Hringrás­ar­hag­kerf­ið og tæki­færi í ferða­þjón­ustu

Hringrásarhagkerfið er ekki draumsýn eða óraunhæf hugmynd, heldur raunveruleg lausn sem býður upp á gífurleg tækifæri hér og nú. Til þess að átta sig á tækifærum til innleiðingar hringrásarhagkerfisins í ferðaþjónustu er fyrsta skrefið að skilja hvernig hringrásarhagkerfið virkar.
Bláa lónið
10. ágúst 2021

Ný samantekt Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýnir með skýrum hætti þær gríðarlegu breytingar á náttúru og umhverfi sem þegar eiga sér stað. Þessar breytingar munu að öllu óbreyttu aukast á næstu árum og áratugum, með gífurlegum kostnaði fyrir mannkynið.
Í umræðu um loftslags- og umhverfismál er hringrásarhagkerfið gjarnan nefnt. En hvað er ólíkt með hringrásarhagkerfinu og því línulega hagkerfi sem við þekkjum öll og hefur hingað til verið ríkjandi gerðin í hagkerfum heimsins?

Í línulegu hagkerfi fara auðlindir í framleiðslu, þaðan til notenda og enda að lokum sem úrgangur í landfyllingu eða jafnvel í sorpbrennslu. Í línulegu hagkerfi verða auðlindir að úrgangi. Í hringrásarhagkerfi eru vörur og þjónusta hannaðar á þann hátt að hráefni enda ekki sem úrgangur, þannig að auðlindir verða aldrei að úrgangi. Með þessum hætti má hámarka virði auðlinda, lágmarka hráefniskostnað og minnka umhverfisáhrif.

Þegar talað er um hráefni er átt við bæði orku og efni. Slík hráefni koma frá tveimur stöðum, visthvolfi (e. biosphere) og tæknihvolfi (e. technosphere). Með visthvolfi er átt við það svæði við yfirborð jarðar þar sem líf dafnar. Með tæknihvolfi er átt við allt það sem mannkynið hefur búið til, breytt eða aðlagað til að styðja við tilvist sína. Undir tæknihvolf fellur ólífrænn úrgangur framleiddur af mannfólki.

Í hringrásarhagkerfi er leitast við að hafa hringrásina stutta og spara með því auðlindir. Hlutum er haldið í notkun eins lengi og mögulegt er með reglulegu viðhaldi, viðgerðum og með því að deila þeim. Þetta lágmarkar einnig álag á vistkerfin og minnkar auðlindanotkun.

Stjórnun endurnýjanlegra auðlinda

Stjórnun endurnýjanlegra auðlinda

Dæmi um útfærslu hringrásarhagkerfisins á Íslandi

Í Auðlindagarðinum á Reykjanesi er starfað eftir þeirri hugsjón að fullnýta afgangsstrauma vegna reksturs tveggja orkuvera HS Orku í Svartsengi og á Reykjanesi. Ýmis fyrirtæki, svo sem Bláa lónið, snyrtivöruframleiðendur og líftækni- og fiskeldisfyrirtækja, nýta núna afgangsstrauma frá orkuverunum. Þar að auki gerir HS Orka ráð fyrir að fleiri tækifæri muni koma í ljós í framtíðinni, til frekari nýtingar á afgangsstraumum.

Orkuver HS Orku nýta auðlindir - jarðhita, grunnvatn og sjó. Afgangsstraumar frá orkuveitunum nýtast sem auðlindir fyrir aðra starfsemi og teljast því ekki til úrgangs, heldur auðlinda fyrir þau fyrirtæki.

Tækifæri í  íslenskri ferðaþjónustu

Í ferðaþjónustunni hér á landi fellur til gífurlegt magn úrgangs sem er sendur í endurvinnslu eða urðun. Á sama tíma er takmarkað magn af hrávöru framleidd á Íslandi og flest hrávara innflutt. Hér eru mögulega gífurleg tækifæri fyrir innlendan iðnað á að takmarka auðlindanotkun, hagræða í rekstri og lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda.

Ferðaþjónustan er ábyrg fyrir um 8% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Stór hluti þessarar losunar er eðlilega vegna flugferða, en á Íslandi koma langflestir farþegar með flugi. Einnig kaupa erlendir ferðamenn innfluttan varning hér á landi. Með innleiðingu hringrásarhagkerfisins má draga úr slíkum innflutningi.

Mynd 1. Bláa lónið er hluti af hringrásarhagkerfinu á Reykjanesi.

Bláa lónið er hluti af hringrásarhagkerfinu á Reykjanesi.

Virðiskeðja ferðaþjónustunnar

Virðiskeðju ferðaþjónustunnar má kortleggja í kringum ferðalag viðskiptavina. Virðiskeðjan hefst við skipulagningu og bókun ferðar og lýkur við brottför og loks heimkomu. Þarna á milli liggja margir þættir svo sem gisting, næring, fólksflutningar á áfangastað, afþreying o.fl. Hver þáttur snertir svo ýmsa þjónustu beint eða óbeint, bæði á heimalandi ferðalangsins og á áfangastað. Þessir þjónustuþættir mynda virðiskeðju ferðaþjónustunnar.

Með því að rýna í kortlagða virðiskeðju ferðaþjónustunnar má mögulega hagræða hráefna- og úrgangsstraumum með hugsun hringrásarhagkerfis að leiðarljósi. Innleiðing hringrásarhagkerfisins í rekstur fyrirtækja eykur hagkvæmni þeirra, til dæmis með minni úrgangs- og hráefniskostnaði, eykur aðgengi að viðskiptavinum sem setja umhverfismál í forgang og býður upp á samkeppnisforskot í krafti aðgreiningar frá samkeppnisaðilum sem hafa ekki innleitt hringrásarhagkerfið. Tækifæri til endurvinnslu eða endurnýtingar plasts er nærtækt dæmi, en lágt hlutfall þess er endurunnið eða endurnýtt. Hér á Íslandi eru möguleikar til innlendrar framleiðslu endurunnins plasts, til dæmis í gegnum nýsköpunarfyrirtækið Pure North.

Myndin sýnir þróun endurvinnslu og endurnýtingarhlutfalls hráefnis hér á landi á tímabilinu 2009 til 2018.

Dæmi um velgengni í hringrásarhagkerfinu

Sem dæmi um velgengni í hringrásarkerfinu má nefna breska fyrirtækið Toast Ale brugghús sem hóf að brugga bjór úr brauðafgöngum árið 2015. Stofnanda Toast Ale var ljóst að matarsóun væri eitt stærsta vandamál heimsins þar sem yfir 30% alls matar endar í rusli og hlutfall brauðs sem endar í rusli er 44%. Brauð er þekkt hráefni við bjórbruggun og getur verið allt að þriðjungur kornuppistöðu bruggunarinnar. Stofnandi Toast Ale ákvað að gera tilraunir með að brugga bjór úr brauði og falaðist eftir brauðafgöngum frá stórmörkuðum, bakaríum, matsölustöðum o.fl. Brauðöflunin gekk vonum framar og 10 dögum síðar var fyrsti sopinn tekinn. Starfsmenn Toast Ale hafa nú bruggað bjór úr brauðafgöngum við góðan orðstír frá því tilraunin hófst árið 2015. Á þessum tíma hefur yfir 2 milljónum brauðsneiða verið bjargað frá því að enda sem rusl. Áætlað er að komist hafi verið hjá losun 42 tonna af gróðurhúsalofttegundum, yfir 250 þúsund lítrar af vatni verið sparaðir, rúmlega 170 m² lands endurheimtir og tæp 50 þúsund pund gefin til góðgerðarmála.

Too Good To Go var stofnað í Kaupmannahöfn árið 2015 til að minnka matarsóun matsölustaða og stórmarkaða. Too Good To Go er app sem gerir matsölustöðum kleift að selja afgangsmat á afslætti svo það þurfi ekki að henda honum. Matsölustaðir auglýsa fjölda poka sem þeir munu hafa til sölu hvern dag í gegnum appið, hvenær megi sækja og hvað þeir muni kosta. Ekki kemur fram hvert innihald pokanna er. Neytandi notar appið til að sjá hvaða matsölustaðir í nágrenninu hafa poka til sölu og kaupir ef viðkomandi líst vel á eitthvað. Þessi lausn hentar vel fyrir matsölustaði sem geta þá selt sinn mat á fullu verði á þeim tíma sem mesta eftirspurnin er til staðar. Neytendur sem eru að spara eða hentar betur að borða utan annatíma matsölustaða geta keypt ódýrari mat en ella. Í dag er Too Good To Go til í mörgum borgum Evrópu.

Gullið tækifæri

Dæmin sanna að hringrásarhagkerfið er raunhæft og að bæði fyrirtæki og samfélagið hafi ábata af tækifærunum sem í því felast. Slík tækifæri eru gjarnan fjárhagslegs eðlis, þar sem fyrirtæki geta dregið úr kostnaði við innkaup og förgun úrgangs, og einstaklingar geta sparað í innkaupum. Svar við því ákalli að ferðaþjónustan verði byggð upp með sjálfbærni að leiðarljósi má finna í hringrásarhagkerfinu.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur