þessarar vinnu eru svo tónleikar með verkum þátttakenda á Barnamenningarhátíð í Hörpu.
 • LÍF styrktarfélagFær styrk til að endurnýja vöggur á fæðingarvaktinni og á sængurlegudeild kvennadeildar Landspítalans. LÍF styrktarfélag var stofnað fyrir 10 árum síðan og er tilgangur félagsins að styðja við og styrkja kvennadeild Landspítalans.
 • Bataskóli ÍslandsStyrkurinn er veittur til að kaupa fjarfundarbúnað sem mun nýtast við kennslu utan skólans, svo sem úti á landsbyggðinni og á stöðum þar sem fólk á ekki heimangengt.
 • Miðstöð slysavarna barnaFær styrk til að framleiða fræðslumyndbönd fyrir foreldra um slysavarnir barna. Myndböndin verða textuð og/eða talsett á tíu mismunandi tungumálum.
 • Hreinni HornstrandirHreinni Hornstrandir er óhagnaðardrifið áhugamannafélag sem fær styrk til að hreinsa strandirnar í friðlandinu á Hornströndum. Félagið hefur staðið fyrir hreinsunum síðan árið 2014 og hefur safnað rúmlega 33 tonnum af rusli.
 • Harpa StefánsdóttirHarpa Stefánsdóttir hlýtur styrk fyrir verkefnið Eldhúsatlasinn: Grænmetisréttir frá 196 löndum. Með Eldhúsatalasinum vill Harpa vekja áhuga og athygli á mikilvægi þess að minnka neyslu á kjöti og öðrum dýraafurðum í nafni umhverfisverndar og dýravelferðar á jákvæðan og fordómalausan hátt.
 • Handaband sf.Styrkurinn er veittur til Handbands sem er samfélagsverkefni, sem varð til þegar þrír textílhönnuðir tóku höndum saman og opnuðu vinnustofu sem öllum er velkomið að heimsækja án þátttökugjalds. Markmið verkefnisins er að styrkja þátttakendur, auka lífsgæði og draga úr félagslegri einangrun.
 • Alviðra, landgræðslu- og náttúruverndarstofnunFær styrk til viðhalds og bóta á göngustígum við Sogið og Ingólfsfjall. Endurreisn er hafin á sviðinu og líður í því er að gera leið almennings um svæði greiða.
 • Menntaskólinn að LaugarvatniFær styrk til vistheimtar svæðisins Langimelur. Langimelur er uppblásið svæði fyrir ofan kaupstaðinn Laugarvatn sem nemendur á Laugarvatni hafa tekið að sér að sjá um vistheimt á í samstarfi við Skógrækt ríkisins.

Myndir á Facebook frá afhendingunni

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur