Hvenær gild­ir vísi­tala neyslu­verðs til verð­trygg­ing­ar?

Vísitala neysluverðs reiknast ekki strax til verðtryggingar. Í þessum pistli er fjallað um hvernig og hvenær vísitalan er tekin með í reikninginn.
5000 króna seðill
24. apríl 2020

Í lok hvers mánaðar birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs miðað við verðlag í þeim mánuði. Verðlagið er skoðað um miðjan mánuðinn en vísitalan birt í lok mánaðar.

Það hefur vafist fyrir mörgum að á svipuðum tíma og Hagstofan tilkynnir um nýja vísitölu og breytingu frá fyrri mánuði er allt önnur breyting sem á sér stað, t.d. á verðtryggðum reikningum. Dæmi um þetta eru mánaðamótin febrúar og mars 2020. Í lok febrúar voru neikvæðar verðbætur á verðtryggðum reikningum en rétt fyrir mánaðamótin kom tilkynning um að vísitala neysluverðs hefði hækkað um 0,92%. Skýringin á þessu er sú að vísitalan sem var kunngjörð í lok febrúar gildir til verðtryggingar í apríl, eða eins og segir í fréttatilkynningunni frá Hagstofunni: „Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í febrúar 2020, sem er 474,1 stig, gildir til verðtryggingar í apríl 2020“.

Verðtryggður reikningur sem var með innstæðu upp á 1.000.000 krónur eftir verðbætur janúarmánaðar ber neikvæðar verðbætur að fjárhæð 7.395 krónur í lok febrúar og lækkar innstæða því í 992.605 krónur.

Í lok mars ber viðkomandi reikningur hins vegar jákvæðar verðbætur sem samsvara þessare 0,92% hækkun, sbr. ofangreint, eða 9.095 krónur. Staðan á reikningnum er því orðin 1.001.690 krónur.

Einnig hafa margir ruglast þegar leitað er eftir vísitölu á vef Hagstofunnar og sjá t.d. að grunnvísitala skuldabréfs er ekki sú sama og þar kemur fram. Skýringin er sú að vísitala miðað við verðlag í t.d. janúar gildir til verðtryggingar í mars. Það er nauðsynlegt að hafa á hreinu hvort verið sé að tala um vísitölu neysluverðs til verðtryggingar eða hvort miða eigi við verðlag í mánuði. Skýringin á þessu er sú að vísitala vikomandi mánaðar liggur ekki fyrir fyrr en í lok mánaðar. Þegar hún er birt er rúmur mánuður þar til hún tekur gildi til verðtryggingar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Fjölskylda við rafmagnsbíl
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur