27. maí 2022 - Landsbankinn
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því A með stöðugum horfum.
Hækkunin kemur í kjölfar tilkynningar S&P um að umgjörð skilameðferðar á Íslandi sé metin fullnægjandi.
Nánari upplýsingar má finna í tilkynningu S&P sem aðgengileg er hér á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
9. mars 2023
Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum
Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
16. feb. 2023
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023
Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans
Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
2. feb. 2023
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022
Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
27. okt. 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
21. júlí 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans.
3. júní 2022
Áfram fremst í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics
Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS- áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 9,9 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
5. maí 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins var 3,2 milljarðar króna. Arðsemi eiginfjár var 4,7%. Hreinar þjónustutekjur jukust um 28,5% á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Hreinar vaxtatekjur jukust um 19%, aðallega vegna þess að efnahagsreikningur er stærri og ávöxtun lausafjár betri. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði mældist 39% í lok tímabilsins, heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Kostnaðarhlutfall (K/T) var 54,9% og kostnaður er áfram stöðugur. Hlutfall rekstrarkostnaðar af meðalstöðu heildareigna er 1,4%. Dregið hefur úr vexti íbúðalána en útlán til fyrirtækja jukust um 20,7 milljarða króna, ef gengisáhrifa hefði ekki gætt. Um 90% af nýjum íbúðalánum á fyrsta ársfjórðungi voru óverðtryggð og 58% lánanna voru með fasta vexti, í flestum tilvikum til þriggja ára. Landsbankinn varð aðalleyfishafi hjá Visa sem eykur hagkvæmni í rekstri og gerir bankanum m.a. auðveldara að bjóða upp á nýjungar í kortaþjónustu. Fyrsta rafræna þinglýsing íbúðaláns fór fram í febrúar og var Landsbankinn fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á þessa þjónustu. Kaup í sjóðum Landsbréfa hafa aukist um 30% á milli ára.
23. mars 2022
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2022
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2022, samþykkti að greiða 14.409 milljónir króna í arð til hluthafa. Arðgreiðslan samsvarar um 50% af hagnaði ársins 2021. Einnig var samþykkt sérstök arðgreiðsla að fjárhæð 6.141 milljón króna. Samtals greiðir bankinn því 20.550 milljónir króna í arð á árinu. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013-2022 nema þar með 166,7 milljörðum króna.
1. mars 2022
Aðalfundur Landsbankans 2022
Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn með rafrænum hætti miðvikudaginn 23. mars 2022 kl. 16:00.