Hvern­ig kom­ast tón­list­ar­menn af?

13. október 2016

Það er ekki ofsagt sem heyrist gjarnan að hér hafi orðið hrun - í tónlistarsölu. Árið 1999 seldust 868 þúsund hljóðrit á Íslandi, langmest geisladiskar. Sextán árum síðar voru þau 154 þúsund, eða innan við fimmtungur af því sem var rétt fyrir aldamót.

Bjartsýnisraddir benda á að á móti hefur áskrifendum að tónlistarveitum á borð við Spotify og Tónlist.is fjölgað, sérstaklega allra síðustu ár. Tekjur af streymi hafa margfaldast frá því að þær fóru fyrst að berast árið 2010 en samanlagðar tekjur af sölu og streymi á íslenskri tónlist hafa engu að síður lækkað um 200 milljónir króna síðan. Það er næstum helmingslækkun á nokkrum árum. Það er ansi þungt högg og upphæðirnar sýna vel að plötugerð er enginn milljarðabransi í dag.

Hvernig fara þá tónlistarmenn að því að lifa af? Með ráðdeild og útsjónarsemi, virðist vera. Guðmundur Óskar Guðmundsson, bassaleikari í Hjaltalín, Tilbury og hljómsveit Snorra Helgasonar, hægri hönd Sigríðar Thorlacius og atvinnutónlistarmaður allt frá 2004, segir að það sé voðalega lítill peningur í því að vera í rokkhljómsveit á Íslandi, „jafnvel þótt þú spilir fyrir fullu húsi á Húrra nokkrum sinnum á ári, sem er svona það sem aðrir en þeir allra stærstu geta gert sér vonir um. Í þeim hljómsveitum sem ég hef verið í þá er yfirleitt ekki borgað út heldur er peningunum safnað í sjóð til að borga fyrir upptökur sem koma út á plötum sem enginn kaupir.

Fyrir einhverjum árum síðan gátu hljómsveitir komist af með því að spila úti á landi. Þar voru stöðug böll áratugum saman. Sláturfélagið á Siglufirði hélt þorrablót eða flöskuball eða álíka; það var bara annar kúltúr. Í dag eru bara tónleikar. Á ball fékkstu kannski þúsund manns en maður er að rembast við að smala fimmtíu hræðum á tónleika á landsbyggðinni í dag. Það gengur kannski að fara hringinn ef þú ert einn, í mesta lagi tvö.“ Enda er lykillinn að lifibrauði Guðmundar sá að hann starfar sem undirleikari Sigríðar Thorlacius. Þau koma fram nokkrum sinnum í viku á hvers kyns lokuðum eða opinberum viðburðum þar sem er óskað eftir tónlist og í langflestum tilfellum eru það bara þau tvö sem eru á launaskránni. „Tónlistarflutningurinn þarf því ekki að kosta mikið fyrir kaupandann en tryggir okkur engu að síður mannsæmandi laun,“ segir hann.

Þótt netið hafi gert út af við plötusölu þá hefur það á sama tíma opnað heiminn fyrir íslenskum tónlistarmönnum og auðveldað þeim að koma tónlist sinni á framfæri erlendis.

Fyrir vikið hefur samkeppni meðal tónlistarmanna á alþjóðamarkaði harðnað til muna. Sem dæmi má nefna að á hverri einustu mínútu er tólf klukkustundum af ókeypis frumsömdu efni hlaðið upp á tónlistarveituna SoundCloud. Það þýðir að á hálfum sólarhring er heilu ári af tónlist hlaðið þangað inn. Þegar framboðið af tónlist er svo gríðarlegt þarf kannski ekki að undra að verðið á tónlist nálgist núll. Í þvílíkum hafsjó af nýrri tónlist getur verið erfitt að láta taka eftir sér og því skiptir máli að hafa góða samstarfsmenn. „Ég er með ótrúlega góðan bókara sem vinnur líka fyrir mjög þekkta tónlistarmenn eins og Sufjan Stevens og Bon Iver. Hann sá mig spila á Iceland Airwaves 2012 og eftir að við fórum að vinna saman hef ég fengið miklu betri gigg,“ segir Sóley. Guðmundur bætir við: „Fyrir virkar hljómsveitir sem eru að leita sér að plötusamningi eða verkefnum úti í heimi þá hefur það heilmikið að segja að hafa Iceland Airwaves.“

Gengið í öll störf

Hljómsveitir Guðmundar hafa ekki hlotið sama brautargengi erlendis og Sóley. Hann segir því að það sé mikilvægt að geta gengið í ótal störf innan tónlistargeirans. Hann spilar á bassa inn á plötur og á tónleikum, hann sest í upptökustjórastólinn, framleiðendasætið og semur tónlist fyrir auglýsingar, leikhús og kvikmyndir. „Stundum hef ég áhyggjur af því að ég sé ekki framúrskarandi á neinu þeirra sviða sem ég starfa á. En ég held að það væri ekkert meira að gera hjá mér ef ég væri bassaleikari á heimsmælikvarða - á Íslandi. En þetta hefur líka þróast svona því ég vil geta gert alls konar og skipt um umhverfi og unnið ólík verkefni með ólíku fólki.“

Sumir hafa viðrað áhyggjur af því að tónlistarbransinn sé að þróast á þann veg að tónlistin sjálf verði aukaatriði við hliðina á lækfjölda og Twitter-fylgjendum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur