„Hafa bank­arn­ir í al­vöru leyfi til að gera þetta?“

Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
13. ágúst 2024 - Landsbankinn

Þú hefur ekki enn uppfært áreiðanleikakönnun. Samkvæmt lögum þurfa allir viðskiptavinir að veita okkur upplýsingarnar sem beðið er um í áreiðanleikakönnuninni með reglulegum hætti. Ef þú svarar ekki þurfum við því miður að loka fyrir aðgang að reikningunum þínum á næstu vikum.

Svona hefst póstur frá okkur hér í Landsbankanum. Við eyddum talsverðu púðri í að reyna að orða þetta á sem kurteisastan og mjúklegastan hátt, en staðreyndin er að okkur er uppálagt sem lokaúrræði að neita viðskiptavinum sem ekki svara eða uppfæra áreiðanleikakönnun um þjónustu. Það er erfitt að segja það öðruvísi en beint. Við skiljum samt vel að þetta virki stuðandi og jafnvel eins og hótun. Við viljum einfalda lífið fyrir viðskiptavini og deila aðgengilegum upplýsingum. Okkur er því ljúft og skylt að gera betur!

„Áreiðanleikakönnun“ er því miður frekar ógagnsætt orð. Á ensku er þetta ferli kallað „due diligence“ og „know your customer“. Tilgangurinn með spurningunum sem mynda áreiðanleikakönnun er að athuga hvort viðskiptavinur, hvort sem um einstakling eða fyrirtæki er að ræða, sé mögulega í áhættuhópi eða sé að stofna til viðskipta við bankann í vafasömum tilgangi. Eins viljum við kanna uppruna peninganna sem á að nota í viðskiptum við okkur til að tryggja að ekki sé um illa fengið fé að ræða. Þó það sé vissulega verið að kanna áreiðanleika viðskiptavina mætti kannski að ósekju endurnefna þetta „upplýsingaöflun“, „öryggiskönnun“ eða „gerðu-heimavinnuna-þína-um-kúnnann-könnun“.

Landsbankanum og öðrum bönkum ber lagaleg skylda til að hafa þessar upplýsingar á takteinum. Við hvorki viljum né megum stofna til viðskipta við einstaklinga sem eru líklegir til að ætla að nota bankann í glæpsamlegum tilgangi. Eftirlitsaðilar, bæði fjármálaeftirlit og skattyfirvöld, fylgjast vel og reglubundið með því að við hlítum reglum um varnir gegn peningaþvætti. Og er það vel!

Allir nýir viðskiptavinir þurfa að svara eftirfarandi spurningum. Þær eru 7 talsins, en svo geta spurningar bæst við ef þú ert með tvöfalt ríkisfang, tengsl við Bandaríkin eða við höfum upplýsingar um að þú tengist háttsettum aðilum í stjórnmálum. Af hverju? Það er spurt um tvöfalt ríkisfang og tengsl við Bandaríkin í skattalegum tilgangi, að kröfu skattyfirvalda. Spurningin um tengsl við háttsetta aðila í stjórnmálum, hjá dómstólum eða alþjóðasamtökum, miðar að því að ákvarða hvort þú sért mögulega í viðkvæmri stöðu hvað varðar mútur eða spillingu.

Skjámyndir af áreiðanleikakönnun

Í hnotskurn:

  • Tilgangur upplýsingaöflunar um viðskiptavini er að sporna gegn glæpum.
  • Áreiðanleikakönnun er spurningalisti sem þarf að svara við upphaf viðskipta og svo uppfæra reglulega.
  • Það þurfa allir að svara.
  • Landsbankanum ber lagaleg skylda til spyrja og þarf að neita þeim sem ekki svara um þjónustu.
  • Áreiðanleikakönnun telur bara 7 spurningar fyrir langflesta einstaklinga og það tekur bara 2 mínútur að svara.

Til að svara áreiðanleikakönnun hjá Landsbankanum ferðu í „Stillingar“ í appinu eða netbankanum. Við aðstoðum þig líka gjarnan í netspjallinu eða símleiðis í Þjónustuverinu, s. 410 4000. Svo er alltaf velkomið að koma við í útibúi – við tökum vel á móti þér!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Fjölskylda við rafmagnsbíl
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Hjón úti í náttúru
12. mars 2024
Það gæti borgað sig að spara í sjóðum ef þú færð greiðslur frá TR
Þau sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa mörg hver rekið sig á að fjármagnstekjur umfram ákveðna fjárhæð geta skert greiðslurnar. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða leiðir séu bestar fyrir sparnaðinn, sérstaklega eftir að vextir tóku að hækka, og hvernig best er að haga sparnaði með tilliti til fjármagnstekna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur