Hvað geri ég ef tekj­urn­ar lækka skyndi­lega?

Ef fólk verður fyrir óvæntum tekjumissi eða tekjulækkun er mikilvægt að bregðast hratt við, s.s. með því að reyna að minnka útgjöld. Ýmis úrræði og lausnir eru í boði.
Fjölskylda í göngutúr
27. mars 2020 - Landsbankinn

Öll finnum við fyrir áhrifum Covid-19-faraldursins. Efnahagslegu áhrifin koma m.a. fram í auknu atvinnuleysi eða skertu starfshlutfalli hjá fleiri launþegum.

Það skiptir máli að vera vakandi fyrir því að forsendur heimilsrekstrarins geta breyst. Það er líka mikilvægt að muna að það er ríkur vilji til að verja heimilin og fyrirtækin í landinu fyrir áföllum. Ýmis úrræði og lausnir eru þegar í boði og það borgar sig að fylgjast með og meta hvort þau henti þér.

Búðu þig undir breytingar

Ef þú heldur að tekjur heimilisins geti lækkað snögglega er best að fara yfir fjármálin og fá yfirsýn fyrir áhrifin sem það getur haft. Þú getur farið yfir regluleg útgjöld og skoðað hvernig draga megi úr þeim. Það getur verið góð hugmynd að greiða upp óhagstæð skammtímalán eða koma þeim í betri farveg og fresta dýrum framkvæmdum eða endurbótum, sérstaklega ef þú hefur hugsað þér að taka lán fyrir þeim. Ef þú þarft ráðgjöf eða úrræði frá bankanum þínum er best að hafa samband sem fyrst.

Tímabundin útgreiðsla á viðbótarlífeyrissparnaði

Eitt þeirra úrræða sem ríkisstjórnin hefur kynnt til að bregðast við efnahagslegum áhrifum Covid-19 er tímabundin heimild til útgreiðslu á viðbótarlífeyrissparnaði. Hægt er að taka að hámarki 12 milljónir króna út úr viðbótarlífeyrissparnaði, að hámarki 800.000 krónur á mánuði, en venjulega er viðbótarlífeyrissparnaður laus til útgreiðslu við 60 ára aldur. Þetta úrræði getur hentað vel fyrir þau sem missa tekjur, sérstaklega ef annar sparnaður er ekki fyrir hendi. Á móti kemur að þegar fólk lætur af störfum og fer á lífeyri lækka tekjurnar yfirleitt töluvert. Því er mikilvægt að hafa safnað viðbótarlífeyrissparnaði. Úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði er mikilvægt úrræði við þessar aðstæður en hafa verður í huga að við úttektina lækkar inneignin sem verður til útgreiðslu við 60 ára aldur.

Það borgar sig að bregðast við strax

Afborganir af íbúðalánum eru oft stærsti útgjaldaliðurinn. Viðskiptavinir okkar sem lenda í óvæntum greiðsluerfiðleikum geta sótt um frestun greiðslna af íbúðalánum eða tímabundna lækkun í allt að sex mánuði. Ókostirnir við að fresta afborgunum eru þeir að vextir lánsins safnast saman og leggjast við höfuðstólinn að tímabilinu loknu. Endurfjármögnun getur í sumum tilvikum verið góður kostur til að lækka greiðslubyrði - vextir hafa farið lækkandi svo það er mögulegt að þér bjóðist hagstæðara lán en það sem þú ert að greiða af. Ef þú ákveður að lengja íbúðalánið skaltu samt hafa í huga að það hefur kostnað í för með sér.

Hlutabætur og greiðslur í sóttkví

Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir sem er ætlað að styðja við atvinnulífið og einstaklinga. Ein aðgerðin felst í að greiddar eru allt að 75% hlutabætur (hluti af atvinnuleysisbótum) til einstaklinga sem verða fyrir því að starfshlutfall þeirra er minnkað og er hægt að sækja um þær á vef Vinnumálastofnunar. Heildargreiðsla launa og hlutabóta getur numið mest 700.000 krónum á mánuði og einstaklingar með 400.000 krónur eða minna í laun á mánuði geta fengið greidd 100% af meðaltali launa. Námsmenn og sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig nýtt sér þetta úrræði.

Þá hefur Alþingi samþykkt lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví án þess að hafa veikst.

Á vef umboðsmanns skuldara er einnig hægt að fá upplýsingar um aðstoð vegna fjárhagsvanda, ýmsan fróðleik um fjármál og um réttarstöðu fólks sem er í verulegum greiðsluerfiðleikum.

Atvinnuleysisbætur og frestur á greiðslum til Menntasjóðs námsmanna

Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að sækja um atvinnuleysisbætur og senda inn nauðsynleg gögn. Á vefsíðum stéttafélaga eru gagnlegar upplýsingar og mörg þeirra bjóða félagsmönnum sínum aðstoð.

Háskólum var lokað um miðjan mars 2020 og Lánasjóður íslenskra námsmanna samþykkti í kjölfarið að taka til greina annars konar staðfestingu skóla á ástundun nemenda en loknar einingar. Einnig er hægt að sækja um undanþágu frá afborgunum af námslánum ef tilteknar aðstæður valda verulegum fjárhagsörðugleikum.

Ef þú veist að ástandið verður skammlíft geta margir viðskiptavinir brúað bilið sjálfir í Landsbankaappinu eða netbankanum. Þar býðst til dæmis að hækka yfirdráttar- og kortaheimildir, taka Aukalán og dreifa kreditkortareikningum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Íslenskir peningaseðlar
28. mars 2023

Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum

Þjónustugjöldum er ætlað að mæta kostnaði við veitta þjónustu. Grunnþjónusta í appinu og netbankanum er gjaldfrjáls og hægt er að komast hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækka þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá bankanum.
21. mars 2023

Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga

Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
20. feb. 2023

Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?

Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
15. feb. 2023

Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?

Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023

Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum

Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
12. jan. 2023

Byrjum árið með góða yfirsýn og setjum okkur sparnaðarmarkmið

Við þekkjum það örugglega mörg að skilja ekkert í því í hvað peningarnir fara og hvers vegna okkur gengur svona hægt að spara. Einföld leið til að breyta þessu er að skapa sér betri yfirsýn yfir fjármálin.
Skipulagning framkvæmda
6. des. 2022

Hvað kostar að taka skammtímalán?

Óvænt útgjöld eða tekjufall geta valdið því að stundum þarf að taka lán til skamms tíma og með litlum fyrirvara. Ýmis skammtímalán eru í boði og það borgar sig að kanna hvar hægt er að fá bestu kjörin.
Íbúðahús
9. nóv. 2022

Hvernig virka verðtryggð lán?

Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
2. nóv. 2022

Hvernig er hægt að ávaxta sparnað í verðbólgu?

Þegar verðbólga er há getur verið snúið að ávaxta sparnað til skemmri tíma. Ef ávaxta á sparnaðinn til lengri tíma eru fleiri möguleikar í stöðunni.
20. okt. 2022

Þú getur byggt upp séreign með skyldulífeyrissparnaðinum

Í hugum margra er lítill munur á lífeyrissjóðum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Sú er þó ekki raunin og liggur munurinn m.a. í því að sumir lífeyrissjóðir bjóða fólki upp á þann kost að greiða hluta af skyldulífeyrissparnaði í séreign sem ella hefði runnið í samtryggingu. Séreignin erfist að fullu við fráfall sjóðsfélaga.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur