Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Lands­bank­inn fær lán frá NIB til fjár­mögn­un­ar lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja

Norræni fjárfestingarbankinn og Landsbankinn hafa skrifað undir nýjan lánasamning til sjö ára að fjárhæð 75 milljónir Bandaríkjadala, að jafnvirði um 7,8 milljarða króna. Landsbankinn mun endurlána fjárhæðina til lítilla og meðalstórra fyrirtækja og umhverfistengdra verkefna á Íslandi.
28. júní 2017 - Landsbankinn

Lánið verður notað til að fjármagna lítil og meðalstór fyrirtæki í ýmsum atvinnugreinum, svo sem fiskveiðum, fiskvinnslu, iðnaði, ferðaþjónustu og uppbyggingar atvinnuhúsnæðis. Lánveitingarákvarðanir verða grundvallaðar á því hve vel verkefnin falla að því markmiði Norræna fjárfestingarbankans að efla samkeppnishæfni og stuðla að umhverfisvernd í aðildarríkjum bankans.

Þetta er annað lánið sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir Landsbankanum. Fyrra lánið var veitt árið 2015 og hefur að fullu verið endurlánað í samræmi við stefnu Norræna fjárfestingarbankans.

„Samstarf okkar við Landsbankann, sem miðar að því að ná til lítilla og meðalstórra íslenskra fyrirtækja, hefur verið mjög árangursríkt og það gleður okkar að halda því áfram með nýrri lánveitingu,“ segir Henrik Normann, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans.

„Lánasamningurinn við NIB rennir styrkari og fjölbreyttari stoðum undir erlenda fjármögnun Landsbankans. Með samningnum er staðfest, enn og aftur, að bankinn nýtur aukins trausts meðal erlendra lánveitenda. Samvinnan við NIB hefur verið árangursrík og mun hún halda áfram að koma viðskiptavinum okkar til góða ásamt því að styðja vel við samfélagsstefnu bankans,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.

Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu átta aðildarlanda: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna. Norræni fjárfestingarbankinn fær hæstu mögulega lánshæfiseinkunn, AAA/aaa, hjá leiðandi matsfyrirtækjunum Standard & Poor’s og Moody’s.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
19. mars 2025
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Hjón úti í náttúru
13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Austurbakki
30. jan. 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2024
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.