Hætt að nota seðla og mynt en samt eykst reiðu­fé í um­ferð

Íslendingar nota reiðufé helst til að greiða í stöðumæla og kortanotkun hefur aldrei verið meiri. Samt hefur reiðufé í umferð aukist viðstöðulaust síðustu ár.
3. september 2015

Í Bankastræti er ekkert bankaútibú lengur og í allri miðborg Reykjavíkur er bara eitt útibú eftir. Það hvernig við sýslum með peningana okkar hefur breyst hratt og fyrir áratug stefndi hraðbyri í að Ísland yrði alfarið reiðufjárlaust. En frá árinu 2008 hefur seðlamagn í umferð aukist stöðugt og langt umfram verðbólgu.

Kortaþjóðin

Íslendingar hafa tekið greiðslukortum af öllum sortum opnum örmum og kortanotkun hefur aukist nánast viðstöðulaust síðan debetkortin voru kynnt til sögunnar fyrir tveimur áratugum.

Við greiðum með korti að meðaltali rúmlega einu sinni á dag og segjumst sjálf nota kort þrisvar sinnum oftar en reiðufé. Norðmenn eru eina þjóðin sem kemst nálægt Íslendingum hvað þetta varðar.

Íslendingar eiga reyndar heimsmet í kortanotkun og við erum ekki feimin við að nota kort í smæstu viðskiptum. Að því leyti leikur reiðufé í rauninni algjört aukahlutverk. Eftirspurn eftir reiðufé var lengi vel í góðu samræmi við þetta og dróst saman um árabil - allt fram til haustsins 2008 þegar hún stórjókst á nýjan leik.

Hvaðan kemur allt þetta reiðufé?

Fyrir fjármálahrunið árið 2008 var reiðufé bara lítið brot af heildarveltu peninga í landinu eða undir 3% af landsframleiðslu. Haustið 2008 tvöfölduðust seðlar og mynt í umferð. Fólk treysti beinhörðum peningum betur þegar það gaf á bátinn. Síðan þá hefur staðan batnað og traustið á fjármálakerfin aukist. Samt hefur aðeins um fimmtungur þess fjár sem tekið var út haustið 2008 skilað sér til baka.

![](/library/Images/Hvernig-notum-vid-peninga-i-dag/samy minimarkt.jpg)

Notkun reiðufjár í viðskiptumReiðufé í umferð var stöðugt um áratugi meðan notkun þess minnkaði stöðugt. Eftir fjármálahrunið jókst eftirspurn eftir reiðufé gífurlega.

Þetta heyrir sögunni til. Í dag nota næstum allir netbanka og um leið hefur hlutverk útibúsins breyst. Heimsóknir í banka eru færri og snúast um stærri hluti sem krefjast umræðu og ráðgjafar eins og lántökur, íbúðakaup eða lífeyrissparnaður.

Reiðuféð er líka nánast horfið úr útibúunum. Seðlarnir sem bætast við á hverju ári koma lítið við þar enda greiða fáir reikninga eða millifæra hjá gjaldkerum.

Þessi þróun er alls ekki séríslensk. Hin Norðurlöndin eru langt komin með að gera fjármálakerfin sín alveg rafræn og sömu sögu má segja víða um heim. Í Noregi og Svíþjóð eru flest bankaútibú reiðufjárlaus, sem hefur ekki bara dregið úr kostnaði heldur líka glæpum. Bankarán í Svíþjóð heyra nánast sögunni til. Staðan á Íslandi er þannig hliðstæð nágrönnum okkar nema þegar kemur að eftirspurn eftir reiðufé.

Langflestir Íslendingar segjast samt vera á móti því að reiðufé verði tekið endanlega úr notkun.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023
Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera
Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023
Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög
Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023
Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt
Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023
Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum
Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022
Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni
Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur