Leyn­i­núm­er­in á út­leið og sterk auð­kenn­ing kem­ur í stað­inn

Fjögurra stafa leyninúmer bankareikninga hafa fylgt okkur áratugum saman en nú í nóvember hefst útleiðing þeirra hjá Landsbankanum þegar hætt verður að biðja um leyninúmer við staðfestingu greiðslna í appinu og netbanka einstaklinga.
Auðkenni
17. nóvember 2022

Í staðinn fyrir að nota leyninúmer til að staðfesta greiðslur í appinu og netbankanum verður beðið um staðfestingu með sterkri auðkenningu á borð við lífkenni, rafræn skilríki og Auðkennisappið. Ef þú ert að greiða inn á þitt eigið kort og eigin bankareikninga þarf ekki sérstaka auðkenningu, fyrir utan auðvitað þá sem fer fram þegar þú skráir þig inn í appið eða netbankann.

Breytingarnar eru víðtækar og því innleiddar í áföngum. Einstaklingar verða þeirra fyrst varir við innborgun á kort og innlendar millifærslur. Aðrar greiðslutegundir fylgja svo í kjölfarið, svo sem kröfugreiðslur og erlendar greiðslur. Í fyllingu tímans munu leyninúmerin sömuleiðis hverfa úr greiðsluaðgerðum netbanka fyrirtækja og hraðbanka.

Fyrsta skrefið í lengri göngu

Leyninúmerin hverfa þó ekki að öllu leyti, því að um sinn verða viðskiptavinir beðnir að velja sér leyninúmer við stofnun bankareikninga, aðallega til þess að þeir geti auðkennt sig símleiðis þegar ekki er kostur á öðrum auðkenningarleiðum. Það reynir reyndar sífellt minna á leyninúmer þar sem rafræn skilríki og lífkenni eru langmest notuðu auðkenningarleiðirnar og eru notaðar í rúmlega 94% tilfella. Rafræn skilríki eru líka algengasta leiðin til að auðkenna viðskiptavini í símtali og það mun koma að því að leyninúmerin hverfa þaðan líka.

Hvers vegna kveðjum við leyninúmerin?

Nýjar reglur um það sem nefnist sterk auðkenning hafa tekið gildi en í þeim eru meðal annars gerðar stífari kröfur um hvernig þú staðfestir greiðslur í netbanka og appi. Sama lagabreyting hefur einnig tekið gildi í nær öllum löndum Evrópu. Tilgangurinn er meðal annars að auka öryggi í hvers konar greiðslum en leyninúmer bankareikninga eru ekki talin standast öryggiskröfur nútímans.

Hérlendis eru vefveiðar algengasta fjársvikatilraunin, það eru svik sem ganga út á að gabba fólk til að gefa upp m.a. notandanafn, lykilorð og leyninúmer bankareikninga. Fólk hefur tilhneigingu til að hafa sama leyninúmer á öllum bankareikningum, nota jafnvel síðustu fjóra stafi símanúmers eða PIN númerið í heimavörninni eða öryggisnúmerið hjá Netflix svo dæmi séu nefnd. Þetta þýðir að leyninúmer geta verið ágiskanleg út frá öðrum þáttum í fari einstaklinga eða greind úr gagnalekum þjónustuveitenda um allan heim. Þar sem leyninúmer bankareikninga er bundið við sjálfan bankareikninginn en ekki viðskiptavininn, þá eru leyninúmer fyrirtækjareikninga kunn öllu því starfsfólki sem á annað borð hefur greiðsluaðgang að reikningunum starfs sín vegna. Svo þegar kemur að starfslokum eru félög misdugleg að uppfæra leyninúmerin í netbankanum. Sama gildir um samnýtta greiðslureikninga milli maka og innan fjölskyldu. Við þetta allt bætist að endurnýjun leyninúmera sem viðskiptavinir hafa gleymt er tafsamt ferli sem krefst heimsóknar í næsta útibú bankans.

Nærri hálf öld frá upphafi leyninúmera

Flest þekkjum við þó leyninúmerin af góðu einu. Þau hafa fylgt okkur áratugum saman, eins og malt og appelsín. Lengi vel voru þau svo til einu leyninúmerin sem fólk þurfti að leggja á minnið. Forveri leyninúmera var svonefnt “merki” á bankareikningum, sem þá hétu bankabækur. Merkið hóf göngu sína upp úr stofnun Reiknistofu bankanna á áttunda áratugnum og var lengi vel valkvætt. Það mátti innihalda blöndu af bókstöfum, númerum og öðrum táknum.

Merkið breyttist svo í leyninúmer í nóvember 1985 og tók þá þeim eðlisbreytingum sem við þekkjum í dag, nefnilega fjögurra stafa númer sem getur ekki verið hluti af kennitölu, reikningsnúmeri né mjög einfalt eins og 1234. Margir muna eftir að hafa þurft að breyta gömlu bókstöfunum í fjögurra stafa númer árið 1985. Í lengri framtíð munum við kannski orna okkur við ljúfar minningar af leyninúmerum bankareikninga, líkt og af Spur-Cola í denn.

Hermann Þ. Snorrason er sérfræðingur á Fyrirtækjasviði Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Krani með stiga
21. mars 2023

Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023

Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023

Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum

Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Landslag
15. des. 2022

Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu

Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
Jólaköttur
13. des. 2022

Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn

Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu.
Barn í jólaglugga
9. des. 2022

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Landslag
8. des. 2022

Mikilvægi mælinga á sjálfbærni og hegðun fyrirtækja

Hugmyndin á bak við einkunnagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) er að mæla hversu vel fyrirtæki standa gagnvart annarri áhættu en fjármálaáhættu þannig að einkunnin gæti haft áhrif á verðlagningu fyrirtækisins. Þannig getur árangur fjárfestinga verið háður því hvernig UFS er mælt.
Landslag
29. nóv. 2022

Fjármálaheimurinn tók hressilega á móti UFS

Fjárfestingar sem byggja á tengslum við umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, e. ESG) hafa aukist ótrúlega mikið á tiltölulega stuttum tíma. Helst sú þróun auðvitað í hendur við aukinn skilning á loftslagsvánni og brýna nauðsyn til þess að ná árangri þar.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur