S&P metur lánshæfi sértryggðra skuldabréfa Landsbankans
Lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Landsbankans er tveimur þrepum fyrir ofan lánshæfismat Landsbankans, sem er BBB með stöðugum horfum.
Mat S&P byggir m.a. á þeim sterka lagaramma sem gildir um útgáfu sértryggðra skuldabréfa á Íslandi.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Við fögnum þessum áfanga og þetta mat styrkir sértryggðu skuldabréfin enn frekar sem fjárfestingarkost. Sértryggð skuldabréf eru orðin mikilvægari hluti af fjármögnun bankans í takt við vaxandi markaðshlutdeild Landsbankans í íbúðalánum. Gott lánshæfi skuldabréfanna endurspeglar traustan rekstur bankans og sterka umgjörð um markaðinn með sértryggð skuldabréf.“
Langt og ítarlegt ferli er að baki umsóknar bankans um lánshæfismat vegna sértryggðu skuldabréfanna, enda er S&P í fyrsta sinn að meta íslenskt laga- og reglugerðarumhverfi varðandi sértryggð skuldabréf, tryggingasafn bankans og útgáfuramma sértryggðra skuldabréfa Landsbankans. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem alþjóðlegt matsfyrirtæki gefur út lánshæfiseinkunn fyrir sértryggð skuldabréf íslensks banka.

Landsbankinn gefur út græn skuldabréf í evrum

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2020 komin út

Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2020

Hættir í bankaráði Landsbankans

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2020

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2020

Besti banki á Íslandi að mati Euromoney

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

S&P lækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB með stöðugum horfum
