Vikubyrjun 8. júlí
Um 195 þúsund erlendir gestir fóru um Leifsstöð í júní sem er fækkun um 16,7% milli ára. Á fyrstu þremur mánuðum ársins, þ.e. áður en WOW fór í þrot, var fjöldinn svipaður og í sömu mánuðum 2017 og 2018. Fjöldinn í júní var mjög svipaður og var júní 2016, en þetta er annar mánuðurinn í röð sem fjöldinn er svipaður og í sama mánuði 2016.
8. júlí 2019
Vikan framundan
- Klukkan 9 birtir Seðlabankinn útreikning á raungenginu í júní og talnaefni um millibankamarkað með krónur og með gjaldeyri.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna seinustu vaxtaákvörðunar.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í júní.
Mynd vikunnar
Um 195 þúsund erlendir gestir fóru um Leifsstöð í júní sem er fækkun um 16,7% milli ára. Á fyrstu þremur mánuðum ársins, þ.e. áður en WOW fór í þrot, var fjöldinn svipaður og í sömu mánuðum 2017 og 2018. Fjöldinn í júní var mjög svipaður og var júní 2016, en þetta er annar mánuðurinn í röð sem fjöldinn er svipaður og í sama mánuði 2016. Segja má að íslensk ferðaþjónusta hafi því tapað tveggja ára ávinningi.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Ferðamálastofa birti talningu um fjölda ferðamanna um Leifsstöð í júní.
- Samkvæmt ríkisreikningi fyrir árið 2018 er staða ríkisins nokkuð sterk.
- Krónan hefur verið mjög stöðugt síðan um miðjan júní í nær engum viðskiptum.
- Icelandair tilkynnti að skjalagerð varðandi sölu á Icelandair Hotels væri á lokastigi.
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti áform um lögfestingu varnarlínu um hlutfall fjárfestingarbankastarfsemi innlánastofnana.
- Seðlabankinn birti talnaefni um efnahag Seðlabanka Íslands og um efnahag lífeyrissjóða.
- Hagstofan birti tölur um virðisaukaskattskylda veltu í mars og apríl, vöruviðskipti við útlönd í júní, og fjölda heimila sem fá fengu fjárhagsaðstoð 2018.
- Þjóðskrá birti talnaefni um veltu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess í júní.
- Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í júní.
- Arion banki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
7. okt. 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
30. sept. 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
27. sept. 2024
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
27. sept. 2024
Ýmis merki eru um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð.
23. sept. 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
16. sept. 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.