Hætt að nota seðla og mynt en samt eykst reiðufé í um­ferð

Íslendingar nota reiðufé helst til að greiða í stöðumæla og kortanotkun hefur aldrei verið meiri. Samt hefur reiðufé í umferð aukist viðstöðulaust síðustu ár.
3. september 2015

Í Bankastræti er ekkert bankaútibú lengur og í allri miðborg Reykjavíkur er bara eitt útibú eftir. Það hvernig við sýslum með peningana okkar hefur breyst hratt og fyrir áratug stefndi hraðbyri í að Ísland yrði alfarið reiðufjárlaust. En frá árinu 2008 hefur seðlamagn í umferð aukist stöðugt og langt umfram verðbólgu.

Kortaþjóðin

Íslendingar hafa tekið greiðslukortum af öllum sortum opnum örmum og kortanotkun hefur aukist nánast viðstöðulaust síðan debetkortin voru kynnt til sögunnar fyrir tveimur áratugum.

Við greiðum með korti að meðaltali rúmlega einu sinni á dag og segjumst sjálf nota kort þrisvar sinnum oftar en reiðufé. Norðmenn eru eina þjóðin sem kemst nálægt Íslendingum hvað þetta varðar.

Íslendingar eiga reyndar heimsmet í kortanotkun og við erum ekki feimin við að nota kort í smæstu viðskiptum. Að því leyti leikur reiðufé í rauninni algjört aukahlutverk. Eftirspurn eftir reiðufé var lengi vel í góðu samræmi við þetta og dróst saman um árabil - allt fram til haustsins 2008 þegar hún stórjókst á nýjan leik.

Hvaðan kemur allt þetta reiðufé?

Fyrir fjármálahrunið árið 2008 var reiðufé bara lítið brot af heildarveltu peninga í landinu eða undir 3% af landsframleiðslu. Haustið 2008 tvöfölduðust seðlar og mynt í umferð. Fólk treysti beinhörðum peningum betur þegar það gaf á bátinn. Síðan þá hefur staðan batnað og traustið á fjármálakerfin aukist. Samt hefur aðeins um fimmtungur þess fjár sem tekið var út haustið 2008 skilað sér til baka.

![](/library/Images/Hvernig-notum-vid-peninga-i-dag/samy minimarkt.jpg)

Notkun reiðufjár í viðskiptumReiðufé í umferð var stöðugt um áratugi meðan notkun þess minnkaði stöðugt. Eftir fjármálahrunið jókst eftirspurn eftir reiðufé gífurlega.

Þetta heyrir sögunni til. Í dag nota næstum allir netbanka og um leið hefur hlutverk útibúsins breyst. Heimsóknir í banka eru færri og snúast um stærri hluti sem krefjast umræðu og ráðgjafar eins og lántökur, íbúðakaup eða lífeyrissparnaður.

Reiðuféð er líka nánast horfið úr útibúunum. Seðlarnir sem bætast við á hverju ári koma lítið við þar enda greiða fáir reikninga eða millifæra hjá gjaldkerum.

Þessi þróun er alls ekki séríslensk. Hin Norðurlöndin eru langt komin með að gera fjármálakerfin sín alveg rafræn og sömu sögu má segja víða um heim. Í Noregi og Svíþjóð eru flest bankaútibú reiðufjárlaus, sem hefur ekki bara dregið úr kostnaði heldur líka glæpum. Bankarán í Svíþjóð heyra nánast sögunni til. Staðan á Íslandi er þannig hliðstæð nágrönnum okkar nema þegar kemur að eftirspurn eftir reiðufé.

Langflestir Íslendingar segjast samt vera á móti því að reiðufé verði tekið endanlega úr notkun.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur