Mik­il­vægt að þekkja raun­veru­leg um­hverf­isáhrif banka

Í gegnum tíðina hafa umhverfisáhrif banka gjarnan verið talin smávægileg. Bankar eru að upplagi skrifstofufyrirtæki og rekstur þeirra krefst ekki beinnar notkunar á auðlindum eða mengandi efnum í stórum stíl. Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa því ekki verið sett undir sama hatt og verksmiðjur, flugfélög eða önnur starfsemi sem sýnilega hefur bein áhrif á umhverfið. Í dag er hinsvegar gerð skýr krafa um að bankar mæli og greini frá óbeinum umhverfisáhrifum sínum.
Vindmyllur
19. nóvember 2020

Bankar eru með ákveðna sérstöðu í hagkerfum. Þeir eru hreyfiafl sem getur, ólíkt flestum öðrum tegundum fyrirtækja, snúið ákveðnum hjólum hagkerfisins með stefnum sínum og aðgerðum. Sérstaða banka felst m.a. í því að þeir ákveða hverjum skal lána fjármagn og í hverju á að fjárfesta. Þær ákvarðanir hafa eðlilega afleiðingar fyrir þau sem sækjast eftir fjármögnun. Ekki er hægt að líta fram hjá þessari ábyrgð banka innan hagkerfa við mat á umhverfisáhrifum frá rekstri þeirra. Ákveði banki að lána fjármagn til mengandi starfsemi, getur hann ekki haldið því fram að bankastarfsemi sín sé samt sem áður umhverfisvæn, enda sé hún jú eingöngu skrifstofustarfsemi. Bankar þurfa því að þekkja þessi óbeinu áhrif sín til að geta tekið mið af þeim við ákvarðanir.

Fíllinn í herberginu

Það má segja að óbein umhverfisáhrif bankastarfsemi hafi verið eins og fíllinn í herberginu. Umræðan hefur átt sér stað en skort hefur aðferðafræði til að nálgast vandann. Ekki hefur verið til nein sannfærandi leið fyrir banka að reikna út óbein umhverfisáhrif frá eignasafni sínu, þar með talið frá útlánum til viðskiptavina. Einnig hefur hvatinn verið lítill fyrir banka að taka af skarið og skoða þessi áhrif. Vitneskja um óbeina losun gróðurhúsalofttegunda gæti mögulega komið sér illa fyrir banka út á við, enda munu bankar sem reikna út óbein áhrif gefa upp langtum meiri losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni en þeir sem einungis líta á sig sem skrifstofufyrirtæki.

Undanfarin tvö ár hafa verið mjög merkileg í umhverfi banka með tilliti til sjálfbærni.

PCAF boðar breytta tíma með nýjum loftslagsmæli

Nú hafa margir af stærstu bönkum heims tekið höndum saman og þróað aðferðafræði við að reikna út óbeina losun frá útlánum og eignum banka. Samtökin Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF) hafa nú birt ítarlega aðferðafræði um slíka útreikninga og því er ekki lengur hægt að bera fyrir sig skort á aðferðafræði.

Landsbankinn tók virkan þátt í þróun á aðferðafræði PCAF, einn íslenskra banka, og vinnur nú af krafti að því að meta og skilja óbein áhrif sín.Við höfum sett okkur það markmið að birta upplýsingar um losunarumfang lána- og eignasafns bankans eins fljótt og auðið er. Alls tóku 16 fjármálafyrirtæki víðsvegar að úr heiminum þátt í þróun loftslagsmælsins, þar á meðal Morgan Stanley, Bank of America, ABN AMRO og Robeco. Nú þegar eru 86 fjármálafyrirtæki aðilar að verkefninu.

Í dag er staðan sú að frekar er rýnt í hversu mikið af óbeinum áhrifum bankarnir reikna og birta. Bankar keppast ekki endilega við að sýna fram á sem minnst kolefnisspor, heldur sem bestu upplýsingagjöf og þróun á kolefnisspori. Það að fyrirtæki sýni fram á jákvæða þróun á losun gróðurhúsalofttegunda er því gjarnan talið betra en að hann sýni endilega lágt kolefnisspor.

Erlendir bankar hafa tekið af skarið af einhverju leyti. ABN AMRO hefur til dæmis birt upplýsingar um óbeina losun. Sú losun er margfalt meiri en frá rekstri bankans sem skrifstofufyrirtækis. ABN AMRO er hinsvegar víðsvegar hrósað fyrir þessa upplýsingagjöf, þrátt fyrir að nýjar upplýsingar margfaldi í raun kolefnisspor bankans.

Hvað þýðir þessi þekking?

Með því að mæla óbeina losun frá eignasafni sínu fá bankar áður ónýttar upplýsingar sem má nýta á ýmsan máta. Vöruframboð banka má t.d. sníða þannig að sem mest áhrif náist með tilliti til sjálfbærni. Bankar geta gert fjárfestingar í umhverfisvænni lausnum innan mengandi iðnaða í útlánasafni sínu meira aðlaðandi með bættum kjörum.

Slíkt vöruframboð gæti leitt til minni losunar gróðurhúsalofttegunda innan þess iðnaðar og þar af leiðandi dregið úr óbeinni losun bankans.

HSBC hefur greint frá því að bankinn muni reyna að ná kolefnishlutleysi árið 2050 eða fyrr, að meðtöldu útlána- og eignasafni sínu. Þetta er áhugaverð nálgun hjá HSBC. Með þessari stefnu viðurkennir HSBC um leið áhrif sín í hagkerfinu og að bankinn hafi getu til þess að beina fjárfestingum í átt að kolefnishlutleysi. Upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda má einnig nýta innan áhættugreiningar, ásamt öðrum viðeigandi sjálfbærnimælikvörðum. Þekki bankinn losun gróðurhúsalofttegunda í eignasafni sínu getur hann einnig metið hvaða áhrif kolefnisgjald og önnur tól sem stjórnvöld geta gripið til, geta haft á eignasafn sitt.

Hagkerfin færist í átt að sjálfbærni

Í dag þykir eðlilegt að bankar séu meðvitaðir um og reikni út beina og óbeina losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni. Spurningin er því hvort sú losun lækki með árunum og hvort sú viðleitni banka að þekkja óbein áhrif sín og þær upplýsingar sem úr þeirri vinnu koma, verði í raun nýttar til að þrýsta hagkerfum í átt að kolefnishlutleysi.

Fjármálafyrirtæki munu ekki komast upp með að telja sig til hefðbundinna skrifstofufyrirtækja í nánustu framtíð því almenningur og fjármálaheimurinn veit betur og gerir kröfu um gagnsæi. Aðferðafræðin er til og krafan er skýr um gagnsæi óbeinna áhrifa. Það sama á við aðrar greiningar banka á sjálfbærni í lána- og eignasöfnum sínum. Hér má t.d. nefna grænar eða sjálfbærar fjármálaumgjarðir og hversu mikið af núverandi útlánum fellur undir þær. Líklegt verður að teljast að hlutfall útlána og fjárfestinga sem fellur undir slíkar umgjarðir muni aukast á næstu árum með tilheyrandi vöruframboði og þróun innan hagkerfa í átt að sjálfbærni. Ef ekki dregur úr óbeinni losun, eða hlutfall útlána og fjárfestinga sem falla undir sjálfbærar fjármálaumgjarðir hækkar ekki, eru bankar ekki að ýta hagkerfum í átt að sjálfbærni, heldur að nýta umræðuna til skammgóðs vermis

Þú gætir einnig haft áhuga á
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur