Nið­ur­stöð­ur að­al­fund­ar Lands­bank­ans 2022

23. mars 2022

Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2022, samþykkti að greiða 14.409 milljónir króna í arð til hluthafa. Arðgreiðslan samsvarar um 50% af hagnaði ársins 2021. Einnig var samþykkt sérstök arðgreiðsla að fjárhæð 6.141 milljón króna. Samtals greiðir bankinn því 20.550 milljónir króna í arð á árinu. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013-2022 nema þar með 166,7 milljörðum króna.

Aðalfundur bankans var haldinn með rafrænum hætti og var sendur út frá fundarsal bankans í Austurstræti 11.

Á fundinum flutti Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, skýrslu bankaráðs fyrir árið 2021 og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði um rekstur, stefnu og starfsemi bankans. Ársreikningur fyrir liðið starfsár var samþykktur, sem og tillögur um starfskjarastefnu og um kjör bankaráðsmanna. Fundurinn kaus ríkisendurskoðanda sem endurskoðanda bankans en ríkisendurskoðandi hefur í samræmi við heimildir sínar til að útvista verkefnum tilnefnt endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers til að annast endurskoðun ársreikninga bankans fyrir árið 2022.

Eftirtalin voru kjörin aðal- og varamenn í bankaráð fram að næsta aðalfundi:

Aðalmenn:

  • Helga Björk Eiríksdóttir (formaður)
  • Berglind Svavarsdóttir
  • Elín H. Jónsdóttir
  • Guðbrandur Sigurðsson
  • Guðrún Blöndal
  • Helgi Friðjón Arnarson
  • Þorvaldur Jacobsen

Varamenn:

  • Sigríður Olgeirsdóttir
  • Sigurður Jón Björnsson

Nánari upplýsingar um aðalfund Landsbankans

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Austurbakki
7. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
6. mars 2024
Sexföld umframeftirspurn eftir grænum skuldabréfum
Þann 5. mars 2024 lauk Landsbankinn við sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra. Um var að ræða fjórðu útgáfu bankans á grænum skuldabréfum í evrum.
Austurbakki
5. mars 2024
Tilkynning um kaup Landsbankans á eigin hlutum – lok endurkaupatímabils 2024
Þann 15. febrúar 2024 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á tímabilinu 19. febrúar 2024 til og með 4. mars 2024. Á endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 6.423.476 eigin hluti á genginu 12,8595, að kaupvirði 82.602.689 krónur.
Helga og Berglind
23. feb. 2024
Helga Björk hættir sem formaður á aðalfundi Landsbankans í mars
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans 20. mars nk. Þá mun Berglind Svavarsdóttir, varaformaður bankaráðs, sem setið hefur í bankaráði frá árinu 2016, heldur ekki gefa kost á sér og lætur af störfum í bankaráði á sama tíma.
Austurbakki
16. feb. 2024
Landsbankinn með staðfest vísindaleg markmið um samdrátt í losun
Markmið Landsbankans um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hafa verið samþykkt af Science Based Targets initiative (SBTi). Við erum fyrsti bankinn á Íslandi til að ná þessum áfanga.
Fjölskylda
15. feb. 2024
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2023 er komin út. Þar er fjallað um það sem hæst bar hjá bankanum á árinu, framfarir í þjónustu og rekstri, góðan árangur við fjármögnun, trausta áhættustjórnun, öfluga sjálfbærnivinnu og ýmislegt fleira.
Austurbakki
15. feb. 2024
Landsbankinn nýtir heimild til kaupa á eigin hlutum
Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans 23. mars 2023. Samkvæmt endurkaupaáætluninni munu kaupin nema að hámarki 54 milljónum hluta eða sem nemur 0,23% af útgefnu hlutafé.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur