Nið­ur­stöð­ur að­al­fund­ar Lands­bank­ans 2022

23. mars 2022

Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2022, samþykkti að greiða 14.409 milljónir króna í arð til hluthafa. Arðgreiðslan samsvarar um 50% af hagnaði ársins 2021. Einnig var samþykkt sérstök arðgreiðsla að fjárhæð 6.141 milljón króna. Samtals greiðir bankinn því 20.550 milljónir króna í arð á árinu. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013-2022 nema þar með 166,7 milljörðum króna.

Aðalfundur bankans var haldinn með rafrænum hætti og var sendur út frá fundarsal bankans í Austurstræti 11.

Á fundinum flutti Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, skýrslu bankaráðs fyrir árið 2021 og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði um rekstur, stefnu og starfsemi bankans. Ársreikningur fyrir liðið starfsár var samþykktur, sem og tillögur um starfskjarastefnu og um kjör bankaráðsmanna. Fundurinn kaus ríkisendurskoðanda sem endurskoðanda bankans en ríkisendurskoðandi hefur í samræmi við heimildir sínar til að útvista verkefnum tilnefnt endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers til að annast endurskoðun ársreikninga bankans fyrir árið 2022.

Eftirtalin voru kjörin aðal- og varamenn í bankaráð fram að næsta aðalfundi:

Aðalmenn:

  • Helga Björk Eiríksdóttir (formaður)
  • Berglind Svavarsdóttir
  • Elín H. Jónsdóttir
  • Guðbrandur Sigurðsson
  • Guðrún Blöndal
  • Helgi Friðjón Arnarson
  • Þorvaldur Jacobsen

Varamenn:

  • Sigríður Olgeirsdóttir
  • Sigurður Jón Björnsson

Nánari upplýsingar um aðalfund Landsbankans

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
4. maí 2023

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2023

Arðsemi eiginfjár Landsbankans var 11,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Hagnaður var 7,8 milljarðar króna.
Austurbakki
23. mars 2023

Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2023

Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 23. mars 2023, samþykkti að greiða 8.504 milljónir króna í arð til hluthafa. Þá samþykkti fundurinn að breyta heimilisfangi bankans úr Austurstræti 11 í Reykjastræti 6.
New temp image
9. mars 2023

Landsbankinn selur evrópsk sértryggð skuldabréf (úrvals) í evrum

Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Hestar og kona
16. feb. 2023

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út

Í árs- og sjálfbærniskýrslu Landsbankans fyrir árið 2022 er fjallað um það sem hæst bar í rekstri bankans á árinu, nýjungar og breytingar á þjónustu, áframhaldandi sjálfbærnivinnu, fjármögnun, áhættustjórnun og ýmislegt fleira.
2. feb. 2023

Ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans

Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Austurbakki
2. feb. 2023

Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2022

Hagnaður Landsbankans á árinu 2022 nam 17,0 milljörðum króna eftir skatta (2021: 28,9 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 6,3% á árinu 2022 eftir skatta (2021: 10,8%).
27. okt. 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var 11,3 milljarðar króna, þar af 5,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6% og  var 8,5% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu.
21. júlí 2022

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2022

Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins var 5,6 milljarðar króna, þar af 2,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 4,1%. Arðsemin er undir 10% arðsemismarkmiði bankans, einkum vegna lækkunar á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 
New temp image
3. júní 2022

Áfram fremst í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics

Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS- áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 9,9 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
New temp image
27. maí 2022

S&P hækkar lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Landsbankans í A

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag hækkun á lánshæfismati sértryggðra skuldabréfa útgefnum af Landsbankanum. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því A með stöðugum horfum.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur