Lands­bank­inn sel­ur evr­ópsk sér­tryggð skulda­bréf (úr­vals) í evr­um

9. mars 2023 - Landsbankinn

Sölu Landsbankans á evrópskum sértryggðum skuldabréfum (úrvals) í evrum lauk í dag. Skuldabréfin eru að fjárhæð 300 milljónir evra, til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála og rekstrar, segir: „Sala á sértryggðum skuldabréfum í evrum er ánægjulegur áfangi í erlendri lánsfjármögnun Landsbankans og er til marks um fjölbreytni í fjármögnunarleiðum bankans. Um er að ræða fyrsta útboð Landsbankans á sértryggðri skuldabréfaútgáfu í erlendri mynt og hina fyrstu frá íslenskum banka sem telst til evrópskra sértryggðra skuldabréfa (úrvals) (e. European Covered Bond (Premium)).“

Útgáfan er undir útgáfuramma bankans fyrir sértryggð skuldabréf og verður lánshæfiseinkunn skuldabréfanna A, metin af S&P Global Ratings. Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í írsku kauphöllinni þann 23. mars 2023.

Umsjónaraðilar voru Barclays, Natixis og UBS Investment Bank.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Austurbakki
7. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
6. mars 2024
Sexföld umframeftirspurn eftir grænum skuldabréfum
Þann 5. mars 2024 lauk Landsbankinn við sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra. Um var að ræða fjórðu útgáfu bankans á grænum skuldabréfum í evrum.
Austurbakki
5. mars 2024
Tilkynning um kaup Landsbankans á eigin hlutum – lok endurkaupatímabils 2024
Þann 15. febrúar 2024 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á tímabilinu 19. febrúar 2024 til og með 4. mars 2024. Á endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 6.423.476 eigin hluti á genginu 12,8595, að kaupvirði 82.602.689 krónur.
Helga og Berglind
23. feb. 2024
Helga Björk hættir sem formaður á aðalfundi Landsbankans í mars
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans 20. mars nk. Þá mun Berglind Svavarsdóttir, varaformaður bankaráðs, sem setið hefur í bankaráði frá árinu 2016, heldur ekki gefa kost á sér og lætur af störfum í bankaráði á sama tíma.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur