Frá­bært sam­starf við hæfi­leika­ríkt tón­listar­fólk

Við lítum um öxl og skoðum þrjátíu myndbönd sem Landsbankinn og Iceland Airwaves hafa framleitt með ungu tónlistarfólki snemma á ferli þeirra.
31. október 2019 - Landsbankinn

Áhrif tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves á íslenskt tónlistarlíf verða seint ofmetin. Erlendir blaðamenn, umboðsmenn, bókarar og útgefendur hafa flykkst hingað til lands haust eftir haust til að kynnast íslenskri tónlist og íslenskir tónlistarmenn hafa þannig fengið tækifæri til að spila fyrir nýjum eyrum. Margir hafa notið góðs af en listinn yfir hljómsveitir sem slógu fyrst í gegn á Iceland Airwaves er orðinn ansi langur.

„Þetta var risastórt tækifæri því ég var ekki búin að koma mér neitt á kortið sem tónlistarkona.“
GDRN

Vandað sérstaklega til verka

Allt frá árinu 2014 hefur Landsbankinn framleitt myndbönd með ungu tónlistarfólki í aðdraganda hátíðarinnar. Ár hvert hefur verið lagt upp með að festa lifandi flutning efnilegrar hljómsveitar eða tónlistarfólks á myndband og vanda sérstaklega til verka. Tónlistarfólkið hefur fengið að starfa með fagmönnum á sviði myndbandagerðar og eignast þannig gott myndefni til eigin nota. Landsbankinn, tónlistarfólkið og Iceland Airwaves hafa svo dreift myndböndunum í sameiningu.

Hlutirnir eiga það til að gerast ansi hratt

Þegar þetta er skrifað hefur Landsbankinn framleitt þrjátíu myndbönd á sex ára tímabili í tengslum við Iceland Airwaves. Á vef verkefnisins hefur orðið til skemmtilegt safn myndbanda sem sýnir ungt tónlistarfólk, sem margt er þjóðþekkt í dag, snemma á ferlinum. Í myndbandinu hér að ofan líta Margrét Rán úr hljómsveitinni Vök, Guðrún Eyfjörð (GDRN) og Huginn um öxl og fjalla um hvernig aðstæður þeirra hafa breyst á þessum stutta tíma.

Þátttakendur í L+IA hafa fengið 47 tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið 16.

Sex ár er kannski ekki langur tími, en þegar tónlistarfólk er að stíga sín fyrstu skref eiga hlutirnir það til að gerast ansi hratt. Það sést til dæmis á því að þeir 18 einstaklingar eða hljómsveitir sem hafa tekið þátt í samstarfinu hafa fengið samtals 47 tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna frá árinu 2014 og hlotið þau 16 sinnum. Það er ánægjuleg viðurkenning á starfi þessa fjölbreytta hóps sem á vafalítið eftir að setja mark sitt enn frekar á íslenska tónlist næstu ár og jafnvel áratugi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. maí 2023

Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?

Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023

Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku

Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023

Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023

Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023

Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum

Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Landslag
15. des. 2022

Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu

Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
Jólaköttur
13. des. 2022

Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn

Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu.
Barn í jólaglugga
9. des. 2022

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur