Er úti­lok­að að eign­ast fyrstu fast­eign?

Á síðustu árum hefur sú skoðun verið áberandi í umræðu um fasteignamarkað að nú sé mun erfiðara fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu fasteign en áður var.
Skólavörðustígur í Reykjavík
19. janúar 2017

Sé litið til baka er sannleikurinn líklega sá að það hefur alltaf verið erfitt fyrir ungt fólk að eignast íbúð, nema helst á árunum fyrir hrun, en þá var aðgangur að tiltölulega ódýru fjármagni mjög auðveldur. Fjármagnskostnaður lækkaði þá mikið og lánshlutföll voru sögulega mjög há, eða 90-100%, enda tóku margir stökkið til þess að kaupa sína fyrstu fasteign þá.

Allir þekkja söguna um hrunið. Skyndilega breyttust allar forsendur og margir lentu í miklum erfiðleikum með að standa í skilum og misstu jafnvel íbúðir sínar. Í kjölfarið voru reglur um lán til fasteignakaupa hertar mikið. Lánshlutföll voru lækkuð miðað við það sem áður var, krafa um eigið fé við kaup var hert verulega og þá varð erfiðara en áður að komast í gegnum greiðslumat til þess að fá fasteignalán.

Allt bitnaði þetta illa á fólki með lágar tekjur og ungu fólki sem ekki hefur haft tækifæri til að safna nógu miklu eigin fé til þess að geta ráðist í fasteignakaup. Allt frá hruni hefur verið litið á það sem algild sannindi að ungt fólk ráði yfirleitt ekki við að kaupa húsnæði.

Þjóðskrá safnar upplýsingum um fyrstu fasteignakaup

Þjóðskrá Íslands birtir reglulega tölur um hversu margir eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þannig er hægt að sjá hversu stór hluti fyrstu kaupendur eru af kaupendahópnum hverju sinni. Nú er ekki sjálfgefið að allir þeir sem kaupa fyrstu íbúð sé ungt fólk, en það er samt mjög líklegt að ungt fólk sé stærstur hluti fyrstu kaupenda.

Línurit fyrstu kaup fasteigna sem hlutfall af viðskiptum

Á árinu 2008 voru fyrstu kaup yfirleitt lítill hluti viðskipta, t.d. undir 10% á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, þar sem viðskiptin eru einna mest. Fyrstu kaup á Norðurlandi eystra voru mun stærra hlutfall af viðskiptum. Á fyrstu 3 ársfjórðungum ársins 2016 voru fyrstu kaup 27-29% viðskipta á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra og 23% á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu kaupum hefur þannig ekki einungis fjölgað, heldur hefur þeim fjölgað hlutfallslega mikið.

Sé litið á landið allt kemur sama mynd í ljós. Ef staðan á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2016 er borin saman við meðaltal áranna 2008-2015 sést að hlutfall fyrstu kaupa er allsstaðar mun hærra en meðaltal áranna á undan. Þróunin er allsstaðar sú sama.

Súlurit fyrstu kaup sem hlutfall af viðskiptum

Er stuðningur foreldra forsenda fyrir fasteignakaupum?

Það er því ljóst að ungt fólk hefur verið að eignast sínar fyrstu fasteignir á síðustu árum og virkni þess á markaðnum hefur aukist töluvert með árunum. Því miður eru tölur um fyrstu kaup ekki til nema frá árinu 2008 og því ekki hægt að gera samanburð við önnur tímabil.

Þessi niðurstaða stangast nokkuð á við þá skoðun að ungt fólk geti ekki eignast fasteignir og vekur líka upp margar spurningar. Það t.d. má spyrja hvort ungt fólk geti almennt gert þetta hjálparlaust eða fær það stuðning frá foreldrum eða öðrum ættingjum? Í beinu framhaldi af því má einnig spyrja hvort það sé fyrst og fremst ungt fólk úr betur stæðum fjölskyldum sem á möguleika á að kaupa húsnæði? Spurningarnar eru fleiri en margar þeirra snúast um hvort núverandi fyrirkomulag á íbúðalánamarkaði sé að auka aðstöðumun milli hópa.

Tengt efni

Ari Skúlason: Miklu munar á leiguverði eftir hverfum og landshlutum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ungt fólk
8. sept. 2023
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
5. sept. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
Grafarholt
5. sept. 2023
Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Lyftari í vöruhúsi
7. júní 2023
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Íslenskir peningaseðlar
28. mars 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þjónustugjöldum er ætlað að mæta kostnaði við veitta þjónustu. Grunnþjónusta í appinu og netbankanum er gjaldfrjáls og hægt er að komast hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækka þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá bankanum.
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
15. feb. 2023
Hvernig virkar greiðslubyrðarhlutfall þegar ég sæki um íbúðalán?
Greiðslubyrðarhlutfall er fyrir mörgum nýyrði þegar kemur að umsóknum um íbúða- og fasteignalán. Útreikningurinn á hlutfallinu – sem er misjafn eftir því hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð – vefst líka fyrir mörgum.
24. jan. 2023
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að hefja nýtt ár á að fara yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort maður sé að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur