Styrkir

Styrkj­um góð mál­efni

Við veit­um ár­lega náms­styrki, sjálf­bærnistyrki og sam­fé­lags­styrki úr Sam­fé­lags­sjóði Lands­bank­ans.

Styrkir

Úthlutun námsstyrkja fer öllu jafna fram í upphafi sumars en samfélagsstyrkja í lok árs. Árið 2022 voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr Sjálfbærnisjóði bankans.

Samfélagsstyrkir

Við veitum 15 milljónir króna í samfélagsstyrki á hverju ári. Styrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarfs og umhverfismála og náttúruverndar.

Sjálfbærnistyrkir 2023

Sjálfbærnistyrkir

Við veitum 10 milljónir króna árlega úr Sjálfbærnisjóði bankans til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið og stuðla að sjálfbærni. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orkuskiptum.

Stúlkur með síma

Námsstyrkir

Á hverju ári veitum við námsstyrki til viðskiptavina sem eru í námi. Sérstök dómnefnd fer yfir allar umsóknir en nefndin er skipuð sérfræðingum úr skóla- og atvinnulífinu ásamt einum fulltrúa bankans. Úthlutun námsstyrkja fer öllu jafna fram í upphafi sumars.

Almennir styrkir

Ef umsókn fellur ekki að skilgreiningum samfélagsstyrksins, námsstyrksins né sjálfbærnistyrksins má senda almenna styrktarbeiðni á netfangið styrkur@landsbankinn.is. Við styðjum fjölbreytt verkefni með ýmsum hætti, m.a. með stuðningi útibúa við verkefni í nærsamfélagi og samstarfssamningum.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur