Tilkynning um kaup Landsbankans á eigin hlutum – lok endurkaupatímabils
Þann 6. desember 2018 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á tímabilinu 10. desember 2018 til 20. desember 2018. Á endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 14.995.121 eigin hluti á genginu 9,9787 að kaupvirði 149.631.819 krónur.
21. desember 2018
Landsbankinn átti um 360,5 milljónir eigin hluti fyrir viðskiptin á endurkaupatímabilinu og á að því loknu um 375,5 milljónir eigin hluti eða sem nemur um 1,56% af útgefnum hlutum í félaginu.
Endurkaup samkvæmt áætluninni gátu numið að hámarki samtals 72,5 milljónum hluta eða sem nam um 0,3% af útgefnu hlutafé.
Framkvæmdastjórar hjá bankanum seldu ekki hluti í bankanum á endurkaupatímabilinu.
Þú gætir einnig haft áhuga á

19. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.

5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.

28. feb. 2025
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.

21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.

13. feb. 2025
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.

13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.

11. feb. 2025
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.

30. jan. 2025
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.

13. des. 2024
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).

23. okt. 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.