Lausnir fyrir þig

Við að­stoð­um þeg­ar á reyn­ir

Við kom­um til móts við þig ef þú lend­ir í greiðslu­erf­ið­leik­um, svo sem vegna at­vinnum­issis, veik­inda eða af öðr­um ástæð­um.

Finnum lausnir fyrir þig

Við bjóðum ýmsar leiðir til að takast á við greiðsluerfiðleika. Þú getur sótt um greiðslumat á örfáum mínútum og við höfum svo samband við þig til að fara yfir þær leiðir sem þér standa til boða. Í appinu og netbankanum er hægt breyta heimildum, taka Aukalán og dreifa kortareikningum.

Stúlka með síma

Greiðsludreifing kreditkorta

Þú getur dreift kreditkortareikningum yfir allt að 12 mánuði í appi og netbanka Landsbankans á einfaldan og fljótlegan hátt. 

Greiðsludreifingin hentar vel til að mæta óreglulegum útgjöldum eða til að létta greiðslubyrði tímabundið. Þú velur hve háa upphæð þú vilt greiða á næsta gjalddaga og á hve marga mánuði þú vilt dreifa eftirstöðvunum.


Appið
Netbankinn

Aukalán

Þarftu að mæta óvæntum útgjöldum eða lægri tekjum? Í appinu getur þú fengið Aukalán með einföldum hætti. Þú sérð strax hvað þér býðst hátt lán og á hvaða kjörum. Lánið er greitt samstundis inn á reikning eða kreditkort.

  • Afgreitt á augabragði
  • Dreift til allt að 5 ára
  • Ekkert uppgreiðslugjald
  • Ekkert lántökugjald fyrir Aukalán í appinu

Nánar um Aukalán

Yfirdráttur

Viðskiptavinir njóta sveigjanleika og geta sjálfir sótt um yfirdráttarheimild, hækkað, lækkað, framlengt og sagt upp heimildinni sinni hvort heldur sem er í appinu eða netbanka einstaklinga. 

Viðskiptavinir sjá strax hvert svigrúm þeirra er til að afgreiða sig sjálfir þegar þeim hentar. Hafðu samband ef þig vantar fyrirgreiðslu umfram það sem unnt er að sækja um í appinu og netbankanum.


Nánar um yfirdrátt

Fjölskylda

Endurfjármögnun íbúðarlána

Endurfjármögnun íbúðalána getur einnig verið góður kostur til að lækka greiðslubyrði til lengri tíma. Vextir og kjör íbúðalána breytast og því borgar sig að fylgjast vel með hvernig lánin þín standast samanburð við þau lán sem eru í boði á hverjum tíma.


Nánar um endurfjármögnun

Umboðsmaður skuldara

Ef kröfuhafarnir eru margir getur sú staða komið upp að bankinn hafi ekki úrræði til að leysa allan vandann. Ef þú skuldar mörgum kröfuhöfum og sérð fram á eða ert kominn í greiðsluerfiðleika getur þú leitað til Umboðsmanns skuldara. Megintilgangur Umboðsmans skuldara er að bæta stöðu einstaklinga sem eiga í greiðsluerfiðleikum og auðvelda þeim að koma greiðslubyrði og skuldastöðu í ásættanlegt horf.


Umboðsmaðir skuldara

Panta tíma

Sérfræðingar okkar taka vel á móti þér í viðtalstíma. Veldu þá þjónustu sem hentar þér

Fjölskylda í sumarbústað

Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?

Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur