Hvort borg­ar sig að leigja eða kaupa?

Stundum eru notaðar einfaldar aðferðir til þess að meta hvort hagstæðara sé að leigja eða kaupa húsnæði. Þá er markaðsverði eignarinnar oft stillt upp á móti ársleigu reiknað á fermetra.
Viðhald íbúðahúsnæðis
6. júlí 2020

Sé hlutfallið undir 15 er talið hagstæðara að kaupa. Sé hlutfallið 16-20 er betra að kaupa, ef áætlaður eignarhaldstími er langur, og sé hlutfallið hærra en 20 er talið hagstæðara að leigja. Í raun sýnir hlutfallið hversu margar ársleigur þarf til þess að kaupa eignina.

Í lok árs 2016 var meðalleiguverð þriggja herbergja íbúðar í Reykjavík nálægt 2.200 kr. á m2, eða um 220 þús. kr. fyrir 100 m2 íbúð, semkvæmt upplýsingum Þjóðskrár. Söluverð samskonar íbúðar var um 380 þúsund kr. á m2. Ársleigan var því 26.400 kr. á m2 og var kaupverðið því rúmlega 14 sinnum hærra en ársleigan. Miðað við þumalputtaregluna var hagstæðara að kaupa en leigja á þeim tíma.

Nú í apríl 2020 var leiguverð á 3ja herbergja íbúð á miðsvæði í Reykjavík komið upp í um 3.200 kr. á m2, eða um 320 þúsund kr. fyrir 100 m2 íbúð. Söluverð samsvarandi íbúðar var um 500 þús. kr. á m2. Þetta gefur ársleigu upp á 38.400 sem þýðir að kaupverðið er nú 13 sinnum hærra en ársleigan. Miðað við þetta er enn hagstæðra að kaupa í stað þess að leigja í dag en var í árslok 2016.

Eins og meðfylgjandi mynd um höfuðborgarsvæðið sýnir hefur þessi staða breyst nokkuð á síðustu árum. Hlutfallið milli ársleigu og kaupverðs þarf að breytast mikið til þess að það verði beinlínis hagstætt að leigja. Til þess að hlutfallið fari upp í 20 þyrfti kaupverð að standa í stað og leiguverð að lækka um u.þ.b. 30%.

Sé þetta hlutfall skoðað með einföldum hætti yfir lengri tíma í Reykjavík sést að síðustu ár hefur verið mun óhagstæðara að leigja en löngum áður. Þar sem kaupverð íbúða hefur hækkað meira en leiguverð vísar þróunin í þá átt að hagstæðara verði að leigja. Það er athyglisvert að eina tímabilið á undanförnum 20 árum þegar það var hlutfallslega hagstæðara að leigja en kaupa var á árunum 2005-2008. Á þeim tíma hugsuðu flestir þó meira um að kaupa en leigja.

Mynd 1

Í einföldu dæmi eins og þessu er ekki tekið tillit til kostnaðarliða. Við kaup bætast t.d. fasteignagjöld, tryggingar og fjármagnskostnaður ofan á kaupverðið, svo eitthvað sé nefnt. Við leigu gæti t.d. greiðsla í sameiginlegan hússjóð bæst við leigukostnað. Samanburðurinn vísar engu að síður markvisst í þá átt að það sé tiltölulega óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði í Reykjavík ef miðað er við kaupverð.

Mynd 2

Í samanburði við aðrar norrænar borgir er sérstaða Reykjavíkur mikil. Þetta hlutfall er miklu lægra hér sem sýnir að leiga er hlutfallslega há miðað við verð - annaðhvort er leigan hér hlutfallslega hærri eða söluverðið hlutfallslega lægra en gerist og gengur annars staðar. Stokkhólmur er hæstur þessara borga og hlutfall Stokkhólms er nokkuð hátt í alþjóðlegu tilliti.

Mynd 3

Sé litið á allan heiminn sést að mjög mikill munur er á aðstæðum hvað þetta varðar. Lægstu hlutföllin er að finna í borgum inni í landi í Bandaríkjunum, þar sem lægstu gildin eru á bilinu 3-4. Þar borgar sig örugglega að kaupa og ekki að leigja. Hæstu gildin eru í borgum í Asíu og þar er Taipei hæst með hlutfall upp á 81 sem sýnir að kaupverð er verulega hátt miðað við leiguverð og því borgar sig að leigja þar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Fjölskylda við rafmagnsbíl
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur