Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Get­ur borg­að sig að festa vexti þeg­ar þeir eru svona háir?

Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Íbúðir
8. maí 2024

Þegar þessi grein er skrifuð eru stýrivextir Seðlabankans háir, eða 9,25%. Ef við miðum við 35 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán til 37 ára á 4,5% föstum vöxtum er greiðslubyrðin af því um 162.000 krónur. Þegar fastvaxtatímabilinu lýkur fer lánið sjálfkrafa yfir á breytilega íbúðalánavexti sem hjá Landsbankanum eru núna 10,75% og þá hækkar greiðslubyrðin upp í 320.000 krónur. Þetta er verulega stór biti fyrir flesta og því eðlilegt að velta fyrir sér hvaða möguleikar eru í stöðunni.

Ýmsar leiðir eru í boði ef þú þarft eða vilt lækka greiðslubyrðina. Þú getur t.d. ákveðið að færa hluta af fjárhæðinni yfir í verðtryggt lán og haft hluta óverðtryggðan. Þannig lækkar greiðslubyrðin en á móti kemur að eignamyndun verður hægari. Ef þú ert með styttra lán en í dæminu hér að ofan getur þú lengt lánstímann og lækkað þannig greiðslubyrðina. Á móti kemur að það tekur lengri tíma að borga lánið niður og heildarendurgreiðslan verður hærri.

Fastir vextir eru töluvert lægri en breytilegir vextir

Af hverju er ég að fjalla um kosti og galla þess að festa vextina? Sumum gæti þótt það undarleg uppástunga við núverandi vaxtastig, þ.e. þegar vextir eru háir en útlit er fyrir að þeir fari lækkandi. En það er rétt að benda á þennan kost, sérstaklega fyrir þá sem vilja halda lánunum sínum óverðtryggðum en lækka um leið greiðslubyrðina

Mig langar líka að benda á grein þar sem nánar er fjallað um hvernig hægt er að lækka greiðslubyrði, t.d. með lengri lánstíma eða með því að skipta að hluta eða í heild yfir í verðtryggt lán.

Skoðum málið aðeins betur. Breytilegir vextir á óverðtryggðu íbúðaláni hjá Landsbankanum eru nú 10,75% (miðað við allt að 70% veðsetningu). Fastir vextir á óverðtryggðu íbúðaláni til 3 ára, miðað við sama veðhlutfall, eru 9,25%. Þarna munar 1,5 prósentustigum. Greiðslubyrði af slíku láni er 41.000 krónum lægri heldur en af láni með 10,75% vöxtum. Ef veðhlutfallið er lægra getur þú fengið betri kjör, eða 9,05% miðað við 50% veðhlutfall. Þá munar 1,7 prósentustigum á breytilegum og föstum vöxtum og greiðslubyrðin er 46.000 krónum lægri en af láni á breytilegum vöxtum.

Á einu ári getur þú því lækkað greiðslubyrðina þína um allt að 552.000 krónur með því að festa vexti á óverðtryggðu íbúðaláni, miðað við núverandi vaxtastig og að breytilegir vextir breytist ekki.

Get ég breytt aftur úr föstum vöxtum yfir í breytilega?

Stutta svarið er já.

Ef þér sýnist að vextirnir muni lækka, getur þú hvenær sem er á fastvaxtatímanum ákveðið að færa þig aftur yfir í breytilega vexti. Þá þarftu einfaldlega að endurfjármagna lánið og borga lántökugjald sem nú er 59.900 krónur. Ef föstu vextirnir sem eru í boði þegar þú vilt breyta eru jafnháir eða hærri en föstu vextirnir á láninu þínu, þarftu ekki að greiða uppgreiðslugjald. Það er aftur á móti mikilvægt að hafa í huga að ef föstu vextirnir sem eru í boði þegar þú vilt breyta eru lægri getur þú þurft að greiða uppgreiðslugjald. Uppgreiðslugjaldið getur þó aldrei orðið hærri en 0,2% af heildarfjárhæð lánsins fyrir hvert ár sem eftir er af fastvaxtatímanum. Ef miðað er við 35 milljóna króna lán og að tvö ár séu eftir af lánstímanum getur uppgreiðslugjaldið aldrei orðið hærri en 140.000 krónur.

Þegar þú leggur mat á hvort rétt sé að festa vextina þarftu m.a. að meta hvort – og ekki síst hvenær – líklegt sé að fastir vextir lækki frá núverandi vöxtum. Hafðu í huga að lánastofnanir geta breytt föstum vöxtum án þess að Seðlabankinn geri breytingar á stýrivöxtum.

Mikilvægt að fara vel yfir stöðuna

Það er mikilvægt að fara vandlega yfir þá kosti sem eru í stöðunni, bæði með því að lesa sér til (eins og þú ert að gera) og með því að leita sér ráðgjafar þegar fastir vextir að losna á íbúðalánum. Viðskiptavinir Landsbankans geta pantað sér tíma í ráðgjöf í útibúum, á fjarfundum eða með því að óska eftir símtali. Ráðgjöfin er gjaldfrjáls. Við minnum líka á ítarlegt fræðsluefni á vefnum okkar.

Panta tíma

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
15. apríl 2025
Ætti ég að festa vextina á íbúðaláninu mínu?
Stýrivextir Seðlabankans eru í dag 7,75% en þeir fóru lægst í 0,75% í nóvember 2020. Stýrivextir byrjuðu að hækka í maí 2021 og fóru þeir hæst í 9,25% árið 2023 og voru þeir óbreyttir til október 2024 þegar stýrivextir byrjuðu að lækka.
Íbúðahús
15. apríl 2025
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
Stúlkur á hlaupahjólum
9. apríl 2025
Hvað á ég að gera við fermingarpeninginn?
Í gamla daga voru fermingargjafir oft hlutir sem áttu að tákna að nú væru fullorðinsárin að hefjast – pennar, ljóðasöfn eða orðabækur, armbandsúr eða flottar ferðatöskur. Það er enginn í vandræðum með að setja á sig úrið og fletta bókunum, en hvað áttu að gera ef þú færð peninga?
Mæðgin
4. apríl 2025
Hvaða rétt og skyldur hafa foreldrar þegar kemur að peningum barna?
Það dýrmætasta sem við eigum er að sjálfsögðu börnin okkar, ekki peningar. Öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja börnunum farsæla framtíð og heilbrigð fjármál eru eitt af því sem mynda grunninn að henni. En hverjar eru skyldur okkar í þeim efnum – og réttindi? 
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
24. okt. 2024
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að fara reglulega yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort við séum að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?