Vikubyrjun 8. janúar 2024
Vikan framundan
- Á fimmtudag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi. Hagar og Ölgerðin birta árshlutauppgjör fyrir 3. ársfjórðung fjárhagsársins 2023/24.
- Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir janúarmælingu vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana þriðjudaginn 30. janúar.
Mynd vikunnar
Eftir því sem hægt hefur á umsvifum í hagkerfinu virðist hafa dregið úr spennu á vinnumarkaði. Þetta sést meðal annars á niðurstöðum könnunar Gallup og Seðlabankans meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Hlutfall þeirra stjórnenda sem telja vanta starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði var 54% í lok árs 2022 en undir lok árs 2023 var það hlutfall komið niður í um 33%. Atvinnuleysi hefur þó ekki aukist svo um muni, en það mældist 3,4% í nóvember.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Hagstofan birti bráðabirgðatölur fyrir vöruskiptajöfnuð í desember. Alls var vöruskiptajöfnuður fyrir árið 2023 í heild neikvæður um 380 ma.kr., sem er 90 ma.kr. verri niðurstaða en árið áður. Munurinn á milli ára skýrist af því að vöruútflutningur dróst saman um 68 ma.kr. en vöruinnflutningur jókst um 22 ma.kr. Þrátt fyrir þennan halla gerum við ráð fyrir að það hafi verið afgangur af viðskiptum við útlönd í fyrra vegna mikils afgangs af þjónustujöfnuði. Upplýsingar um viðskiptajöfnuð fyrir árið 2023 í heild koma í byrjun mars.
- Seðlabankinn birti fundargerð fjármálastöðugleikanefndar vegna funda nefndarinnar 20. og 28. nóvember og 4.-5. desember 2023.
- Í síðustu viku hélt Iceland Seafood útboð á víxlum og Arion banki útboð á sértryggðum skuldabréfum.
- Á hlutabréfamarkaði þá sendi Marel tilkynning í kauphöllina um að Fjármálaeftirlitið hafi veitt JBT framlengdan frest til að birta lokaákvörðun um mögulegt yfirtökutilboð í Marel og Icelandair sendi tilkynningu um að félagið hafi undirritað samningu um langtímaleigu á Airbus A321LR.