Kol­efn­is­los­un frá lána­safni dróst sam­an um 8%

Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við nú sjálfbærniuppgjör fyrir árið 2023 en í því er að finna ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru staðfestar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
1. febrúar 2024 - Landsbankinn

Upplýsingarnar sem um ræðir eru tilvísunartafla og viðauki samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) Standards fyrir árið 2023 og útreikningar á fjármagnaðri losun bankans samkvæmt aðferðafræði Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF) fyrir árið 2022. Upplýsingarnar eru allar aðgengilegar á vef bankans.

Landsbankinn er stærsti viðskiptabanki landsins og útlán okkar ná til einstaklinga og fyrirtækja um allt land og í öllum atvinnugreinum. Við höfum lagt áherslu á að skilja áhrif bankans á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) og hvar losun af starfsemi bankans birtist. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu auk þess sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 og það er ljóst að öll fyrirtæki á Íslandi eru þátttakendur í því stóra verkefni.

Landsbankinn er að vinna í að setja sér vísindalegt markmið um samdrátt í losun staðfest af Science Based Targets initiative (SBTi). Viðmiðunarár í þeim markmiðum er árið 2019 vegna þess að losunartölur útlána áranna 2020 og 2021 eru nokkuð undir losunartölum bankans fyrir árið 2019 en faraldurinn sem skók heimsbyggðina á árunum 2020 og 2021 hafði þau áhrif að samdráttur varð í fjármagnaðri losun samfara samdrætti í atvinnulífinu. Því er sérstaklega áhugavert að skoða fjármagnaða losun ársins 2022 í samanburði við grunnárið 2019 þar sem umsvif atvinnulífsins voru þá sambærileg. Losun frá útlánasafni bankans dróst saman um 8% árið 2022 miðað við grunnárið 2019 en hún var 247 ktCO2í árið 2022.

Í UFS-áhættumati Sustainalytics árið 2023 var talin hverfandi áhætta á að bankinn yrði fyrir fjárhagslegum áhrifum tengdum UFS-þáttum. Bankinn fékk 8,5 í einkunn og er í efsta 1% af svæðisbundnum bönkum í Evrópu sem Sustainalytics metur. Í nýjasta UFS-mati Reitunar fékk bankinn framúrskarandi einkunn og er í flokki A3.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur