Fréttir

Lands­bank­inn veit­ir 15 millj­ón­ir króna í sam­fé­lags­styrki - 2021

22. desember 2021

Samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans 21. desember 2021. Alls hlutu 32 verkefni styrki að þessu sinni. Verkefnin sem hlutu styrki eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri, víða um land.

Þrjú verkefni hlutu styrk að fjárhæð 1 milljón króna, tvö verkefni hlutu 750.000 króna styrk, 15 verkefni hlutu 500.000 króna styrk og 12 verkefni fengu 250.000 króna styrk.

Rúmlega 300 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarna- og æskulýðsstarf, umhverfismál og verkefni á sviði menningar og lista.

Dómnefnd samfélagsstyrkja var skipuð þeim Ármanni Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni leikara og Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Samfélagsstyrkir 2021

1.000.000 kr.

  • List án Landamæra - List án landamæra
  • Björk Vilhelmsdóttir - Tækifærið
  • Birna Hallsdóttir - Nýr aðgerðapakki ESB í loftslagsmálum og losun vegna landnotkunar - leiðin að kolefnishlutleysi

750.000 kr.

  • LungA listahátíð ungs fólks - LungA listahátíð ungs fólks
  • Ásthildur Jónsdóttir - ROK- Rætur og kvistir

500.000 kr.

  • Chanel Björk Sturludóttir - Hvaðan ertu? Fræðsla um kynþáttahyggju og menningarfordóma
  • Elísabet Ósk Vigfúsdóttir - Urðarbrunnur - Heimili
  • Ofbeldisforvarnaskólinn - Framtíð og forvarnir í fótboltastarfi
  • Rósa Ómarsdóttir - Molta
  • Handbendi brúðuleikhús ehf. - Listaklasi æskunnar
  • Auður Þórhallsdóttir - Skúnaskrall
  • Fæðingarheimili Reykjavíkur - Bætt aðgengi erlendra fjölskyldna að fræðsluefni um barneignarferlið og foreldrahlutverkið
  • Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur - Mennt er máttur
  • Arnbjörn Ólafsson - GeoLab - Færanlegar rannsóknarstöðvar fyrir skólahópa
  • Líf styrktarfélag - Kaup á tækjum fyrir kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
  • Sorgarmiðstöð - Skyndilegur ástvinamissir og ástvinamissir í kjölfar veikinda
  • Hjálparstarf kirkjunnar - Skjólið - opið hús fyrir heimilislausar konur
  • Óli-Film ehf. - Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
  • Heimsleikhúsið - Íslenska með leiklist
  • Þorvarður Árnason - Bráðnun jökla á Suðausturlandi: Sjónræn vöktun og miðlun

250.000 kr.

  • Guðlaug Erla Akerlie - Ease
  • Það er von - Forvarna- og fræðsluhlaðvarp
  • Spindrift theatre - Ástin ein taugahrúga - Kammerópera
  • Jón Gnarr slf. - Völuspá
  • Hildigunnur Halldórsdóttir - 15:15 tónleikasyrpan
  • Margrét M. Norðdahl - Listamiðstöð - vettvangur og atvinnutækifæri fyrir fatlað listafólk
  • Sviðslistahópurinn 16 elskendur - Getur þú hjálpað mér
  • Kolbrún Harpa Kristinsdóttir - Útilokunarmenning og dómstóll götunnar: Greining í íslensku samfélagi
  • Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri - Vísindaskóli unga fólksins
  • Ljónshjarta - Sálfræðiþjónusta fyrir börn sem misst hafa foreldri
  • Rauði krossinn - Efling félagsstarfs umsækjenda um alþjóðlega vernd
  • Stígamót - Sjúkást - netspjall

Nánar um samfélagsstyrki

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur