Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir árið 2019

Hagnaður Landsbankans á árinu 2019 nam 18,2 milljörðum króna, eftir skatta. Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 7,5% á árinu 2019, samanborið við 8,2% arðsemi árið 2018.
6. febrúar 2020 - Landsbankinn

Arðsemi eiginfjár án bankaskatts var 9,2% en markmið bankans er að ná að lágmarki 10% arðsemi eiginfjár, að teknu tilliti til áhrifa bankaskatts.

 • Kostnaðarhlutfall lækkaði á milli ára og var 42,6% á árinu 2019 samanborið við 45,5% árið 2018.
 • Útlán Landsbankans jukust um 76 milljarða króna. Vanskilahlutfall útlána í árslok 2019 var 0,8%, sama hlutfall og í árslok 2018.
 • Eigið fé Landsbankans nam 247,7 milljörðum króna í árslok 2019 og eiginfjárhlutfallið var 25,8% af áhættugrunni.
 • Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði 9,5 milljarða króna arður til hluthafa vegna ársins 2019, eða sem nemur 0,40 krónu á hlut.
 • Ársskýrsla Landsbankans og áhættuskýrsla fyrir árið 2019 koma út samhliða birtingu ársuppgjörsins. Skýrslurnar eru aðgengilegar á vef bankans.

Kynning á afkomu

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans, kynnir afkomu bankans árið 2019 og ræðir helstu atriði rekstrarins á þeim tíma (03.02).

Hagnaður Landsbankans hf. á árinu 2019 nam 18,2 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 19,3 milljarða króna á árinu 2018. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 7,5% á árinu 2019, samanborið við 8,2% arðsemi árið áður. Hreinar vaxtatekjur námu 39,7 milljörðum króna árið 2019 samanborið við 40,8 milljarða króna árið á undan. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 8,2 milljörðum króna árið 2019 og standa í stað á milli ára. Aðrar rekstrartekjur námu 8,5 milljörðum króna á árinu 2019 samanborið við 3,6 milljarða króna á árinu 2018 sem er hækkun um 136% á milli ára. Hækkunin skýrist aðallega af jákvæðum gangvirðisbreytingum óskráðra hlutabréfa. Neikvæð virðisbreyting útlána og krafna nam 4,8 milljörðum króna samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 1,4 milljarð króna árið 2018. Vanskilahlutfall útlána stendur í stað á milli ára en það var 0,8% í lok árs 2019 og 2018.

Rekstrartekjur bankans á árinu 2019 námu 51,5 milljörðum króna samanborið við 53,9 milljarða króna árið áður. Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,4% en var 2,7% árið áður.

Rekstrarkostnaður var 24 milljarðar króna á árinu 2019 og stendur í stað á milli ára. Þar af voru laun og launatengd gjöld 14,5 milljarðar króna, samanborið við 14,6 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 9,5 milljarðar króna á árinu 2019 samanborið við 9,3 milljarða króna árið 2018.

Hagnaður fyrir skatta á árinu 2019 var 27,5 milljarðar króna samanborið við 30 milljarða króna árið 2018. Reiknaðir skattar, þar með talið sérstakur fjársýsluskattur á laun, voru 10 milljarðar króna árið 2019 samanborið við 11,4 milljarða króna árið 2018.

Heildareignir Landsbankans jukust um 100,3 milljarða króna á milli ára og námu í árslok 2019 alls 1.426 milljörðum króna. Útlán jukust um 7,1% milli ára, eða um 75,7 milljarða króna. Útlánaaukning ársins er aðallega vegna lána til einstaklinga. Í árslok 2019 voru innlán frá viðskiptavinum 708 milljarðar króna, samanborið við 693 milljarða króna í árslok 2018.

Eigið fé Landsbankans í árslok 2019 var 247,7 milljarðar króna samanborið við 239,6 milljarða króna í árslok 2018. Á árinu 2019 greiddi Landsbankinn 9,9 milljarða króna í arð til hluthafa en alls nema arðgreiðslur bankans um 142 milljörðum króna frá árinu 2013. Eiginfjárhlutfall Landsbankans í árslok 2019 var 25,8%, samanborið við 24,9% í árslok 2018. Fjármálaeftirlitið gerir 20,5% heildarkröfu um eiginfjárgrunn Landsbankans.

Bankaráð mun leggja til við aðalfund þann 27. mars 2020 að greiddur verði arður til hluthafa vegna ársins 2019 sem nemur 0,40 krónu á hlut, eða samtals 9,5 milljörðum króna. Arðgreiðslan nemur um 52% af hagnaði ársins 2019.

Ársreikningur samstæðu 2019

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Ársskýrsla 2019

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Landsbankinn hefur verið í sókn sem endurspeglast í aukinni ánægju viðskiptavina og sterkri markaðsstöðu, ásamt traustum og stöðugum rekstri.

Aukin hagræðing í rekstri og stöðugar aðhaldsaðgerðir eiga stærstan þátt í að rekstrarkostnaður stóð nánast í stað á milli ára, þrátt fyrir kjarasamningsbundnar launahækkanir. Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði töluvert á milli ára og var 42,6% í lok árs 2019. Arðsemi eiginfjár var 7,5% en 9,2% ef litið er framhjá áhrifum af bankaskatti.

Mikilvægasti þátturinn í starfsemi Landsbankans er sambandið við viðskiptavini. Það er einkar góð byrjun á árinu 2020 að bankinn var í efsta sæti í Íslensku ánægjuvoginni sem byggir á könnun sem gerð var seinni hluta árs 2019 og mælir heildaránægju viðskiptavina. Við leggjum í senn mikla áherslu á persónulegt samband við viðskiptavini okkar og á framþróun og útgáfu stafrænna lausna. Með stafrænni þjónustu gerum við bankaþjónustu aðgengilegri og auðveldari. Með persónulegri þjónustu tryggjum við að viðskiptavinir fái trausta fjármálaráðgjöf og aðstoð þegar á reynir.

Starfsfólk bankans hefur nýtt vel þau tækifæri sem hafa gefist til að efla viðskiptasambönd og á árinu 2019 buðum við fjölmarga nýja viðskiptavini velkomna. Þetta á jafnt við um fyrirtæki sem einstaklinga. Við erum stolt af því að hafa stutt við yfir eitt þúsund fjölskyldur og einstaklinga sem voru að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðinum en bankinn var með 38% hlutdeild í íbúðalánum til fyrstu kaupa á árinu. Landsbankinn veitir samkeppnishæf kjör þar sem því verður við komið en það er öllum ljóst að erfitt er að keppa um kjör við aðila sem búa við lægri álögur en bankinn. Skattheimta á stærri fjármálafyrirtæki, sem jafnframt er mun meiri en í nágrannalöndunum, skekkir samkeppnisstöðuna verulega og kemur niður á kjörum til viðskiptavina. Landsbankinn mun áfram vinna að því að lækka rekstrarkostnað en stærstu tækifærin til þess liggja í áframhaldandi stöðlun og einföldun á sameiginlegum innviðum fjármálakerfisins.

Sem fyrr er mikill hugur í Landsbankafólki sem vinnur nú ásamt stjórn bankans að því að móta nýja framtíðarstefnu fyrir bankann sem kynnt verður á haustmánuðum. Ný stefna bankans mun snúa að því hvernig við treystum samband okkar við viðskiptavini enn frekar og höldum áfram að skila góðri og samkeppnishæfri rekstrarniðurstöðu.“

Helstu atriði úr rekstri á fjórða ársfjórðungi (4F) 2019

 • Hagnaður Landsbankans á 4F 2019 nam 3,9 milljörðum króna, nánast óbreytt frá sama ársfjórðungi 2018.
 • Arðsemi eiginfjár var 6,3% á 4F 2019, samanborið við 6,5% arðsemi á sama ársfjórðungi árið á undan.
 • Hreinar vaxtatekjur á ársfjórðungnum voru 9,6 milljarðar króna en þær námu 11 milljörðum króna á 4F 2018.
 • Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 1,4 milljarða króna á 4F 2019 en var neikvæð um 286 milljónir króna á 4F 2018.
 • Hreinar þjónustutekjur voru 2,1 milljarður króna en þær voru 2,4 milljarðar króna á 4F 2018.
 • Vaxtamunur eigna og skulda var 2,3% á 4F 2019, samanborið við 2,8% á sama ársfjórðungi 2018
 • Laun og launatengd gjöld námu 3,8 milljörðum króna og standa í stað á milli ára.
 • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum nam 2,5 milljörðum króna á 4F 2019 samanborið við 2,4 milljarða króna á sama ársfjórðungi 2018.
 • Kostnaðarhlutfall á fjórða ársfjórðungi 2019 var 46,2% samanborið við 47,3% á sama ársfjórðungi árið á undan.
 • Stöðugildi hjá Landsbankanum í árslok 2019 voru 893 en voru 919 í lok árs 2018.

Helstu atriði úr rekstri og efnahag árið 2019

Rekstur:

 • Hagnaður Landsbankans á árinu 2019 nam 18,2 milljörðum króna, samanborið við 19,3 milljarða króna á árinu 2018.
 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 7,5% samanborið við 8,2% arðsemi árið áður.
 • Hreinar vaxtatekjur námu 39,7 milljörðum króna á árinu 2019 samanborið við 40,8 milljarða króna á árinu 2018.
 • Vaxtamunur eigna og skulda var 2,4% árið 2019 en 2,7% árið 2018.
 • Virðisbreytingar útlána og krafna voru neikvæðar um 4,8 milljarða króna á árinu 2019 samanborið við jákvæðar virðisbreytingar að fjárhæð 1,4 milljörðum króna árið 2018.
 • Hreinar þjónustutekjur Landsbankans stóðu nokkurn veginn í stað á milli ára og námu 8,2 milljörðum króna.
 • Aðrar rekstrartekjur námu 8,5 milljörðum króna samanborið við 3,6 milljarða króna árið 2018. Hækkunin skýrist aðallega af jákvæðum gangvirðisbreytingum óskráðra hlutabréfa.
 • Laun og launatengd gjöld námu 14,5 milljörðum króna á árinu 2019, samanborið við 14,6 milljarða króna árið áður.
 • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og tengdum gjöldum nam 9,5 milljörðum króna samanborið við 9,3 milljarða króna árið 2018.
 • Kostnaðarhlutfall lækkar á milli ára. Það var 42,6% árið 2019 samanborið við 45,5% árið 2018.
 • Stöðugildum í Landsbankanum fækkaði um 26 á árinu 2019 og voru þau 893 í árslok.
 • Skattar Landsbankans á árinu 2019 voru 9,3 milljarðar króna samanborið við 10,7 milljarða króna á árinu 2018.

Efnahagur:

 • Eigið fé Landsbankans í árslok 2019 var 247,7 milljarðar króna, sem er 8,1 milljarði króna hærra en í árslok 2018. Á árinu 2019 greiddi Landsbankinn 9,9 milljarða króna í arð til hluthafa.
 • Eiginfjárhlutfall bankans (e. total capital ratio) í lok árs 2019 var 25,8% en var 24,9% í lok árs 2018. Það er verulega umfram 20,5% eiginfjárviðmið Fjármálaeftirlitsins.
 • Heildareignir bankans námu 1.426 milljörðum króna í lok árs 2019 og hækkuðu um rúmlega 7,6% á milli ára.
 • Útlán jukust um 7,1% á milli ára, eða um 76 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 21 milljarð króna og útlán til einstaklinga jukust um 55 milljarða króna.
 • Innlán viðskiptavina, að fjármálafyrirtækjum undanskildum, jukust um 2,1% á árinu 2019, eða um 14,8 milljarða króna. Innlán frá fjármálafyrirtækjum hækkuðu um 13,5 milljarða króna á árinu.
 • Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu bankans í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 161% í lok árs 2019.
 • Á árinu 2019 lækkaði liðurinn eignir til sölu um 308 milljónir króna.
 • Heildarvanskil fyrirtækja og heimila stóðu í stað á milli ára og voru 0,8% í árslok 2019.

Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)

  2019 2018 4F 2019 4F 2018
Hagnaður eftir skatta 18.235 19.260 3.875 3.867
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 7,5%

8,2% 6,3% 6,5%
Arðsemi eigin fjár eftir skatta, án bankaskatts* 9,2% 9,8% 8,0% 8,2%
Vaxtamunur eigna og skulda** 2,4% 2,7% 2,3% 2,8%
Kostnaðarhlutfall *** 42,6% 45,5% 46,2% 47,3%

Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)

  31.12.2019 31.12.2018
Heildareignir 1.426.328 1.326.041
Útlán til viðskiptavina 1.140.184 1.064.532
Innlán frá viðskiptavinum 707.813 693.043
Eigið fé 247.734 239.610
Eiginfjárhlutfall alls 25,8% 24,9%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 143% 166%
Heildarlausafjárþekja 161% 158%
Lausafjárþekja erlendra mynta 769% 534%
Vanskilahlutfall (>90 daga) 0,8% 0,8%
Stöðugildi 893 919

* Arðsemi eigin fjár eftir skatta, án bankaskatts = (Hagnaður eftir skatta – skattur á heildarskuldir fjármálafyrirtækja – hagnaður af aflagðri starfsemi eftir skatta)/meðalstaða eigin fjár.
** Vaxtamunur eigna og skulda = (Vaxtatekjur/meðalstaða heildareigna) – (vaxtagjöld/meðalstaða heildarskulda).
*** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls/(Hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána).

Aðrir þættir í rekstri Landsbankans á árinu 2019

 • Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2019 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu.
 • Gallup-kannanir hafa undanfarin ár sýnt vaxandi traust til bankans og aukna ánægju með þjónustuna, bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann.
 • Markaðshlutdeild bankans í lánum til kaupa á fyrsta heimili var um 38% á árinu 2019. Á árinu 2019 lánaði bankinn til 1.056 fjölskyldna eða einstaklinga vegna fyrstu kaupa, alls um 30 milljarða króna.
 • Markaðshlutdeild bankans í nýjum íbúðalánum var um 28,2% og alls lánaði bankinn um 138 milljarða króna í ný íbúðalán.
 • Landsbankinn hefur verið með mestu markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði sex ár í röð og á árinu 2019 mældist hún 37,2%.
 • Fjöldi nýrra stafrænna lausna var gefinn út á árinu. Mikil og vaxandi notkun er á öllum sjálfsafgreiðslulausnum bankans og mælingar Gallup sýna að viðskiptavinir eru mjög ánægðir með þjónustuna.
 • Ánægja viðskiptavina með þjónustu Landsbankans við fyrirtæki hefur aldrei mælst meiri.
 • Bankinn hélt sterkri stöðu sinni á fyrirtækjamarkaði og mældist markaðshlutdeild álíka mikil og á fyrra ári, eða um 34%.
 • Hlutdeild Landsbankans í útlánum til fyrirtækja er mest meðal stóru bankanna þriggja, eða 41,7%, sem er 1,1 prósentustigs hækkun frá fyrra ári, miðað við 9 mánaða uppgjör.
 • Umfang eignastýringar Landsbankans hélt áfram að aukast. Í árslok 2019 voru um 475 milljarðar króna í stýringu hjá samstæðu bankans.
 • Árið 2019 var einstaklega gott hjá Íslenska lífeyrissjóðnum en sjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann. Hrein raunávöxtun deilda sjóðsins var á bilinu 4,6-12,5%, samkvæmt óendurskoðuðum niðurstöðum.
 • Í febrúar lauk Landsbankinn við sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum til þriggja ára að fjárhæð 1.000 milljónir norskra króna og 500 milljónir sænskra króna.
 • Landsbankaappið var valið app ársins þegar Íslensku vefverðlaunin voru afhent í febrúar.
 • Landsbankinn hlaut í apríl jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi bankans samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
 • Á aðalfundi Landsbankans 4. apríl 2019 var samþykkt að bankinn greiddi samtals út arð að fjárhæð 9,9 milljarðar króna á árinu.
 • Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti endurnýjaði í apríl viðurkenningu Landsbankans sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.
 • Þann 8. maí 2019 opnaði Apple fyrir notkun á Apple Pay á Íslandi og um leið opnaði Landsbankinn fyrir þennan möguleika gagnvart viðskiptavinum bankans. Þar með varð Landsbankinn fyrstur banka á Íslandi til að bjóða upp á greiðslur með öllum gerðum farsíma.
 • Í júní gerðist Landsbankinn meðlimur í kauphöllum NASDAQ í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki og getur átt milliliðalaus viðskipti með skráð verðbréf á þessum mörkuðum.
 • Í júlí undirrituðu Landsbankinn og Landsbréf þjónustusamning um kaup á framkvæmd UFS mats á útgefendum hlutabréfa og skuldabréfa í stýringu félaganna. UFS stendur fyrir umhverfis- og félagslega þætti auk stjórnarhátta.
 • Landsbankinn varð í júlí fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á aðgang að A2A-greiðslulausn en með henni geta fyrirtæki á fjártæknimarkaði útbúið hugbúnaðarlausnir (öpp) sem gera viðskiptavinum bankans kleift að greiða beint út af reikningum sínum.
 • Í júlí var tilkynnt að alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefði valið Landsbankann besta bankann á Íslandi.
 • Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í júlí óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans fyrir skuldbindingar til lengri og skemmri tíma (BBB+/A-2) en breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar. Í tilkynningu S&P var sérstaklega tekið fram að markaðshlutdeild Landsbankans væri hærri en annarra íslenskra banka og rekstur hans bæði skilvirkari og arðsamari.
 • Í september skrifaði bankastjóri Landsbankans undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi. Viðmiðin voru þróuð af 30 alþjóðlegum bönkum í samvinnu við UNEP FI (United Nations Environment Programme - Finance Initiative).
 • Landsbankinn hélt vel heppnaða ferðaþjónusturáðstefnu í Hörpu þann 26. september 2019. Um leið kynnti Hagfræðideild Landsbankans ítarlega greiningu á stöðu og horfum í ferðaþjónustu.
 • Yfir 200 manns sóttu fræðslufund um netöryggismál sem Landsbankinn stóð fyrir í Reykjavík í október. Fundurinn var sérstaklega ætlaður starfsfólki fyrirtækja og stofnana.
 • Hagspá Landsbankans fyrir árin 2019-2022 var kynnt á vel sóttum morgunfundi í Hörpu 30. október. Yfirskrift fundarins var: Hagkerfið kemur inn til mjúkrar lendingar.
 • Markaðir Landsbankans voru samstarfsaðili Lánasjóðs sveitarfélaga við gerð umgjörðar fyrir vottun fyrir græn skuldabréf, sem og sölu og útgáfu skuldabréfanna.
 • Viðskiptavinir Landsbankans hafa frá því í nóvember getað tengt greiðslukortin sín við Garmin Pay og Fitbit Pay.
 • Landsbankinn fékk í nóvember mjög góða einkunn í UFS-áhættumati hjá alþjóðlega mats- og greiningarfyrirtækinu Sustainalytics og var bankinn í 6. sæti af 376 bönkum sem fyrirtækið hafði mælt í Evrópu.
 • Í desember gaf Landsbankinn út víkjandi skuldabréf í krónum að fjárhæð 5.520 milljónir króna undir 50 milljarða króna útgáfuramma bankans fyrir víxla og skuldabréf. Skuldabréfaútgáfan var fyrsta víkjandi útgáfa bankans í íslenskum krónum.
 • Landsbankinn undirritaði í desember yfirlýsingu um að bankinn ætli að haga gjaldeyrisviðskiptum sínum í samræmi við FX Global Code sem eru alþjóðlegar reglur um góða framkvæmd gjaldeyrisviðskipta.

Ársreikningur samstæðu 2019

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Ársskýrsla 2019

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Austurbakki
7. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur