Fjárfestatengsl
S&P hækkar lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Landsbankans í A
27. maí 2022 - Landsbankinn
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því A með stöðugum horfum.
Hækkunin kemur í kjölfar tilkynningar S&P um að umgjörð skilameðferðar á Íslandi sé metin fullnægjandi.
Nánari upplýsingar má finna í tilkynningu S&P sem aðgengileg er hér á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
3. júní 2022
Áfram fremst í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics
Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS- áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 9,9 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
5. maí 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2022
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins var 3,2 milljarðar króna. Arðsemi eiginfjár var 4,7%. Hreinar þjónustutekjur jukust um 28,5% á milli ára, einkum vegna vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum. Hreinar vaxtatekjur jukust um 19%, aðallega vegna þess að efnahagsreikningur er stærri og ávöxtun lausafjár betri. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði mældist 39% í lok tímabilsins, heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Kostnaðarhlutfall (K/T) var 54,9% og kostnaður er áfram stöðugur. Hlutfall rekstrarkostnaðar af meðalstöðu heildareigna er 1,4%. Dregið hefur úr vexti íbúðalána en útlán til fyrirtækja jukust um 20,7 milljarða króna, ef gengisáhrifa hefði ekki gætt. Um 90% af nýjum íbúðalánum á fyrsta ársfjórðungi voru óverðtryggð og 58% lánanna voru með fasta vexti, í flestum tilvikum til þriggja ára. Landsbankinn varð aðalleyfishafi hjá Visa sem eykur hagkvæmni í rekstri og gerir bankanum m.a. auðveldara að bjóða upp á nýjungar í kortaþjónustu. Fyrsta rafræna þinglýsing íbúðaláns fór fram í febrúar og var Landsbankinn fyrstur íslenskra banka til að bjóða upp á þessa þjónustu. Kaup í sjóðum Landsbréfa hafa aukist um 30% á milli ára.
23. mars 2022
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2022
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2022, samþykkti að greiða 14.409 milljónir króna í arð til hluthafa. Arðgreiðslan samsvarar um 50% af hagnaði ársins 2021. Einnig var samþykkt sérstök arðgreiðsla að fjárhæð 6.141 milljón króna. Samtals greiðir bankinn því 20.550 milljónir króna í arð á árinu. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013-2022 nema þar með 166,7 milljörðum króna.
1. mars 2022
Aðalfundur Landsbankans 2022
Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn með rafrænum hætti miðvikudaginn 23. mars 2022 kl. 16:00.
22. feb. 2022
Tilkynning um kaup Landsbankans á eigin hlutum – lok endurkaupatímabils
Þann 4. febrúar 2022 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á tímabilinu 7.febrúar 2022 til og með 21. febrúar 2022. Á endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 156.396 eigin hluti á genginu 11,9658, að kaupvirði 1.871.403 krónur.
4. feb. 2022
Landsbankinn nýtir heimild til kaupa á eigin hlutum
Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans 24. mars 2021. Samkvæmt endurkaupaáætluninni munu kaupin nema að hámarki 57 milljónum hluta eða sem nemur 0,24% af útgefnu hlutafé. Landsbankinn hefur áður gefið hluthöfum kost á að selja hluti sína í bankanum, síðast í nóvember 2021.
3. feb. 2022
Árs- og sjálfbærniskýrsla 2021 komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2021 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þjónustu og rekstur bankans á aðgengilegan hátt og ítarlega er gerð grein fyrir þeim stóru skrefum sem bankinn tók í sjálfbærnivinnu sinni á árinu.
3. feb. 2022
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2021
Hagnaður Landsbankans á árinu 2021 nam 28,9 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á árinu 2021 var 10,8% eftir skatta. Markmið bankans er að arðsemi eiginfjár verði að lágmarki 10%.
12. jan. 2022
Landsbankinn gefur út skuldabréf í sænskum og norskum krónum
Landsbankinn lauk í dag sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum til þriggja ára að fjárhæð 850 milljónir sænskra króna og í norskum krónum að fjárhæð 500 milljónir norskra króna. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 80 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum og 79 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum krónum. Jafnframt lauk bankinn sölu á skuldabréfum til tveggja ára að fjárhæð 850 milljónir sænskra króna á 65 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum. Gert er ráð fyrir að skuldabréfin fái lánshæfiseinkunnina BBB frá S&P Global Ratings.
17. nóv. 2021
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf í evrum
Landsbankinn lauk í gær sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra með gjalddaga í maí 2026. Skuldabréfin bera 0,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 95 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.