Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn veit­ir 15 millj­ón­ir króna í sam­fé­lags­styrki - 2021

22. desember 2021

Samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans 21. desember 2021. Alls hlutu 32 verkefni styrki að þessu sinni. Verkefnin sem hlutu styrki eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri, víða um land.

Þrjú verkefni hlutu styrk að fjárhæð 1 milljón króna, tvö verkefni hlutu 750.000 króna styrk, 15 verkefni hlutu 500.000 króna styrk og 12 verkefni fengu 250.000 króna styrk.

Rúmlega 300 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarna- og æskulýðsstarf, umhverfismál og verkefni á sviði menningar og lista.

Dómnefnd samfélagsstyrkja var skipuð þeim Ármanni Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni leikara og Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Samfélagsstyrkir 2021

1.000.000 kr.

  • List án Landamæra - List án landamæra
  • Björk Vilhelmsdóttir - Tækifærið
  • Birna Hallsdóttir - Nýr aðgerðapakki ESB í loftslagsmálum og losun vegna landnotkunar - leiðin að kolefnishlutleysi

750.000 kr.

  • LungA listahátíð ungs fólks - LungA listahátíð ungs fólks
  • Ásthildur Jónsdóttir - ROK- Rætur og kvistir

500.000 kr.

  • Chanel Björk Sturludóttir - Hvaðan ertu? Fræðsla um kynþáttahyggju og menningarfordóma
  • Elísabet Ósk Vigfúsdóttir - Urðarbrunnur - Heimili
  • Ofbeldisforvarnaskólinn - Framtíð og forvarnir í fótboltastarfi
  • Rósa Ómarsdóttir - Molta
  • Handbendi brúðuleikhús ehf. - Listaklasi æskunnar
  • Auður Þórhallsdóttir - Skúnaskrall
  • Fæðingarheimili Reykjavíkur - Bætt aðgengi erlendra fjölskyldna að fræðsluefni um barneignarferlið og foreldrahlutverkið
  • Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur - Mennt er máttur
  • Arnbjörn Ólafsson - GeoLab - Færanlegar rannsóknarstöðvar fyrir skólahópa
  • Líf styrktarfélag - Kaup á tækjum fyrir kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
  • Sorgarmiðstöð - Skyndilegur ástvinamissir og ástvinamissir í kjölfar veikinda
  • Hjálparstarf kirkjunnar - Skjólið - opið hús fyrir heimilislausar konur
  • Óli-Film ehf. - Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
  • Heimsleikhúsið - Íslenska með leiklist
  • Þorvarður Árnason - Bráðnun jökla á Suðausturlandi: Sjónræn vöktun og miðlun

250.000 kr.

  • Guðlaug Erla Akerlie - Ease
  • Það er von - Forvarna- og fræðsluhlaðvarp
  • Spindrift theatre - Ástin ein taugahrúga - Kammerópera
  • Jón Gnarr slf. - Völuspá
  • Hildigunnur Halldórsdóttir - 15:15 tónleikasyrpan
  • Margrét M. Norðdahl - Listamiðstöð - vettvangur og atvinnutækifæri fyrir fatlað listafólk
  • Sviðslistahópurinn 16 elskendur - Getur þú hjálpað mér
  • Kolbrún Harpa Kristinsdóttir - Útilokunarmenning og dómstóll götunnar: Greining í íslensku samfélagi
  • Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri - Vísindaskóli unga fólksins
  • Ljónshjarta - Sálfræðiþjónusta fyrir börn sem misst hafa foreldri
  • Rauði krossinn - Efling félagsstarfs umsækjenda um alþjóðlega vernd
  • Stígamót - Sjúkást - netspjall

Nánar um samfélagsstyrki

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
15. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar 14. október 2025 í máli nr. 55/2024
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.