Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2023 er komin út. Þar er fjallað um það sem hæst bar hjá bankanum á árinu, framfarir í þjónustu og rekstri, góðan árangur við fjármögnun, trausta áhættustjórnun, öfluga sjálfbærnivinnu og ýmislegt fleira.

15. febrúar 2024
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans er sem fyrr gefin út á vefnum á íslensku og ensku. Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni er:
- Landsbankaappið nýtur sífellt meiri vinsælda og á árinu 2023 fjölgaði notendum þess um meira en þriðjung.
- Á árinu urðu umskipti á Landsbankaappinu. Það býður ekki lengur einungis upp á hefðbundna bankaþjónustu, heldur tengir saman vinnu, yfirsýn og fjármál fólks á nýjan hátt.
- Viðskiptavinum sem spara í appinu og fá þannig hagstæðustu óbundnu innlánsvextina fjölgaði um 57%.
- Fjármögnun bankans gekk vel og útgáfur á erlendum skuldabréfum voru vel heppnaðar.
- Færsluhirðing Landsbankans, sem var hleypt af stokkunum á árinu, hefur fengið mjög góðar viðtökur og Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans kom að mörgum mjög vel heppnuðum verkefnum.
- Viðskiptavinum hélt áfram að fjölga, markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði hefur aldrei verið hærri og aldrei hafa fleiri fyrirtæki bæst í hóp ánægðra viðskiptavina bankans.
- Árið 2023 mældist Landsbankinn efstur í Íslensku ánægjuvoginni hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu, fimmta árið í röð.
- Ítarlega er fjallað um sjálfbærnistarf bankans en árið 2023 settum við okkur m.a. vísindaleg loftslagsmarkmið sem voru nú í febrúar 2024 staðfest af Science Based Targets initiative (SBTi).
Þú gætir einnig haft áhuga á

27. okt. 2025
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til sjö ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Skuldabréfin bera 3,625% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 122 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.

23. okt. 2025
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2025 nam 29,5 milljörðum króna eftir skatta, þar af 11,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 12,2% samanborið við 11,7% á sama tímabili árið áður. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9%.

17. júlí 2025
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2025 nam 18,3 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,4 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,5% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.

16. júní 2025
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Skuldabréfin bera 3,50% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 135 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.

30. apríl 2025
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 nam 7,9 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 10,0% samanborið við 9,3% á sama tímabili árið áður.

19. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.

5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.

28. feb. 2025
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.

21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.

13. feb. 2025
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.